Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Síða 42
42 Skrýtið Helgarblað 11.–14. júlí 2014 1 Loftbóluhús Staður: Í suðvesturhluta Frakklands. Verð: 1 milljarðar króna. Þetta hús byggði Antti Lovag í mótþróaskyni við venjur og siði í arkitektúr. Eins og sjá má vann höfundurinn með óvenjuleg form í húsasmíði en húsið kallast Palace of Bubbles. 28 svefnherbergi er að finna í húsunum. Þó að húsið hafi verið reist 1989, og sé því ekki mjög gamalt, er það komið á minjaskrá hjá menningarmálaráðuneyti Frakklands. Viltu búa í klósetti? n Tíu af óvenjulegustu húsum veraldar n Hvað kostar að búa í hundi? Þ að að kaupa hús er jafn- an stærsta fjárfesting sem venjulegt fólk ræðst í, hvort sem það byggir sér einbýl- ishús frá grunni eða kaup- ir sér blokkaríbúð í úthverfi. Flest hús eru byggð eftir hefðbundnum byggingarreglum og venjum á meðan önnur eru að einhverju leyti óvenju- leg. Húsin sem hér eru talin upp til- heyra svo sannarlega síðarnefnda hópnum, svo vægt sé til orða tekið. Húsin minna flest á hluti úr hvers- dagslífinu; svo sem grænmeti, dýr eða náttúrufyrirbrigði. Financeon- line birti tíu framúrstefnuleg hús sem kosta mörg hver sitt. Hér eru þau. n 10 Geimskipið Staður: Tennessee, Bandaríkjunum. Verð: 13,4 milljónir króna. Aðdáendur vísindaskáldskapar hvers konar ættu að hafa áhuga á þessu húsi. Húsið er í Tennessee í Bandaríkjunum og kostar skildinginn. Húsið er hannað með það fyrir augum að það líti út eins og geimskip frá sjöunda eða áttunda áratugnum – eins og menn töldu að geimskip litu út á þeim tíma. Húsið er 186 fermetrar og í því eru þrjú svefnherbergi. Í þessu óvenjulega húsi eru tvö baðherbergi. Stiginn upp í húsið lítur út eins og rampur úr geimskipinu. Húsið stendur á bökkum Tennessee-árinnar og úr því er afar gott og mikið útsýni yfir ána. Það er auk þess á mjög hagstæðu verði. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is 9 Skóhús Staður: Pennsylvanía, Bandaríkjunum. Verð: 14,3 milljónir króna. Þetta hús lítur út eins og úr ævintýri, eins og sum þeirra hér. Húsið var byggt árið 1948 af skósalanum Mahlon Haines, sem hannaði það í auglýsingaskyni. Hann fór til arkitekts með skó í höndunum og bað hann að hanna hús sem liti alveg eins út – eða svo segir sagan. Útkomuna má sjá hér. Upphaflegir eigendur bjuggu lengst af í húsinu en það er nú í eigu fólks sem rekur það eins og safn – hefur opið hús. Fólkið heitir Carleen og Ronald Farabaugh en húsið keyptu þau árið 2004 og eru að sögn alsæl með athyglina sem það fær. 8 Kuðungshús Staður: Mexíkóborg Verð: 24,6 milljónir króna. Húsið er hugsmíð arkitektsins Javier Senosiain, sem einbeitir sér að einhverju sem kalla mætti líf-arkitektúr (e. Bio-Architecture). Markmið hans er að fólk upplifi sig sem hluta af náttúrunni. Í húsinu eru marglitir gluggar, eins og glöggt má sjá, þannig að upplifunin verður óvenjuleg. 7 Sveppahús Staður: Ohio, Bandaríkjunum. Verð: 39,4 milljónir króna. Sumar þjóðsögur halda því fram að sveppir geti verið heimili álfa. Terry Brown, prófessor í arkitektúr við Cincinnati-háskólann, er höfundur þeirrar hönnunar sem hér gefur að líta. Hann byggði húsið árið 1992 og bjó þar með annan fótinn til ársins 2006. Húsið var afar flókin smíð og það er búið til úr ýmsum tegundum byggingar- efnis; gleri, viði, skel og leir. Þess má geta að húsið er til sölu og fæst fyrir tæplega 40 milljónir. 6 Hundahús Staður: Idaho, Bandaríkjunum. Verð: 113 milljónir króna. Í þessu fáránlega húsi eru tvö svefnherbergi, merki- legt nokk. Hjónin Dennis Sullivan og Frances Conklin byggðu húsið en þau notuðu keðjusög til verksins. Þau hafa lífsviðurværi af því að skera út hunda úr viði og selja. 5 Klósetthús Staður: Suður-Kórea Verð: 124 milljónir króna. Það er erfitt að hugsa sér einhvern sem myndi vilja skrá sig til heimilis í klósetti. Það er einmitt það sem Sim Jae-Duck, fyrrverandi borg- arstjóri Suwon í Suður-Kóreu, hefur gert. Sim heldur því fram að hann hafi fæðst inni á baðherbergi sem skýrir ef til vill blæti hans. Húsið, sem er tveggja hæða, byggði hann árið 2007, til heiðurs stofnfundi World Toilet Association. Húsið er 420 fermetrar að stærð. 4 Volkswagen-bjöllu-hús Staður: Austurríki Verð: 158 milljónir króna. Byggingameistarinn Markus Volgreiter, frá Gigi í Aust- urríki, er eigandi þessa stórundarlega húss, sem lítur út eins og Volkswagen- bjalla. Hann lauk við byggingu hússins 2003. Húsið er ekki aðeins framúrstefnu- legt í útliti heldur er það einnig umhverfisvænt, ef svo má segja, og er búið orkusparandi rafkerfi. Ekki fylgir sögunni hvers vegna hann byggði sér svona hús, en leiða má líkur að því að hann sé aðdáandi bjöllunnar frá Volkswagen. 3 Húsið á fossinum Staður: Pennsylvanía, Bandaríkjunum. Verð: 305 milljónir króna. Þetta óvenjulega en fallega hús var hannað af þekktasta arkitektinum í Ameríku, Frank Lloyd Wright. Húsið teiknaði hann fyrir Kaufmann-fjölskylduna en það er byggt yfir fossi. Húsið var hugsað sem sumarhús fyrir fjölskylduna en það var reist á árunum 1936 til 1939 og er viðurkennt kennileiti (National Historic Landmark) af Bandaríkjastjórn. 2 Stálhús Staður: Texas, Bandaríkjunum. Verð: 339 milljónir króna. Þetta óvenjulega hús í Ransom Canyon í Texas-ríki er samansett úr um 110 tonnum af stáli og tók heil 23 ár í byggingu. Maður tekur svo glatt niður vegg. Arkitektinn og listamaðurinn Robert Bruno byggði húsið. Í fyrra birtist umfjöllun um húsið í Vogue-tímaritinu en þess má geta að Bruno lést árið 2008.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.