Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Side 30
30 Umræða Helgarblað 11.–14. júlí 2014 Reynslubolti Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni Beðið eftir íslenska kreppudramanu M annfræðingurinn Vict- or Turner rannsakaði hvers kyns helgisiði og ritúöl ýmissa þjóðflokka og bar saman við það hvernig iðnvædd vestræn samfé- lög bregðast við áföllum og krepp- um. Niðurstaða Turners var sú að sjá mætti augljósa og jafnvel algilda hliðstæðu í uppbyggingu helgi- siða nær alls staðar í heiminum og sömu strúktúra mætti greina bæði í félagslegum kreppum og átökum innan fjölskyldna. Turner setti þessi ferli upp í næsta einfalt líkan af fjórum stig- um í framvindu þess sem hann kall- aði félagslegt drama. Fyrsta stigið felur í sér röskun á jafnvægi vegna þess að framið er brot á einhverj- um viðteknum siðareglum. Við tek- ur kreppa sem leiðir af sér átök milli þeirra sem á var brotið og hinna sem brutu af sér, eða eru að minnsta kosti sakaðir um alvarleg brot á við- teknum lögmálum um hegðun og framkomu. Augljós dæmi um slík átök eru skærur vegna átaka um yfirráð yfir landsvæði og þrætur sem verða vegna þess að einhver erfingja ættaróðalsins hefur sölsað undir sig of mikið af góssinu án þess að um það hafi verið samið. Krepp- an getur orðið langvinn og ströng en átökin sem verða á þessu stigi fé- lagslega dramans miða samt að því að vinna að endurreisn og endur- heimt jafnvægis í samfélaginu eða fjölskyldunni. Takist að vinna úr kreppunni lýkur dramanu með fjórða stiginu sem felur í sér að jafn- vægið er endurheimt og ný lögmál eða siðareglur ganga í gildi í sam- félaginu eða innan fjölskyldunn- ar. Dramanu getur einnig lokið með því að samkomulag verður um það milli deiluaðila að kreppan sé óleysanleg og viðvarandi klofning- ur óhjákvæmilegur. Turner kallar þetta að sátt hafi komist á hvort sem leikslokin fólu í sér nýjar reglur eða óendurkræfan klofning. Sátt er kannski umdeilanlegt orð í þessu tilviki því að margir koma sárir og ósáttir út úr átökum sem verða í félagslegu drama. Stundar- friður væri kannski heppilegra hug- tak því að takist ekki endurreisnin leiðir það, að því er Turner segir, af sér nýja kreppu og viðvarandi ófrið. Afar áhugavert gæti verið að greina íslensku kreppuna sem riðið hef- ur húsum hérlendis í hartnær sex ár samkvæmt stigunum fjórum sem að ofan var lýst. Það læt ég hins vegar lesendum eftir og einnig það að meta á hvaða stigi ferlis- ins við séum stödd nú um stundir; hvort kreppan sé í rénun og friður í sjónmáli, annaðhvort í formi óhjá- kvæmilegs og óendurkræfs klofn- ings eða það megi hugsa sér að nýjar siðareglur verði viðteknar og komi á sáttum. Ég vík hins vegar stuttlega að því hvernig leikhúsin okkar hafa tekist á við að sviðsetja íslensku kreppuna á listrænan hátt. Fyrstu mánuðina og árin eftir hrunið 2008 voru hér allmargar leiksýningar sem á einn eða annan hátt fjölluðu beint um það sem gerst hafði. Mjög hefur úr þessu dregið og leikhúsin láta nú annaðhvort hjá líða að snerta við kreppunni eða þau setja á svið þekkt verk sem óbeint má tengja efnislega við það sem hér gerðist. Þetta leiðir hugann að því sem Turner segir um það hvernig ólík samfélög takist á við úrvinnslu áfalla á listrænan hátt. Hann fullyrðir að lítt tæknivædd- ar þjóðir og hópar hneigist til þess að iðka ritúöl og helgisiði til þess að koma á nýju jafnvægi eftir alvarlega jafnvægisröskun. Tæknivædd sam- félög hafi hins vegar lagt rækt við að sýna hið almenna í slíkum tilvikum, en ekki tekist á við það sem sértækt er. Sú virðist hafa orðið raunin í ís- lenskum leikhúsum og við bíðum eftir því að tekist verði í alvöru á við íslensku kreppuna í listrænu drama á stóru leiksviðunum í Reykjavík. Spaugstofan og áramótaskaupið sinna sínu en snilldarleikritið um íslensku kreppuna er óskrifað – eða að minnsta kosti ósýnt. n „Afar áhugavert gæti verið að greina íslensku kreppuna sem riðið hefur húsum hérlendis í hartnær sex ár samkvæmt stigunum fjórum. Mynd SigtryggUr Ari „Verkefni byrjar með ósannsögli. Það mun gefa tóninn fyrir framhaldið.“ Kristján gaukur Kristjánsson var ekki bjartsýnn á að niðurstöður úr rannsókn Hannesar Hólmsteins á erlendum áhrifaþætti bankahrunsins yrðu marktækar. „Og þetta er maðurinn sem mærir einkaframtakið upphátt og í hljóði, en hefur aldrei unnið handtak nema fyrir opinbert fé!“ Sigurður Þór Salvarsson skrifaði einnig athugasemd við frétt um að Félagsvísindastofnun hafi ekki falið Hannesi Hólmsteini verkefnið. „Íslendingum er best borgið utan Íslands!“ gunnlaugur Sigurðsson var hvass í athugasemd við frétt um að Guðni Ágústsson hafi beðið Hannes um að rannsaka erlenda áhrifaþætti hrunsins. „Hann er formadur hagsmuna­ samtaka fanga, ósköp edlilegt ad vitna í hann. Lesendur geta svo gert upp hug sinn hvort hann sè trúanlegur eda ekki.“ Björgvin gunnarsson svaraði gagnrýni um að vitnað væri í Þórhall Ölver Gunnlaugsson í frétt um að þriggja manna deild á Litla- Hrauni hefði verið rýmd. „Mér finnst að herða eigi verulega refsingar þeirra sem efast um fólk eins og Ólaf Ólafsson, Existabræður og Björgólf Thor. Hiklaust að setja alla í 10 ára fangelsi eða jafnvel hegningarvinnu sem efast um hlýjan hug þeirra og væntumþykju gagnvart smáfólkinu ...“ guðmundur Sigurðsson skrifaði kaldhæðna athugasemd við frétt sem fjallaði um að kona á þrítugsaldri hefði verið kærð fyrir ærumeiðingar. Ummælin beindust að þáverandi oddvita, Guðbjarti Gunnarssyni, og meintum tengslum hans við Ólaf Ólafsson fjárfesti. „Það myndar bara skemmtilega stemningu að hafa sölubása, og búið að vera í marga áratugi ;)“ Kristín Stefánsdóttir var ekki sammála Jakobi Frímanni sem segir „draslarablæ“ yfir götusölunni í Austurstræti. 32 28 11 26 17 21 trausti Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands Aðsent

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.