Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 10
10 Fréttir Helgarblað 29. ágúst–1. september 2014
Skrifstofa skólans á Lindargötu 51
er opin frá kl. 13:00-16:00 virka
daga. Síminn er 562-8477.
Það skal tekið fram að nauðsynlegt
er fyrst að skrá nemendur í skólann
með því að hafa samband við
skrifstofuna.
Til að tryggja endanlega að innritunin
sé frágengin er nauðsynlegt að innrita
nemandann einnig í Rafræna Reykjavík
á heimasíðunum www.reykjavik.is eða
www.grunnskolar.is á sama tíma og setja Tónmenntaskólann í 1. val.
Skólastjóri
TÓNMENNTASKÓLI REYKJAVÍKUR
Innritun nýrra nemenda fyrir
skólaárið 2014-2015 stendur yfir
núna og lýkur í september
Innritaðir eru nemendur á aldrinum 8-10 ára sem eru teknir
beint í hljóðfæranám, án undangengins forskólanáms.
Hægt er að komast beint að á eftirfarandi hljóðfæri:
• Strengjahljóðfæri, þ.e. fiðlu, víólu, selló og gítar.
• Einnig á píanó og harmóníku.
• Einnig er innritað í fiðluforskóla (5-6 ára börn)
• Einnig er til takmarkað pláss á þverflautu, klarinett og saxófón.
• Teknir eru inn nokkrir nemendur fæddir 2008 (6 ára) í Forskóla I
• Teknir eru inn örfáir nemendur fæddir 2007 (7 ára) í Forskóla II
ATHUGIÐ AÐ FRAMBOÐ Á SKÓLAVIST ER TAKMARKAÐ
Mótsagnir og rangfærslur ráðherrans
n DV rýnir í sjónvarpsviðtöl við innanríkisráðherra n Lagði Stefáni fimm sinnum orð í munn
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra fór ítrekað með rangt mál í við-
tölum við Kastljós og Stöð 2 á þriðjudaginn. Þá gaf hún villandi mynd af umræð-
um sem hafa átt sér stað á þingi og lagði Stefáni Eiríkssyni, fráfarandi lögreglu-
stjóra á höfuðborgarsvæðinu, orð í munn. Augljóst misræmi er á milli frásagnar
Stefáns og frásagnar Hönnu Birnu af samskiptum þeirra í tengslum við rann-
sókn lekamálsins. Innanríkisráðherra hefur áður farið með staðlausa stafi eftir
að lekamálið kom upp í nóvember. johannp@dv.is/ jonbjarki@dv.is
„Það bað enginn um að því yrði flýtt …“
Neitaði og játaði því að hafa beðið um að skýrslutöku yrði flýtt
Hanna Birna hélt því ítrekað fram í viðtöl-
um á þriðjudag að beiðni hennar um að
flýta yfirheyrslu yfir Gísla Frey Valdórssyni,
aðstoðarmanni hennar, hefði snúist um
viðleitni ráðuneytisins til þess að flýta
skýrslutökum yfir öllum starfsmönnum.
Í bréfi umboðsmanns kemur fram að
umrædd viðbótarskýrslutaka yfir Gísla
hafi farið fram þann 10. maí síðastliðinn.
Á þeim tímapunkti var skýrslutökum yfir
starfsmönnum innanríkisráðuneytisins
hins vegar löngu lokið. Þrátt fyrir þetta
setti Hanna Birna beiðni sína um að flýta
skýrslutökunni yfir Gísla Frey ítrekað í
fyrrgreint samhengi og gaf þannig villandi
mynd af atburðarásinni. Þá neitaði hún því
bæði og játaði að hún hefði beðið um að
skýrslutökunni yrði flýtt.
Gísli fékk sérmeðferð
Í bréfi umboðsmanns segir: „Síðan kom
fram hjá L [Stefáni] að lögreglan hefði á
fimmtudegi boðað annan aðstoðarmann
yðar til skýrslutöku nk. mánudag þar sem
taka þurfti viðbótarskýrslu af honum,
nánar um það sagði L: „Þá fljótlega fæ ég
símtöl og athugasemdir frá ráðherra við
það að þetta sé algjörlega ómögulegt,
hann eigi ekki að þurfa að sæta því að
sitja undir því heila helgi að vera boðaður
til yfirheyrslu þannig að við reyndum að
flýta þessu eins og hægt var og boðuðum
hann til skýrslutöku á laugardegi, held ég,
eitthvað svoleiðis.““
Gunnar Atli Gunnarsson, fréttamaður
á 365 miðlum, spurði Hönnu Birnu að því
hvernig þetta gætu talist annað en óeðli-
leg afskipti af rannsókn málsins. Hanna
Birna svaraði: „Það eru engin afskipti af
rannsókn. Það sem að við óskuðum eftir
og ráðuneytið óskaði eftir, og í þessu tilfelli
til dæmis var leitað til lögmanns, vegna
þess að við spurðum að því, það liðu tveir
mánuðir án þess að nokkur væri boðaður
í rannsókn og nokkur væri boðaður í
yfirheyrslu …“
„Beiðni af hálfu Gísla“
Helgi Seljan spurði Hönnu Birnu ítrekað í
Kastljósi hvort þetta gætu talist eðlilegt
afskipti: „Þú baðst hann um að flýta yfir-
heyrslum yfir pólitískum aðstoðarmanni
þínum sem hann varð við samkvæmt því
sem hann segir, finnst þér það eðlilegt?“
Hanna Birna svaraði: „Það var beiðni af
hálfu Gísla Freys um það að fá, vegna þess
að þeir óskuðu eftir því að hann kæmi í
rannsókn, að því yrði flýtt að hann kæmi
til yfirheyrslu. Það er ekkert óeðlilegt við
það.“ Einni spurningu síðar neitaði hún
því hins vegar að hún hefði beðið um að
skýrslutökunni yrði flýtt: „Það bað enginn
um að því yrði flýtt …“
Þegar Helgi spurði Hönnu Birnu hvort
Stefán væri þá að ljúga viðurkenndi Hanna
Birna að skýrslutökunni hefði verið flýtt:
„Það var beðið um það vegna þess að
menn fara í yfirheyrslur og þær eru teknar
á ákveðnum tíma. Þá var beðið um það
hvort menn gætu sýnt því skilning vegna
þess að það hafði verið beðið eftir því í
ráðuneytinu. Ég beið eftir því í tvo mánuði
að fara í yfirheyrslu. Í tvo heila mánuði beið
starfsfólk ráðuneytisins, allt, eftir því að fá
að fara í yfirheyrslu.“ Eins og fyrr segir var
þessum skýrslutökum löngu lokið þegar
Gísli Freyr var boðaður í viðbótarskýrslu-
töku og því fæst ekki séð hvernig beiðni
Hönnu Birnu um að flýta skýrslutökunni
yfir honum tengist því.
Talaði ítrekað opinberlega
„Ég gætti að því að tala aldrei opinberlega um það“
Hanna Birna sagði tvívegis í viðtalinu við
Helga Seljan að hún hefði gætt þess að tjá
sig aldrei opinberlega um lekamálið. „Ég
kaus að fara þá leið í þessu máli að vera
ráðherrann sem gætir að því að verja sig
ekki opinberlega,“ sagði hún og endurtók
nokkru síðar: „Ég gætti að því að tala
aldrei opinberlega um það.“
Hið rétta er að Hanna Birna hefur
ítrekað tjáð sig um lekamálið og rannsókn
þess, svo sem í umræðum á Alþingi, í
fjölmiðlum og opinberum tilkynningum
ráðuneytisins.
Í tilkynningu sem birtist á vef innan-
ríkisráðuneytisins þann 18. júní gagnrýndi
innanríkisráðuneytið málatilbúnað
lögreglunnar og tók til varna fyrir Gísla
Frey Valdórsson, aðstoðarmanninn sem
nú hefur verið ákærður. Þá hefur ráðherra
mætt í viðtöl hjá mbl.is, Vísi, RÚV,
Útvarpi Sögu og Bylgjunni og tjáð sig um
lekamálið. Hins vegar hafa hvorki hún né
aðstoðarmenn hennar viljað útskýra sína
hlið á málinu fyrir DV.
Stefán forðaðist samskipti
Hanna Birna segir samskiptin hafa verið ákveðin „í sameiningu“
Hanna Birna hefur haldið því fram, bæði
í viðtölum og í bréfi til umboðsmanns
að samskipti þeirra Stefáns hafi verið
ákveðin í sameiningu. Samkvæmt bréfi
umboðsmanns Alþingis forðaðist Stefán
hins vegar að eiga samskipti við ráðherra
að fyrra bragði og leit svo á að hann gæti
ekki óskað eftir fundum með Hönnu Birnu
meðan á rannsókninni stóð. „Stefán er
fullorðinn maður, hann er lögreglustjóri í
Reykjavík, við ræddum þetta margsinnis
hvernig við ættum að hafa þetta,“ sagði
hún meðal annars um samskiptin í Íslandi
í dag, og síðar: „Við vorum í erfiðri stöðu,
þess vegna ræddum við þetta.“ Í Kastljósi
sagði Hanna Birna að þau hefðu verið
algjörlega sammála um að þau þyrftu að
ræða málin.
Vildi halda að sér höndum
Í bréfi umboðsmanns Alþingis segir: „L
[Stefán] lýsti því á fundi okkar að hann
hefði litið svo á að meðan embætti hans
væri með umrætt mál til rannsóknar gæti
hann ekki verið að óska eftir fundum með
ráðherra eða einstökum starfsmönnum
ráðuneytisins út af tilteknum málum,
svo sem fjármálum og húsnæðismálum
embættisins. Og L hélt áfram: „Þannig
að ég leit svo á að frá upphafi og ég gerði
ríkissaksóknara grein fyrir því að ég þyrfti
að halda að mér höndum hvað þetta
varðaði, þessi samskipti við ráðuneytið,
meðan sú staða væri uppi að við værum
að rannsaka ráðherra og samstarfsmenn
hennar vegna gruns um brot á hegn-
ingarlögum.“ L segist hafa lýst því „…
margoft við ráðherrann að þessi staða
væri algjörlega ómöguleg.“
Í bréfi umboðsmanns kemur fram
að samskiptin hafi iðulega verið að
frumkvæði Hönnu Birnu. „Og fyrstu
athugasemdirnar sem ég fæ frá ráðherra
eru líklega í símtölum þar sem hún er að
undra sig yfir umfangi rannsóknarinnar
og hvað við erum að ganga langt, að við
erum að taka þarna tölvu af aðstoðar-
manni hennar, fá upplýsingar um
símagögn og fjölmargt annað.“ Stefán
segir við umboðsmann að Hanna Birna
hafi ýmist hringt í hann eða sent sms:
„Getur þú hringt?“ Í þessum samtölum
hafi lekamálið iðulega komið upp og
í einu samtalinu, í tengslum við dóm
Hæstaréttar í málinu, hafi hún lýst yfir
óánægju með framgöngu lögreglu.
„Fór yfir strikið“
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hanna Birna
stillir málinu þannig upp að þau Stefán hafi
ákveðið hlutina í sameiningu. Í bréfi umboðs-
manns Alþingis er haft eftir Stefáni að Hanna
Birna hafi boðað hann á fund laugardaginn
3. maí, daginn eftir að dómsúrskurðir héraðs-
dóms og Hæstaréttar voru birtir.
Hanna Birna hélt því hins vegar fram í svari
við öðru bréfi umboðsmanns að þau Stefán
hefðu ákveðið „í sameiningu“ að funda
þennan dag. Í máli Stefáns kemur fram að
fundurinn hafi ekki verið beinlínis boðaður „til
þess að ræða málið heldur til þess að fara yfir
það þegar ráðherrann svona fór yfir strikið í
samtölum sínum í síma við mig deginum áður
eða tveimur dögum áður.“
Gloppótt
frásögn Hanna
Birna fór með
ýmsar rangfær-
slur í viðtölum
á þriðjudagnn.
Þá má greina
mótsagnir í
lýsingum hennar
á málavöxtum.
Mynd SiGtryGGur Ari