Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Síða 18
Helgarblað 11.–14. júlí 201418 Fréttir Flekklaus fortíð smásölurisans n Greiða starfsmönnum sómasamleg laun n Fyrrv. deildarstjóri ber fyrirtækinu vel söguna Ó hætt er að segja að frétt- ir af áhuga bandaríska smá- sölurisans Costco á að opna útibú á Íslandi hafi vakið mis- jöfn viðbrögð íslenskra ráða- manna. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur sagt að koma fyrirtækisins gæti auk- ið samkeppni og lækkað vöruverð. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, var heldur neikvæðari þegar hún ýjaði að því í samtali við fréttastofu Stöðv- ar 2 að innflutningur Costco á inn- fluttu kjöti frá Bandaríkjunum gæti valdið heilsuleysi Íslendinga síð- ar á ævinni. Aðspurð sagðist hún andsnúin því að íslenskir neytendur hefðu val um að kaupa slíkt kjöt. Af ummælum iðnaðarráðherra annars vegar og þingflokksformanni Framsóknarflokksins hins vegar er ljóst að skiptar skoðanir eru á mál- inu innan ríkisstjórnarinnar. Þar takast annars vegar á hugmyndir um viðskiptafrelsi og frelsi neytenda til að velja og hins vegar hagsmun- ir íslenskra bænda, en ætla má að bændur óttist að bílfarmar af ódýru amerísku kjöti gæti ógnað tilvist ís- lensks landbúnaðar. Hvað sem öðru líður hafa fulltrúar Costco fund- að með yfirvöldum í Garðabæ og Reykjavík síðustu mánuði en fyrir- tækið hefur lýst áhuga á því að opna verslun á Korputorgi sem og í Kaup- túni í Garðabæ. Greint hefur verið frá því að fyrirtækið hafi óskað eftir undanþágum til að selja áfengi og lyf í versluninni til viðbótar við inn- flutning á fersku kjöti frá Bandaríkj- unum en til að slíkt sé hægt þarf að breyta lögum. En hvernig fyrirtæki er Costco og er það á einhvern hátt verra en önn- ur fyrirtæki sem vilja athafna sig á Íslandi? DV skoðaði málið og ræddi meðal annars við Íslending sem starfaði sem deildarstjóri hjá fyrir- tækinu í átta ár. Í níu löndum Costco var stofnað árið 1983 og hefur mikill stöðugleiki einkennt fyrirtæk- ið síðan þá. Þannig eru fimm af þeim ellefu, sem skipuðu fyrstu stjórn fyr- irtækisins, enn viðriðnir Costco, þar á meðal James D. Sinegal og Jeffrey Brotman sem voru meðstofn end ur. Sinegal er forstjóri og Brotman stjórnarformaður. Costco er næst- stærsta smásölufyrirtæki Bandaríkj- anna ef mið er tekið af veltu og það sjöunda stærsta í heimi. Til marks um vöxt fyrirtækisins á undanförn- um árum nam velta þess 101 millj- ón dala fyrsta starfsárið, árið 1983. Árið 2010 nam veltan hins vegar 76,3 milljörðum bandaríkjadala. Í dag er Costco með verslan- ir í alls níu löndum; Bandaríkjun- um, Bretlandi, Ástralíu, Kanada, Mexíkó, Taívan, Suður-Kóreu, Japan og Spáni. Verslunum Costco mætti helst líkja við vöruhús þar sem vör- unum er rúllað inn á brettum þar sem viðskiptavinirnir tæma þau. Vöruúrvalið getur verið minna en í öðrum verslunum en á móti kemur að ýmis magnafsláttur er í boði sem hentar einna helst litlum fyrirtækj- um og stórum fjölskyldum. 8,7 milljarðar af eldsneyti Viðskiptamódelið byggist á því að viðskiptavinirnir greiði árlegt félags- gjald sem veitir þeim óheftan aðgang að verslunum Costco. Í Bandaríkj- unum er gjaldið 55 dollarar, eða um 6.300 íslenskar krónur. Í febrúar 2013 voru 71 milljón Bandaríkjamanna meðlimir í Costco, eða um 23 prósent þjóðarinnar. Samkvæmt niðurstöð- um úr ánægjuvog ACSI (The Americ- an Customer Satisfaction Index) árið 2008 er Costco það smásölufyrirtæki í Bandaríkjunum sem hvað flestir við- skiptavinir eru ánægðir með. Áhugavert getur verið að skoða það gríðarlega magn af vörum sem fyrirtækið selur árlega. Á síðasta ári seldi fyrirtækið til að mynda 8,7 millj- arða lítra af eldsneyti á 343 elds- neytisstöðvum í Bandaríkjunum. Fyrirtækið seldi sjávarafurðir fyrir 790 milljónir dala, sjónvörp fyrir 1,8 milljarða dala, myndavélar fyrir 362 milljónir dala, áfengi fyrir 1,15 millj- arða dala og kjötmeti fyrir 3,9 millj- arða dala. Fyrirtækið er einnig eitt það stærsta á sviði gleraugna og um- gjarða fyrir gleraugu í Bandaríkjun- um. Þannig seldust þrjár milljónir gleraugna í Costco á síðasta ári. Starfaði hjá Costco Ljóst er að ef áætlanir forsvarsmanna Costco um að opna útibú á Íslandi ná fram að ganga mun landslagið á ís- lenskum smásölumarkaði breytast töluvert. Sigurjón Smári Sverrisson starfaði sem deildarstjóri í verslun- um fyrirtækisins í Bandaríkjunum á árunum 1990–1998. Hann ber fyrir- tækinu vel söguna og segist viss um að koma Costco hingað til lands muni leiða til lægra vöruverðs íslenskum neytendum til heilla. „Ég er algjörlega sannfærður um það að þetta mun hafa stórkostleg áhrif á verðlagningu hér á Íslandi,“ segir Sigurjón, sem tekur fram að meðalálagning hjá Costco sé á bilinu 7–14 prósent. „Þeir munu ekkert að- laga sig því sem viðgengst í smásölu- bransanum hér, það gera þeir hvergi.“ Á meðal þess sem Sigurjón segir já- kvætt við Costco er starfsmannastefna þeirra en ólíkt Wal-Mart bjóði fyrir- tækið starfsmönnum sínum fremur há laun og góðan sjúkratrygginga- pakka. Í því samhengi má benda á að 85 prósent starfsmanna Costco eru með sjúkratryggingu á móti um 50 prósent starfsmanna Wal-Mart. Umtöluð starfsmannastefna Margar blaðagreinar hafa verið skrif- aðar um einmitt þetta efni og svo virðist sem Costco sé þekkt fyrir að koma vel fram við starfsmenn sína. Í umfjöllun blaðamannsins Lisu Fe- atherstone hjá vefmiðlinum Slate sagði Richard Galanti, rekstrarstjóri Costco, að með því að bjóða upp á hærri laun fengi fyrirtækið hæfara starfsfólk, sem skipti öllu máli enda væru starfsmenn Costco „sendiherr- ar“ fyrirtækisins út á við. Í skoðanapistli sem Rick Ungar birti í vefútgáfu Forbes í apríl 2013 benti hann á að á meðan velta Costco hefði aukist um átta prósent á ein- um ársfjórðungi hefði velta Wal-Mart einungis aukist um 1,2 prósent. Ungar þessi velti því upp hvað gæti skýrt þennan gríðarlega mun á vexti fyrir- tækjanna: „Hér er brjáluð hugdetta – gæti þetta haft eitthvað með það að gera að Costco borgar næstum öllum starfsmönnum sínum sómasamleg laun (langt umfram lágmarkslaun) á meðan Wal-Mart heldur áfram að borga starfsmönnum eins og þeir þurfi ekki að borða nema einu sinni á viku, þak yfir höfuðið, og á stundum, að fara með börnin sín til læknis?“ „Skítinn með sykrinum“ Þessi vel lukkaða starfsmannastefna sem er þegar orðin umtöluð er rakin til eigandans og forstjórans, hins 78 ára gamla James D. Sinegal. Í viðtali sem hann veitti Houston Chronicle árið 2005 sagðist honum vera sama um gagnrýni Wall Street-manna sem höfðu þá ítrekað talað um að hærri laun til starfsmanna Costco bitnuðu á hluthöfum. Möglega vildu hlut- hafar meiri arð, sagði Sinegal og hélt áfram: „En við viljum byggja upp fyr- irtæki sem verður enn þá hérna eftir fimmtíu til sextíu ár.“ Þá eru ummæli hans um þá heimspeki sem hann seg- ist starfa eftir löngu orðin fræg en þau hljóma svo: „Þú verður að taka skítinn með sykrinum.“ Sigurjón Smári segir að hjá Costco sé komið einstaklega vel fram við starfsfólkið. Þá sé mjög lítið mál fyr- ir duglegt starfsfólk að vinna sig upp hjá fyrirtækinu. „Viðhorfið til laun- þeganna er miklu betra en gengur og gerist á Íslandi.“ Fyrirtækinu takist að halda verðinu niðri, meðal annars með því að rukka félagsgjöld, en þau hafi dekkað um áttatíu prósent launa- kostnaðarins þegar hann starfaði hjá fyrirtækinu. „Það er ein af skýringun- um fyrir því að þeir eru ekki með hærri álagningu en raun ber vitni.“ Svartur blettur En hvað með kjötið hjá Costco? Hefur þessi fyrrverandi starfsmað- ur fyrirtækisins ekki sömu áhyggj- ur og þingflokksformaður Fram- sóknarflokksins um að ameríska kjötið muni ógna heilsu Íslendinga? „Costco selur ferskt kjöt af næst- dýrasta verðflokknum í Ameríku,“ segir Sigurjón og bætir við að þar sé ekki um að ræða kjöt af „horm- ónafóðruðum nautgripum“. Hans reynsla hafi verið sú að fyrirtæk- ið bjóði upp á gæðavörur í miklu magni, þó að úrval vörutegunda sé mögulega minna en annars staðar. Þrátt fyrir að Costco hafi almennt gott orð á sér í dag er ekki þar með sagt að það muni endast að eilífu. Ýmislegt gæti varpað skugga á hina jákvæðu áru fyrirtækisins. Guardi- an greindi til að mynda frá tengsl- um Costco og fleiri verslana við mis- kunnarlaust þrælahald á asískum fiskveiðibátum fyrr á þessu ári. Mál- ið vakti mikla athygli og talsmenn fyrirtækjanna reyndu að þvo sig af málinu sem teygði anga sína, með einum eða öðrum hætti, inn í hillur flestra stórverslana á Vesturlöndum. Bent hefur verið á að forstjórinn geðþekki, og einn eigenda, James D. Sinegal, sé orðinn gamall og margir spyrja því hvað muni gerast þegar hann hverfur frá. Eins og fram hef- ur komið er þegar mikil pressa á að fyrirtækið lækki launakostnað og skili þannig meiri hagnaði til hlut- hafa. Munu eigendur framtíðarinn- ar standast þrýstinginn eða færa fyr- irtækið nær því sem gengur og gerist hjá fyrirtækjum eins og Wal-Mart? Tíminn verður að leiða það í ljós, rétt eins og það hvort Costco muni opna útibú á Íslandi í framtíðinni. n Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is „Ég er algjörlega sannfærður um það að þetta mun hafa stórkostleg áhrif á verð- lagningu hér á Íslandi. Forstjórinn geðþekki James Sinegal þykir merkilegur maður í bandarískum við- skiptaheimi en hann kýs að borga starfsfólki sínu hærri laun en hluthafar myndu vilja. Vilja á Korputorg Fyrirtækið hefur lýst áhuga á því að opna verslun á Korputorgi sem og í Kauptúni í Garðabæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.