Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 11
Helgarblað 11.–14. júlí 2014 Fréttir 11 Flestir vilja rögnu á Bessastaði Andri Snær Magnason rithöfundur „Þegar hann talar þá hlusta ég. Hefur látið til sín taka í umhverfismálum, minnir okkur stöðugt á það sem skiptir máli, það er landið sem við byggjum og framtíð barnanna okkar. Það sem hann boðar á heima á Bessastöðum.“ Viðar Eggertsson útvarpsleikstjóri „Hann hefur þessa fáguðu framkomu sem margir kjós- endur horfa á. Viðar er þrælklár og ber með sér að vera töluvert ígrundaðri en margir aðrir sem tjá sig í opinberri umræðu. Viðar gæti höfðað til þeirra sem bera enn virðingu fyrir embætti forseta.“ Hörður Torfason tónlistarmaður „Hann hefur tekið þá marga slagina yfir ævina og oftar en ekki unnið að lokum. Hann kom út sem hómósexúalisti, eins og það var kallað, í viðtali árið 1975 en þá þegar var hann vinsæll tónlistarmaður og leikstjóri. Hann tók þann slag af kurteisi og stóískri ró þrátt fyrir ofsóknir, barsmíðar og alla þá lágkúru sem samfélagið kastaði í hann. Sigurinn fólst í viðurkenningu á tilvistarrétti hans og annars hinsegin fólks. Það er slagur sem Hörður vann þótt áratugir liðu.“ Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur og rithöfundur „Hann er fjölfróður og afar vandvirkur, skipulagður og afkastamikill í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur og lagði þær línur 2012 að feta gullinn meðalveg í því hvernig hann myndi rækja embættisskyldur sínar af yfirvegun, festu og lagni.“ Þorsteinn Pálsson fyrrv. forsætisráðherra og þingmaður „Þorsteinn býr yfir óvenju fjölþættri reynslu á mörgum sviðum sem fjölmiðlamaður og ritstjóri, forystumaður í stjórn- málum, ráðherra og sendiherra, er góður ræðumaður, afar traustvekj- andi, kurteis, fríður sýnum og kemur vel fyrir.“ Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands „Ekki má afskrifa að það sama gerist og 2012 að Ólafur Ragnar fari fram. Ólafur verður 73 ára 2016 og margir þjóðhöfðingjar og forystumenn þjóða hafa verið í fullu fjöri á þeim aldri.“ Gerður Kristný rithöfundur „Gáfuð, geðþekk, vel lesin, víðförul og í alla staði frá- bær fyrirmynd. Prinsessan á heima á Bessastöðum.“ Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands „Kristín er ótrúlega klár og flott kona sem kann svo sannarlega að koma fram og ég gæti alveg ímyndað mér að í henni gætum við átt gott sameiningartákn. Hún kemur úr akademíunni, ekki úr pólitíkinni, og ég held að það gæti unnið með henni.“ 3. Þóra Arnórsdóttir n „Klár, kröftug og dugleg kona. Hún býr yfir gagnrýnni hugsun, er spreng- lærð og margtyngd. Hún býr yfir reynslu af forsetaframboði og er þekkt and- lit. Þóra er án nokkurs vafa sá aðili sem á hvað mest í forsetabankanum ef hún nennir á annað borð að leggja á sig annað framboð. Það þarf nefnilega ekkert að vera. Þóru fylgir svo djúsí aukabiti með sem er Svavar Halldórs- son, eiginmaður hennar. Get hugsað mér margt leiðinlegra en að hafa þann mann sem maka forsetans.“ n „Hún stóð sig mjög vel í síðustu baráttu og myndi vafalaust gera það áfram.“ n „Það væri gaman að sjá Þóru Arnórs fara aftur í framboð. Það var auðvitað erfitt fyrir hana að fara gegn sitjandi forseta, en hún átti góðan séns síðast og ég held að hún gæti orðið mjög sigurstrangleg.“ 4.-5. Katrín Jakobsdóttir n „Ef það er einhver manneskja sem Íslendingar virðast geta sameinast um að elska þá er það Katrín Jakobsdóttir. Þrátt fyrir að gegna afar mikilvægu hlutverki inni á þinginu, væri gaman að sjá hana beita sér fyrir mannréttind- um á alþjóðavettvangi. Ung, fersk og eldklár myndi Kata Jak sjarmera heim- inn.“ n „Þrátt fyrir ungan aldur nýtur Katrín meira trausts miðað við stærð flokks síns en nokkur annar íslenskur stjórnmálamaður. Að baki svo óvenjulega miklu trausti hljóta að búa kjörþokki og persónutöfrar. Hún er skarpgáfuð, kemur vel fyrir og er vel sjóuð í íslenskri pólitík sem alþingismaður, ráðherra og formaður flokks, en það hlýtur að vera stór kostur við að gegna embætti, sem búið er að slá föstu að feli í sér það talsvert vald þegar mikið liggur við, að gott sé að forsetinn sé vel að sér og hæfileikaríkur. Hún myndi verða til mikils sóma og vekja athygli á landi og þjóð á erlendum vettvangi og reynsla hennar er næg til að hún geti valdið embættinu með glæsibrag, þótt ýmsir kunni að telja það vera ókost hve ung hún er, 36 ára árið 2016.“ Álitsgjafar Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður Stígur Helgason starfsmaður Plain Vanilla Samúel Karl Ólason blaðamaður Atli Þór Fanndal blaðamaður Sindri Sindrason sjónvarpsmaður Guðrún Dís Emilsdóttir útvarpskona Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur María Lilja Þrastardóttir blaðamaður Anna Kristjánsdóttir vélfræðingur Ómar Ragnarsson sjónvarpsmaður Björk Eiðsdóttir ritstjóri María Rut Kristinsdóttir starfsmaður GOmobile 4.-5. Bogi Ágústsson n „Öruggur, fróður, skemmtilegur og óumdeildur í alla staði. Væri flottur forseti.“ n „Bogi Ágústsson er mjög frambærilegur kandídat til embættis for- seta Íslands og hefur notið vaxandi álits, virðingar, trausts og vinsælda um langt skeið sem vandaður, hæfileikaríkur og fjölfróður fréttamað- ur, dagskrárgerðarmaður og fréttaþulur. Fáir hafa jafn góða nærveru og eru jafn miklir aufúsugestir á heimilum allra landsmanna og hann þegar hann birtist á skjánum. Starfsferill hans er óvenju fjölbreyttur innanlands og utan, bæði hjá RÚV og annars staðar. Erlend og inn- lend samskipti leika í höndum hans og sem fréttastjóri og fréttamaður er hann gagnkunnugur íslensku þjóðlífi, stjórnmálum og menningu. Menntun hans sem sagnfræðingur og þekking hans og áhugi á því sviði auk góðrar tungumálakunnáttu er gagnleg fyrir forseta.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.