Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 21
Fréttir Erlent 21Helgarblað 29. ágúst–1. september 2014 P ark Yeon-mi áttaði sig á því að eitthvað var bogið við fæðingarland sitt, Norður- Kóreu, eftir að hafa laum- ast til að horfa á bandarísku stórmyndina Titanic. Park tilheyrir hinni svokölluðu svartamarkaðskyn- slóð í Norður-Kóreu, kynslóð sem fer stækkandi að hennar sögn. Þessi kynslóð fær sífellt fleiri upplýs- ingar um lífið utan Norður-Kóreu í gegnum varning af ýmsu tagi sem smyglað er til landsins; útvörpum, USB-lyklum og DVD-diskum svo dæmi séu tekin. Hliðhollari kapítalismanum Park, sem í dag er tvítug, flúði Norður- Kóreu árið 2007 ásamt fjöl- skyldu sinni. Í viðtali við breska blað- ið Guardian sem birt var á dögunum segir Park frá lífinu í Norður-Kóreu, einu einangraðasta ríki heims, svartamarkaðskynslóðinni og bar- áttunni gegn yfirvöldum í Norður- Kóreu sem hún heyr í nágrannarík- inu Suður-Kóreu. Í grein Guardian kemur fram að sífellt fleiri Norður- Kóreumenn snúist gegn yfirvöldum, séu orðnir hliðhollari kapítalisman- um og farnir að snúa baki við komm- únismanum í landinu. Neydd til að horfa á aftöku Þegar Park var níu ára var hún neydd til að horfa á aftöku á móður bekkjar- systur sinnar. Glæpur hennar var að hafa lánað suðurkóreska kvikmynd til vinar síns, mynd sem síðar komst í hendur yfirvalda. Íbúum bæjar- ins sem Park bjó í var safnað saman á stóran íþróttaleikvang til að horfa á aftökuna. „Hún var drepin fyrir framan okkur. Ég stóð við hlið dóttur hennar,“ segir Park sem í dag starfar fyrir hugveituna Freedom Factory Co í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. Hlutverk hugveitunnar er að vekja athygli á þeim harðneskjulegu að- stæðum sem milljónir íbúa Norður- Kóreu þurfa að búa við. Upplýsingum haldið frá þegnum Í Norður-Kóreu er stranglega bann- að að fylgjast með því sem er í gangi utan landamæranna. Stjórnvöld leggja sig fram um að halda upplýs- ingum frá þegnum sínum og þess vegna er það talið glæpsamlegt að horfa á eða hlusta á erlenda fjöl- miðla. Þetta á ekki bara við um fjöl- miðla heldur einnig annars konar afþreyingu, líkt og kvikmyndir eða sjónvarpsþætti, sem gæti verið á öndverðum meiði við stefnu eða skoðanir stjórnvalda. Hörðum refs- ingum er beitt gegn þeim sem brjóta gegn þessum reglum; allt frá þrælk- unarvinnu til fangelsisdóms og í einstaka tilfellum er fólk tekið af lífi. Erlent afþreyingarefni vinsælt Þrátt fyrir þetta nýtur afþreyingar- efni að utan, til dæmis frá Bandaríkj- unum eða Suður-Kóreu, nokkurra vinsælda í Norður-Kóreu. Efn- inu er smyglað til landsins frá Kína og svartamarkaðsbrask með efnið er nokkuð algengt, að sögn Park. Park segir í viðtalinu við Guardi- an að harðari refsingum hafi verið beitt ef einstaklingar voru gómað- ir með efni frá Bandaríkjunum eða Suður- Kóreu. Refsingarnar hafi ver- ið vægari ef um hafi verið að ræða til dæmis Bollywood-myndir eða efni frá Rússlandi. „Ómetanlegur gluggi“ Þó svo að móðir vinkonu hennar hafi verið tekin af lífi fyrir framan hana og bekkjarfélaga hennar, segir Park að hún og vinir hennar hafi ekki gef- ið upp á bátinn að horfa á bannað efni. Um hafi verið að ræða „ómet- anlegan glugga til að sjá hvað væri í gangi utan landsteinanna“. Hún segir að uppáhaldsmyndirnar hennar hafi verið Titanic, James Bond og Pretty Woman. Um var að ræða svokallaðar sjóræningjaútgáfur sem smyglað var til landsins frá Kína. Verð á einni DVD-mynd var svipað og verð á tveggja kílóa hrísgrjónapoka og þess vegna hafi myndirnar verið látnar ganga milli fólks. „Fólk var svangt og það voru ekki margir sem höfðu efni á að kaupa marga DVD-diska.“ Upplýsingar eru lykillinn Park flutti nýlega ræðu á ráðstefnu sem haldin var í New York fyrir hönd hugveitunnar sem hún starfar fyrir. Á ráðstefnunni var fjallað um nýjar leið- ir til að koma upplýsingum á öruggan hátt inn í Norður-Kóreu, þannig að fólk fái tækifæri til að sjá gluggann sem Park vísaði til hér að framan. Hún segir að upplýsingar séu lykill- inn að frelsi fyrir íbúa Norður-Kóreu. Ástarsögurnar höfðu áhrif Í viðtalinu við Guardian segir Park að ástarsögur frá Hollywood hafi haft mikil áhrif á þá ákvörðun hennar að yfirgefa landið. „Allt í Norður-Kóreu fjallaði um leiðtogann, allar bækurn- ar, tónlistin og það sem var í sjón- varpinu. Mér brá þegar ég horfði á Titanic þegar aðalsöguhetjan fórn- aði lífi sínu fyrir konuna en ekki fyrir landið sitt – ég skildi ekki þann hugs- unarhátt. Mér fannst líka athyglisvert að þótt sagan hafi gerst fyrir hund- rað árum var landið okkar ekki jafn þróað og í kvikmyndinni,“ segir hún og bætir við að í Norður-Kóreu sé að- eins leiðtoginn dáður og elskaður. „Í norðurkóreskri menningu er það álitið skammarlegt að tjá ást sína á öðrum en leiðtoganum.“ Hún segir að þegar hún horfði á Titanic hafi hún áttað sig á því að ekki væri allt með felldu í Norður-Kóreu. „Allir, al- veg sama af hvaða kynþætti, virtust ástríkir – af hverju leyfðu valdhafar okkar það ekki?“ Faðir hennar fangelsaður Þó að Park hafi horft mikið á erlend- ar kvikmyndir var það ekki það sem varð til þess að hún ákvað að yfirgefa landið. Þá ákvörðun tók hún eftir að faðir hennar var fangelsaður fyrir að sýsla með málma við kínverska að- ila. Þá vissi fjölskylda hennar að nú væri réttur tími til að yfirgefa Norður- Kóreu. Föður hennar var sleppt úr haldi eftir að hann greindist með krabbamein og í kjölfarið ákvað fjöl- skyldan að fara. Þau fóru til Kína og þaðan til Mongólíu eftir að hafa far- ið huldu höfði í Kína í átján mánuði. Þar var þeim veitt aðstoð til að fara til Suður-Kóreu þar sem fjölskyldan býr í dag. Park segist hafa fulla trú á því að ungir íbúar Norður-Kóreu geti og muni þegar fram líða stundir breyta gangi mála í landinu. Sjálf á hún sér þann draum að geta farið aftur til frjálsrar Norður-Kóreu þar sem íbúar njóta lífsins. „Allar kvikmynd- irnar sem við sáum um ástina höfðu áhrif á mig og mína kynslóð. Við vilj- um ekki lengur deyja fyrir valdhaf- ana, við viljum deyja fyrir ástina.“ n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Flúði land Park var ung að árum þegar hún sá móður vinkonu sinnar tekna af lífi. Hún vonast til að geta snúið aftur til frjálsrar Norður-Kóreu. Leiðtoginn Kim Jong-un er leiðtogi Norður-Kóreu. MyNd REUtERS titanic Stórmyndin Titanic frá árinu 1997 opnaði meðal annars augu Park fyrir því að ekki væri allt með felldu í Norður-Kóreu. „Mér brá þegar ég horfði á Titanic þegar aðalsöguhetjan fórnaði lífi sínu fyrir konuna en ekki fyrir landið sitt – ég skildi ekki þann hugsunarhátt. Áttaði sig eftir að hafa horft á Titanic n Park Yeon-mi flúði Norður-Kóreu n Tilheyrir svartamarkaðskynslóð sem fer stækkandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.