Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Page 36
Helgarblað 12.–15. september 201436 Neytendur n Fatlaður maður ósáttur við að missa af landsleik því hann notar ekki kreditkort É g er fatlaður þannig að ég þarf að gera ráðstafanir fyrirfram. Ég get ekki farið með ferða­ þjónustu fatlaðra á Laugar­ dalsvöll upp á von og óvon hvort ég fái miða. Þeir keyra mig ekk­ ert til að tékka hvort ég fái miða. Þeir yrðu að skutla mér og skilja mig eft­ ir. Ef ég fæ ekki miða þá er ég bara strandaður þar,“ segir Ólafur Árna­ son, sem er afar svekktur yfir því að hafa misst af landsleik Íslands og Tyrklands á þriðjudag vegna þess að hann notar ekki kreditkort sem þarf til að kaupa miða í forsölu. Hann gagnrýnir harðlega að miðasala KSÍ skuli fara í gegnum Miði.is. Vegna þessa hafi hann misst af sínum fyrsta landsleik í langan tíma. Fékk ekki svör frá KSÍ Ólafur, sem á erfitt með gang og styðst við hækjur, reyndi að bjarga sér með því að heimsækja annan af auglýstum afgreiðslustöðum Miði.is, í versluninni Brim í Kringlunni. Eftir að hafa tekið strætó þangað varð hins vegar ljóst að þar væru engir mið­ ar seldir. Ólafur gerði sér því næst ferð í höfuðstöðvar Miði.is í Skafta­ hlíð til að reyna að kaupa miða, en án árangurs. „Þeir gátu ekki selt mér miða þar. Þannig að eina leiðin til að fá miða í forsölu var að vera með kreditkort. Ég nota ekki kreditkort, þannig að ég var bara útilokaður.“ Ólafur kveðst ítrekað hafa hringt í KSÍ á þriðjudag til að fá upplýsingar um hvort uppselt væri á leikinn en náði ekki sambandi. Að auki sendi hann tölvupóst, sem ekki var svarað. DV fékk að sjá umræddan tölvupóst. Tryggja þarf jafnt aðgengi Fram undan í næsta mánuði er stór­ leikur gegn Hollandi þar sem lík­ legt má teljast að seljist upp í for­ sölu enda margar heimsþekktar knattspyrnustjörnur í liði Hollands og gengi Íslands gott. Verði uppselt er Ólafur í slæmum málum. „Þá er ég bara utangarðs.“ Hann segir málið grátlegt því lítið þurfi til að laga þetta og tryggja jafnan aðgang fólks að leikjum landsliðsins. „Af hverju get ég ekki keypt miða með peningum eða debetkorti? Af hverju neyðist ég til að vera með kreditkort til að geta keypt miða í forsölu?“ KSÍ vill aðstoða Þórir Hákonarson, framkvæmda­ stjóri KSÍ, segir það rétt að kreditkort þurfi til að kaupa miða í forsölu eftir hefðbundnum leiðum. „Kerfið býður bara ekki upp á annan greiðslumáta.“ Hann bendir hins vegar á að miðar fyrir fólk sem bundið er við hjólastól séu seldir á skrifstofu KSÍ og hægt að leggja inn pöntun fyrir þeim. Þórir segir að KSÍ hafi þar að auki aðstoð­ að alla þá sem óskað hafa eftir mið­ um, hvort heldur sem er vegna fötl­ unar, sérþarfa eða vegna vandræða með miðakaup, við að koma þeim fyrir á vellinum. „Það hefur aldrei verið vandamál hingað til, fatlað­ ir hafa alltaf getað fengið miða með því að óska eftir þeim. Ég veit ekki hvernig það hefur misfarist hjá hon­ um,“ segir Þórir. „Ef það er ekkert mál að redda mér, af hverju svöruðu þeir mér þá ekki og redduðu mér miða þegar ég reyndi að hafa samband?“ spyr Ólaf­ ur að lokum þegar svar Þóris er bor­ ið undir hann. Bætir hann við að fót­ boltalandsliðið sé greinilega ekki landslið allra landsmanna, heldur landslið allra landsmanna sem nota kreditkort. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Af hverju get ég ekki keypt miða með peningum eða debetkorti? Mistök við merkingu hamborgarakrydds n Sagt án MSG en inniheldur það samt n Rangir miðar á þúsund Prima-staukum Þ etta eru mannleg mistök sem eiga sér stað, bæði hjá starfsmönnum prentsmiðj­ unnar og starfsmönnum hér að taka ekki eftir þessu. Þetta er bara áfall fyrir okkur, gríðarlegt áfall en um leið vakning um að gera hlutina betur,“ segir Kári Kára­ son, framkvæmdastjóri Vilko, sem framleiðir Prima­krydd sem selt er í flestum stærstu matvöruverslun­ um á Íslandi. Þau mistök sem hann talar um snúa að því að á dögunum voru umbúðir þúsund kryddstauka af Prima Hamborgarakryddi ranglega merktir þannig að á þeim stóð að varan væri án MSG. Glöggur neytandi veitti því hins vegar athygli að þrátt fyrir yfirlýs­ inguna framan á stauknum mátti sjá í innihaldslýsingunni aftan á að eitt helsta innihaldsefnið væri hið bragðaukandi efni E­621, sem er einmitt MSG. Kári segir að hann hafi feng­ ið ábendingu um málið frá við­ skiptavini á Selfossi á mánudag og að umsvifalaust hafi verið farið í að bregðast við mistökunum. Mistök á mistök ofan Hann segir að rangir miðar hafi verið framleiddir í prentsmiðjunni fyrir mistök og til að bæta gráu ofan á svart fóru þeir, án athugasemda starfsmanna Vilko, á staukana og þaðan í dreifingu. „Þegar einn hlekkur klikkar þá virðist það bara ganga í gegn. Í beinu framhaldi höfum við haldið starfsmannafund þar sem við vor­ um að bæta verkferla hjá okkur er varða gæðastjórnun. Við förum í dýpri gæðastýringu er við kemur eftirliti á merkingum því þetta sýn­ ir okkur að svona óhöpp geta gerst. Þetta er hræðilegt, bara hræðilegt.“ Sala stöðvuð á 700 staukum Sem fyrr segir telur Kári að um þús­ und staukar af Prima Hamborgara­ kryddi hafi verið framleiddir. „Við erum búin að stöðva um 700 og erum að vinna að því með heil­ brigðiseftirliti Norðurlands vestra að ná í þessi glös sem eru ranglega merkt. Kári segir aðspurður að þessi villa hafi ekki átt sér stað hvað varð­ ar aðrar tegundir í kryddvörulínu Prima. Farið hafi verið yfir línuna með starfsmönnum prentsmiðj­ unnar og eini gallinn sem fannst var á umræddu hamborgarakryddi. Farið var í gegnum lagerinn þar sem fundust fleiri rúllur af hinum gölluðu merkimiðum og var þeim hent í ruslið í hvelli. „Þetta er mjög leiðinlegt. Það er búinn að vera mikill skóli að ganga í gegnum þetta. Þetta er gríðarlegt áfall en um leið vakning um að gera hlutina betur.“ Markaðurinn vill MSG „Við höfum verið að reyna að eyða þessu MSG­kryddi en svör mark­ aðarins hafa ekki verið í samræmi við það sem við höfum haldið,“ seg­ ir Kári. Hann nefnir sem dæmi að þegar kryddi hafi verið breytt og MSG fjarlægt úr því hafi sala á þeim hríðfallið. Bendir hann á að vinsæl­ ustu erlendu kryddtegundirnar á Íslandi innihaldi allar MSG. n mikael@dv.is Mistök við prentun Hamborgarakryddið var merkt þannig að það væri án MSG. Við nánari athugun kom í ljós að það inniheldur E621 sem er einmitt hið svokallaða þriðja krydd. Um mannleg mistök í prentsmiðju var að ræða og hefur Vilko, sem framleiðir Prima- krydd, gripið til aðgerða. Mynd SaMSeTT/aðSend „Landslið íslenskra kreditkorthafa“ Missti af leiknum Ólafur er verulega ósáttur við að þurfa að eiga kreditkort til að kaupa sér miða á landsleiki Íslands vegna þess að KSÍ noti Miði.is til að selja miða í forsölu. Mynd ÞoRMaR ViGniR GunnaRSSon aldrei verið vandamál Þórir Hákonar- son, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að það hafi aldrei verið vandamál fyrir fatlaða að fá miða og að reynt sé að aðstoða alla sem lenda í erfiðleikum með það. Miðasölukerfi Miði.is bjóði hins vegar ekki upp á annan greiðslumáta en kreditkort. Missti af leiknum Kolbeinn Sigþórsson skoraði eitt marka Íslands í 3-0 sigri á Tyrk- landi. Frækilegur sigur sem Ólafur missti af vegna þess að hann á ekki kreditkort.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.