Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Síða 15
Helgarblað 12.–15. september 2014 Fréttir 15 n Kostnaðarhlutdeild sjúklinga í lyfjum eykst n Þurfa að greiða fyrir S-merkt lyf Lægri fjárhæð í ferðamannastaði n Fleiri sækja um en fá styrk n Þurfa að borga helming á móti F ramkvæmdasjóður ferða- mannastaða fær mun minni peninga til úthlutunar á næsta ári samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015, miðað við síðasta ár. Alls nem- ur fjármögnunin sem kemur úr rík- issjóði tæplega 146 milljónum króna en í fyrra hafði sjóðurinn 245 millj- ónir króna til að dreifa. Athygli vek- ur að fyrir úthlutun sjóðsins í apríl bárust alls 136 umsóknir fyrir ýmis verkefni, bæði frá opinberum og einkaaðilum. Heildarupphæð styrk- umsókna voru rúmar 848 milljónir króna en heildarkostnaður verkefn- anna var nærri tveimur milljörðum króna. Skýrist það af því að þeir sem sækja um styrki þurfa sjálfir að leggja fram mótframlag upp á sömu upp- hæð og sótt er um. Sjóðurinn gat þó aðeins orðið við beiðni nokkurra þeirra sem sóttu um, í ljósi þess að aðeins voru 245 milljónir til ráðstöf- unar. Auknar tekjur af ferðamönnum Í júní ákvað iðnaðar- og viðskipta- ráðherra að setja 895 milljónir króna í ýmis verkefni til að bæta aðgengi að vinsælum ferðamannastöðum á landinu, en athygli vakti hve seint á árinu styrkveitingin kom. Ekki var sérstaklega gert ráð fyrir þessum styrkjum í fjárlagafrumvarpi síðasta árs en ástæðan fyrir því að ráðist var í útdeilingu þeirra var að frumvarp um náttúrupassa hlaut ekki brautar- gengi á Alþingi síðasta vetur. Frum- varpið verður aftur til meðferðar í vetur og standa vonir ráðherra til þess að það komist í gegnum þingið og verði að lögum. Tekjur af náttúrupassanum eiga meðal annars að fara í uppbyggingu á ferðamannastöðum. Fjármálaráð- herra ætlar sér hins vegar einnig að fá eitthvað fyrir sinn snúð í gegn- um ferðamenn, því hann gerir bæði ráð fyrir auknum tekjum af gistin- áttaskatti og þá hefur neðra virðis- aukaskattsþrepið verið hækkað um 5 prósent. Í því þrepi er meðal annars veitingaþjónusta og gistiþjónusta. Því skal þó haldið til haga að Fram- kvæmdasjóður fær 3/5 af gistin- áttaskattinum, og sú tala er ekki inni í þeirri tölu sem gert er ráð fyrir að sjóðurinn fái í gegnum fjárlög. Sjá engan hagnað í umsókn Ferðamálastofa annast rekstur Framkvæmdasjóðs ferðamanna- staða og umhverfisstjórinn þar, Björn Jóhannsson, vísar í frétt sem birtist á vefsíðu Ferðamálastofu þar sem sagt er frá síðustu hefðbundnu úthlutun, líkt og gert er hér að ofan. „Þú þarft að vera með helmingsmót- framlag sem styrkþegi. Þetta hef- ur fælt suma frá, því það eru sum- ir landeigendur sem taka á móti ferðamönnum og landið líður fyr- ir áganginn. Samt hafa þeir í raun engar tekjur af ferðamönnum og oft hafa þessir landeigendur ekki burði til að taka á móti svona styrkjum og hafa engan hagnað af því. Á mörgum stöðum eru landeigendur mjög já- kvæðir fyrir því að farið sé um landið þeirra en hafa engar tekjur af ferða- mönnum,“ segir Björn. Hann segir að umsóknir um styrki endurspegli því ekki þá þörf sem er til staðar til að byggja upp ferðamannastaði í heild, heldur aðeins þeirra sem sjá hag sinn í því að sækja um. Langtímasýn skortir Björn segir enn fremur að langtíma- sýn skorti í útdeilingu styrkjanna, því erfitt sé að vinna verkefnin með skömmum fyrirvara. „Stundum þarf að bíða í meira en ár eftir sérhæfðum verktökum vegna anna hjá þeim. Við sem komum nálægt þessum útdeil- ingum höfum reynt að benda á það að langtímafjármögnun gæti verið miklu sniðugri. Þannig mætti sækja um styrk til þriggja eða fimm ára og fá þannig ákveðna upphæð á hverju ári,“ segir Björn. Hann vill einnig að þeir sem sjái um ferðamannastaði geti fengið ráðgjöf og auki þannig þekkingu sína á uppbyggingu þeirra. „Ég rek mig svolítið á það að það vantar upp á þekkingu. Nú erum við að byrja að upplifa það að við þurfum að útbúa ferðamannastaði þannig að þeir geti tekið á móti hundruð- um þúsunda manna. Slíkar lausnir þarf að þróa og koma þekkingunni áleiðis, sem myndi auka mjög gæði þeirrar vinnu sem við erum í,“ segir Björn. n Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Margir sóttu um Alls bárust 136 umsóknir um styrk til uppbyggingar á ferðamannastöðum í janúar. Alls fengu 50 verkefni styrk. Mynd ReuteRS Björn Jóhannsson Segir að langtímasýn skorti í útdeilingu styrkjanna, því erfitt sé að vinna verkefnin með skömmum fyrirvara. „Oft hafa þessir landeigendur ekki burði til að taka á móti svona styrkjum. Þjóðskrá fær aukið fé Þjóðskrá fær stóraukin fjárfram- lög samkvæmt fjárlagafrum- varpinu en alls fær stofnunin 1,3 milljarða króna sem er rúm- lega 253 milljóna króna hækkun frá því í fyrra. Gert er ráð fyrir að 25 milljónir verði settar í sex tímabundin verkefni. Á meðal þeirra er tæknileg lausn til að mögulegt verði að skrá tvöfalt lögheimili barna sem eru í sam- eiginlegri forsjá foreldra sinna sem ekki eru í sambandi og jafnframt að hægt verði að skrá lögheimili á íbúðir. Þá á að gera kosningar, undirskriftir og um- sóknir um leyfi til atvinnurekstr- ar rafrænar. Skákíþróttin fær mest Íþróttir hafa mismikið vægi í fjárlögunum, en alls er 503 milljónum króna varið í ýmis íþróttamál í fjárlögum. Þannig fær ÍSÍ tæpar 200 milljónir og auk þess eru settar 70 millj- ónir króna í Afrekssjóð ÍSÍ. Á snærum sambandsins eru nán- ast allir íþróttamenn lands- ins og fjölmargir afreksmenn sem þurfa að deila þessum 70 milljónum á milli sín. Af- reksmenn sem hafa farið á Ólympíuleika hafa þurft að afla sér tekna með því að auglýsa fyrirtæki og þannig borgað með sér þegar farið er í slíkar stór- keppnir. Upphæðin sem sam- bandið fær er óbreytt frá því í fyrra, en hins vegar fær Skák- samband örlítið hærri styrk nú en í fyrra vegna skákkennslu í grunnskólum. Þessi eina íþrótt fær hinsvegar mun meiri pen- ing en aðrar íþróttir, því í heild renna rúmlega 50 milljónir til hennar. Skáksambandið fær 23 milljónir, launasjóður stór- meistara í skák fær tæplega 21 milljón og Skákskóli Íslands fær 8,7 milljónir. Athyglisvert er að setja þessi framlög í samhengi við árlegan styrk útgerðarfyr- irtækisins Samherja til íþrótta- og æskulýðsmála í Eyjafirði. Á síðasta ári námu þessir styrkir 80 milljónum króna og sagði formaður Samherja-sjóðsins svokallaða að fyrirtækið vildi með þessu efla starf íþrótta- og æskulýðsfélaga enn frekar með þessum styrkjum. Upp- haflega átti fyrsti styrkurinn að vera afmælisgjöf en síðar var ákveðið að gera þetta árlega. Þannig fékk Eyjafjarðarsvæð- ið meiri pening til íþróttamála frá einkafyrirtæki en afreks- menn fá samanlagt frá ríkinu á næsta ári. Óviðunandi rekstrarumhverfi Háskólans n Háskólaráð lýsir áhyggjum af framlögum n Skrásetningargjald ekki skilað sér H áskólaráð Háskóla Íslands lýsir þungum áhyggjum vegna fjárveitinga til skól- ans í ályktun. Í henni er með- al annars bent á að sú reikniaðferð sem notuð hafi verið undanfarinn ár af stjórnvöldum til að áætla fjölda ársnema hafi verið aftengd í fjárlög- um. „Reiknireglan byggir á vegnu meðaltali fjölda ársnema undan- farinna þriggja ára. Allar áætlanir Háskóla Íslands ganga út frá því að reiknireglan sé notuð. Þannig vant- ar 440 m.kr. í kennslufjárveitingu til Háskóla Íslands fyrir árið 2015 sem samsvarar því að ekki sé greitt með yfir 500 ársnemum.“ Enn fremur seg- ir að hækkun skrásetningargjalds, sem mikið var mótmælt af nemend- um árið 2014, úr sextíu þúsund í sjö- tíu og fimm þúsund hafi ekki skilað sér til skólans nema að mjög tak- mörkuðu leyti. Máli sínu til stuðnings vísar há- skólaráð til nýlegrar skýrslu OECD, „Education at a Glance 2014“, en sú skýrsla dregur fremur dökka mynd af málefni háskólamenntunar á Ís- landi. Þar kemur fram að í saman- burði við meðaltal OECD-ríkja fari framlög til háskólastigs á Íslandi æ lækkandi, sér í lagi sé litið til þeirra landa sem landsmenn beri sig helst við. „Er svo komið að Háskóli Ís- lands þyrfti að hafa um 6 milljarða króna (tæp 40% af heildartekjum há- skólans árið 2013) hærri heildartekj- ur svo OECD meðaltali væri náð og um 11 milljarða króna (um 70% af heildartekjum háskólans 2013) vant- ar í samanburði við Norðurlöndin,“ segir í ályktun háskólaráðs. Bent er á að vera Háskóla Íslands á mats- listum, svo sem Times Higher Ed- ucation World University Rankings, sé að nokkru að þakka árangri fyr- ir hrun er fjárframlög voru hærri. Áhrif niðurskurðar eru því ekki kom- in fram að fullu. n hjalmar@dv.is Háskóli fjárþurfi Háskólaráð lýsir þungum áhyggjum af fjárframlögum til háskólans í nýjum fjárframlögum í ályktun sinni. Mynd SigtRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.