Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Page 2
2 Fréttir Helgarblað 11.–14. júlí 2014 A dam Ásgeir Óskarsson lauk á mánudag við að smíða kanó frá grunni eftir teikningum frá Minnesota í Bandaríkj- unum. Adam, sem býr á Akureyri, hóf vinnu við verkið í nóvember í fyrra og tók vinnan því um hálft ár. „Já, ég er búinn að eyða í þetta nokkrum tímum,“ segir Adam í samtali við DV. Um enga smásmíði er að ræða og er báturinn 5,4 metr- ar á lengd og 0,92 metrar á breidd. Þá vegur kanóinn hvorki meira né minna en 34 kíló. Eftirtektarvert er mynstrið á bátnum. „Spýturnar í þessu eru mislitar og maður þarf að dunda sér við að velja þær saman svo þetta verði ekki eins og skell- ótt parket. Þannig að hann er svona dökkur að framan og „fade-ar“ aft- ur í ljóst,“ segir Adam. Fékk leiða á tölvuskjánum En Adam er ekki smiður að mennt, heldur hefur smíðin og rennivinna orðið að áhugamáli hans. „Ég er tölvukarl sem var búinn að fá leiða á tölvuskjánum og ákvað meðvit- að að fara að leika mér aðeins með höndunum og nota tímann í eitt- hvað annað en vinnuna. Vinnan var áhugamál og vinna, þannig að ég fór að finna mér annað til þess að dunda við heldur en að færa mig frá einni tölvu til annarrar þegar ég kom heim. Svo að ég fór að leika mér úti í bílskúr í staðinn,“ segir Adam. „Ég er að leika mér við hitt og þetta. Að renna og smíða hnífa og húsgögn og allan fjandann. Bara það sem mig langar til að gera í það og það skipti,“ segir hann. Hann segir kvöldin og helgarnar hafa farið í kanóinn og einnig „þegar það er leiðinlegt í sjón- varpinu og ekkert annað að gera,“ segir Adam. Stærsta handverkið Spurður hvort kanóinn sé það stærsta sem hann hefur smíðað hingað til segir Adam hann vera stærsta stykk- ið sem hann hefur gert í höndun- um, ef ekki eru taldir með húsveggir og þess háttar. „Þetta er svona það stærsta sem maður getur kallað handverk því að þetta er handverk alveg frá fyrstu spýtu til síðustu. Þetta er allt gert með höndunum, nema að maður sagar náttúrlega niður listana í vél og svona. Bara leikfang En hvaða áform hefur Adam með kanóinn? „Nú þarf ég að fara að gá hvort hann flýtur,“ segir Adam og hlær, en segist svo sem ekkert efast mikið um það. „Ég ætla bara að leika mér að þessu í framtíðinni. Ég á tvo litla barnabarnastráka og við ætl- um okkur að veiða og leika okkur og njóta þess að eiga skemmtilegan bát. Þetta er bara leikfang,“ segir hann. n Erla Karlsdóttir erlak@dv.is Smíðaði kanó frá grunni Adam Ásgeir hyggst leika sér á bátnum með afastrákunum Engin smásmíði Kanóinn er 5,4 metrar á lengd og 0,92 metrar á breidd. Adam fékk leiða á tölvuskjánum „Ég er tölvukarl sem var búinn að fá leiða á tölvuskjánum og ákvað meðvitað að fara að leika mér aðeins með höndunum.“ É g er á honum stundum,“ seg- ir Steinþór Jónsson, athafna- maður og fyrrverandi bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, í samtali við DV, spurður um Range Rover sem hann keypti af Sparisjóðnum í Keflavík árið 2008. Bíllinn er með einkanúm- erið STEINI. Fyrr á þessu ári seldi hann dóttur sinni, sem er á nítjánda ári, bílinn. Þrátt fyrir það er skráð- ur umráðandi bílsins enn fyrirtæki í eigu Steinþórs, Hótel Keflavík. Steinþór segir þetta nauðsynlegt fyrirkomulag til að hann haldi í einkanúmerið. „Ég er að fá mér nýjan bíl og hún er að taka hann, eða kaupa hann. Þetta snýst bara um bílaskipti. Ég var búinn að panta bíl í vor en það gekk ekki upp. Það var ekki hægt að færa einkanúmerið fyrr en bíll- inn væri kominn til mín. Ég má ekki missa númerið. Hótel Keflavík á Steina-númerið og ég varð að hafa það skráð sem umráðanda,“ skýrir Steinþór. Hann segir ekkert óeðlilegt við það að ung dóttir hans sé að fá Range Rover-bíl. „Þetta er bíll sem kostar að ég held fjórar milljónir. Þetta er ekki nýr bíll. Það er betra að hún fái öruggan bíl en að kaupa ein- hvern lítinn bíl á þessu verði,“ segir hann. Steinþór segir að hann sé ekki að gefa henni bílinn en hann muni þó ekki kaupverðið. Steinþór var mikið í umfjöll- un fjölmiðla fyrir nokkrum árum vegna óreiðu sem ríkti í Sparisjóði Keflavíkur þar sem hann var stjórn- armaður. Það þurfti að afskrifa tæp- lega fjögurra milljarða króna lán- veitingu sparisjóðsins til Bergsins ehf., fyrirtækis sem Steinþór átti ásamt öðrum. n hjalmar@dv.is Selur 17 ára dóttur Range Rover Steinþór Jónsson athafnamaður vill ekki missa einkanúmerið Dóttirin fær bílinn Steinþór segir að ástæðan fyrir því að Hótel Keflavík er umráðandi bílsins eftir kaup dóttur sinnar á honum sé til að halda í einkanúmerið STEINI. Þekkir þú þennan mann? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af mannin- um á meðfylgjandi mynd vegna máls sem hún hefur til rann- sóknar. Ef einhverjir þekkja til manns- ins, eða vita hvar hann er að finna, eru hinir sömu vinsamleg- ast beðnir um að hringja í lög- regluna í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu. Makrílveiðar komnar á fullt Makrílveiðar hjá Síldarvinnsl- unni í Neskaupstað eru komnar á fullt skrið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Upp- sjávarskipið Beitir hélt til makríl- veiða á miðvikudag og hóf veiðar þegar í Hvalbakshallinu. Börkur, eldra skip Síldarvinnslunnar, hélt til veiða á fimmtudag. Í tilkynn- ingunni segir að skipstjórinn á Beiti, Tómas Káraso,n sé þokka- lega bjartsýnn varðandi veiði- horfur. „Við vorum að hífa fyrsta holið eftir að hafa togað í 6 tíma og þetta eru um 100 tonn. Aflinn er nánast hreinn makríll, það er einungis ein og ein síld í þessu.“ Frystitogarinn Barði hóf makríl- veiðar í byrjun mánaðarins og hefur verið að veiðum fyrir suð- austan og sunnan land.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.