Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1962, Page 11

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1962, Page 11
Inngangur. Introduction. 1. Um búnaðarskýrslurnar almennt. General statement. Búnaðarskýrslurnar eru að þessu sinni aðallega fyrir árið 1960. Þó sýna þær einnig jarðargróða, tölu búpenings, búsafurðir, jarðabætur og fjárfestingu 1958 og 1959. Skýrslur þessar eru mjög með sama hætti og búnaðarskýrslurnar fyrir árin 1955—57. Eyðublaðinu undir búnaðarskýrslur skattanefnda og skattstjóra hefur ekki verið breytt frá því, er var 1957, og af því leiðir, að skýrslurnar eru nú í sama formi og þá. Eina breytingin, er nokkru verulegu varðar, er, að töflur um busafurðir eru nú fyrir öll árin, 1958, 1959 og 1960, en í skýrslunum 1955—57 er aðeins tafla um búsafurðir árið 1957. Bunaðarskijrslur skattanefnda voru að þessu sinni yfirleitt vel gerðar. Aðeins fáar skýrslur þótti ástæða til að bera saman við skattaframtöl, og skýrslum skattanefnda ekki breytt, nema að því leyti, að skipting bænda og búlausra var á nokkrum þeirra færð til samræinis við aðrar skýrslur, en þó ekki meira að því gert en vafalaust þótti, að við rök hefði að styðjast. Skattanefndir taka þá eina á búnaðarskýrslu, sem telja fram búfé og jarðargróða. Því koma ekki á skýrslu ýmsir þeir, er vinna við land- búnað, og eigi heldur margt roskið fólk, sem lifir á eignum eða ellilaun- um, þó að það sé í skjóli bænda (foreldrar, gömul vinnuhjú o. f 1.). Koma þvi eigi fram allar launatekjur né bótagreiðslur þeirra, er að land- búnaði vinna, og eigi heldur allar eignir eða eignatekjur þeirra, er hafa framfæri sitt eða hafa haft af landbúnaði. Þetta er vitanlega vöntun, en við því er ekki unnt að gera, nema skýrslugerðinni sé verulega breytt. Það orkar tvímælis, hvar mörkin ætti að setja milli þeirra, sem vera ættu á búnaðarskýrslu, og hinna, er þar eiga ekki að vera. En sú regla, sem fylgt hefur verið um þetta, hefur þann mikla kost, að auðvelt er að fylgja henni. Ef skattanefndirnar hafa tekið á búnaðarskýrslu sína einhverja þá, sem ekki telja fram bú eða jarðargróða, hefur Hagstofan fellt þá af skýrslunum, og eftir það á ekki að geta miklu munað um það, hverjir eru á þær færðir. Hins vegar er talsvert mikill munur á því, hversu vandlega til skýrslnanna er safnað búleysingjum þeim, er telja aðeins fram fátt búfé eða lítinn jarðargróða. b
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.