Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Page 50
Helgarblað 11.–14. júlí 201450 Sport „Þeir geta unnið þá“ Þ ýskaland og Argentína mætast í úrslitaleik HM í knattspyrnu á sunnudag. Liðin hafa tvívegis áður mæst í úrslitum HM. Fyrst gerðist það árið 1986 þegar Argent- ínumenn unnu Vestur-Þjóðverja 3-2 í Mexíkó. Í næstu keppni, árið 1990 á Ítalíu, mættust liðin aftur og þá höfðu Þjóðverjar betur. Óhætt er að segja að Þjóðverjar hafi kom- ist í gegnum undanúrslitarimmuna með meiri glæsibrag en Argentínu- menn. Sögulegur 7-1 sigurinn gegn heimamönnum Brasilíu verður lengi í minnum hafður. Argentínu- menn komust áfram eftir vítaspyrn- ukeppni, aðra umferðina í röð. Í vandræðum með Alsír Þrátt fyr- ir þetta telur Kristján Guðmunds- son, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í knattspyrnu, að Argentínumenn muni eiga í fullu tré við þýska stálið. Hann spyr hvort til fulls hafi reynt á Þjóðverja. Mótspyrnan á móti Bras- ilíu hafi kannski varað í korter en að öðru leyti hafi Alsír verið eina vel skipulagða liðið sem Þjóðverjar hafi mætt. Það var í 16 liða úrslitum. Þar hafi þeir lent í bullandi vand- ræðum. Argentínumenn hafi sýnt það í leikjum sínum, ekki síst gegn Hollendingum í undanúrslitum keppninnar, að þeir geti varist eins og herforingjar. „Argentína verður Þjóðverjum mjög erfiður mótherji. Þeir geta unnið þá.“ Spurður hvort hann telji að Argentínumenn geti skorað á móti þýsku vörninni segir Kristján að Argentínumenn hljóti að horfa í veikleika vinstra megin í vörn- inni, þar sem Messi sé bestur. Ekki sé ljóst hvort Hummels sé heill og þá sé spurning hvort Per Mertes- acker komi inn í liðið. Ef það gerist séu möguleikar Argentínumanna vinstra megin í vörn Þjóðverjanna vænlegir. Hann segir þó að Argent- ínumenn þurfi að spila mun betri sóknarleik en þeir gerðu á móti Hol- lendingum. Í þeim leik hafi bæði lið lagt svo ríka áherslu á að stöðva Robben annars vegar og Messi hins vegar að sóknarleikurinn hafi liðið fyrir það. Upp hafi komið pattstaða. Jákvætt fyrir fótboltann Kristján segir að þýska liðið hafi tek- ið stöðugum framförum á mótinu, sérstaklega eftir að Philip Lahm hafi verið settur í bakvörðinn og Sami Khedira hafi komið inn á miðjuna. Við það hafi skapast miklu meira jafnvægi í leik liðsins. „Þjóðverjarn- ir eru ofboðslega rútíneraðir. Þeir vita hvenær þeir eiga að pressa og hvenær þeir eiga að falla. Það er gríðarlegt sjálfstraust í liðinu.“ Krist- ján tekur fram að Argentínumenn hafi líka bætt leik sinn á mótinu og hann á von á jöfnum og spennandi leik. Þjóðverjar séu þó í betri stöðu ef til framlengingar komi. Þeir hafi haft heilan sólarhring aukalega til hvíldar, auk þess sem þeir hafi getað leyft sér að hvíla menn í síðari hálf- leik á móti Brasilíu, jafn ótrúlega og það hljómi þegar um sé að ræða undanúrslitaleik á HM. Á hinn bóg- inn hafi Argentínumenn spilað 120 mínútur annan leikinn í röð. „Þeir eiga að vera búnir að ná sér, enda er talað um að menn þurfi þrjá sól- arhringa til að geta spilað aftur af fullum krafti, en það myndi hjálpa þeim gríðarlega ef Di Maria verður leikfær.“ Kristján segir það jákvætt fyrir fótboltann að þessi tvö lið séu kom- in alla leið. Bæði séu þetta heilsteypt knattspyrnulið sem bæði leiki með framherja og séu mjög vel samhæfð. Argentína og Þýskaland hafi bæði komist þetta langt á liðsheildinni, það sé gott fyrir knattspyrnuna. Vilja ekki aðra framlengingu Hann spáir því að Argentínumenn vinni leikinn á sunnudag, jafnvel þótt Þjóðverjar kunni að vera með heldur sterkara lið. „Það er eitt- hvað sem segir mér að svo verði. Þetta gætu orðið klassísk úrslit fyr- ir Argentínu, 2-1 í venjulegum leik- tíma. Þeir munu leggja allt kapp á að þurfa ekki að fara í framlengingu.“ En til þess að það gerist þarf besti leikmaður heims undanfarin ár, Lionel Messi, að sýna sínar bestu hliðar, að sögn Kristjáns. „Hann er kominn með liðið sitt í úrslitaleik- inn og er að jafna Diego Maradona. En til þess þarf hann að leiða þá til sigurs. Hann þarf kannski ekki að sleppa í gegn nema einu sinni.“ n n Komið að úrslitastund á HM n Leiðir sá besti í heimi sína menn til sigurs? Mörk Skot Skot sem verða að marki Heppnaðar sendingar Unnin skallaeinvígi Skot fengin á sig 17 8 69 72 25% 11% 86% 86% 53% 55% 27 18 Tölfræðin til þessa „Argentína verður Þjóðverjum mjög erfiður mótherji Leið Argentínu Argentína 2:1 Bosnía Argentína 1:0 Íran Argentína 3:2 Nígería Argentína 0:0 Sviss (1:0 framl.) Argentína 1:0 Belgía Argentína 0:0 Holland (4:2 víti) Leið Þýskalands Þýskaland 4:0 Portúgal Þýskaland 2:2 Ghana Þýskaland 1:0 USA Þýskaland 2:1 Alsír Þýskaland 1:0 Frakkland Þýskaland 7:1 Brasilía Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Spennandi Kristján spáir jöfnum leik. Hann telur þó að Argentína vinni. Frábær Thomas Müller hefur farið hamförum á mótinu. Bestur Messi þarf að sýna að hann sé bestur í heimi. Undarlegt mál frá A til Ö Engin svör fást frá IHF, EHF eða DHB varðandi HM í Katar Framkvæmdastjóri Þýska hand- knattleikssambandsins brást illa við fyrirspurnum blaðamanns DV á fimmtudag um að landsliði þess hafi óvænt verið veitt sæti á HM í Katar í janúar 2015. Mikið hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum á Íslandi en þannig er mál með vexti að Alþjóða- handknattleiks- sambandið ákvað að draga keppnisrétt Ástr- alíu til baka vegna þess að Papúa Nýja-Gínea, sem einnig tilheyrir Eyjaálfu, hef- ur ákveðið að hætta að stunda handbolta. Af þeim sökum tel- ur sambandið að Ástralar séu óhæfir þó svo að þeir hafi tekið þátt á HM um langt skeið. Reglan er að við þessar að- stæður fái þjóð frá heimsálfu ríkjandi heimsmeistara, sem nú er Spánn, sæti í keppninni. Samkvæmt tilkynningu frá EHF í sumar er það Ísland. IHF veitti Þýskalandi hins vegar keppnis- réttinn. Tómas Þór Þórðarson, blaða- maður á Fréttablaðinu og Vísi, rekur málið ítarlega í grein sem hann ritaði: Reglugerðin sem enginn vissi af. Tómas hef- ur, líkt og blaðamenn á DV og öðrum miðlum, ítrekað reynt að fá svör frá IHF og EHF en án árangurs. Í greininni kem- ur fram að svo virðist sem IHF hafi breytt reglunum í vor en samt sem áður hafi enginn vitað af því og reglur sambands- ins standa óbreyttar á heimasíðu þess. Hann dregur jafnvel í efa að sá fundur hafi yfir höfuð farið fram þar sem ekkert sé til um hann eða það sem þar kom fram. Blaðamaður DV náði tali af framkvæmdastjóra þýska hand- knattleikssambandsins en sam- talið í heild sinni má lesa á DV. is. Sá heitir Harald Wallbaum og brást illa við spurningum blaðamanns. Sérstaklega þegar hann var inntur eftir því hvort það væri siðferðislega rétt af þýska sambandinu að taka sæti í keppninni við þessar aðstæður. Ólíklegt verður að teljast að Ísland fái sæti á HM í Katar þrátt fyrir að eiga rétt á því sam- kvæmt þeim reglum sem allir töldu vera í gildi. Málið er allt hið undarlegasta og ekki síst vegna þess hve erfitt er að fá svör hjá alþjóðlegu stofnunum IHF og EHF. Gert hefur verið að því skóna að Þýskaland hafi ver- ið fengið sætið til þess að tryggja tekjur af sölu sjónvarpsréttar þar í landi en Þýskaland er vagga handboltans. asgeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.