Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1962, Page 39

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1962, Page 39
Búnaðarskýrslur 1958—60 37' búið í Stokkseyrarhreppi) og 1948 (rjómabúin á Brúum og Húsavik í Suður-Þingeyjarsýslu). í lok ófriðarins 1914—19 voru einnig gerðar tilraunir með gráða- ostagerð úr sauðamjólk, fyrst í Sveinatungu í Norðurárdal síðan í Vestur-ísafjarðarsýslu, og Suður-Þingeyjarsýslu (1921—1925). í Suður- Þingeyjarsýslu voru jafnvel teknar upp fráfærur að nýju vegna osta- gerðarinnar. En við þessar tilraunir urðu ýmis óhöpp, og féllu þær niður af þeim sökum aðallega. Ekki eru til tölur um framleiðslu gráða- osts, en 1921 voru flutt út 1,2 tonn, 1922 2,9 tonn, 1923 7,0 tonn, 1924 2,2 tonn og 1925 4,8 tonn. Árin 1918 og 1919 voru flutt út 275 kg af osti hvort árið, en ekki sést i verzlunarskýrslum, hvers konar ostur það hefur verið, en líklega hefur það verið gráðaostur (frá Sveinatungu). Þessi mjólkuriðnaður, sem nú hefur verið frá sagt, var aðeins lítið forspil að þeim mjólkuriðnaði, sem nú er stundaður. Sá mjólkuriðnaður tekur kúamjólk til vinnslu og gerir úr henni hvers lconar mjólkur- vörur. Til þessa mjólkuriðnaðar var stofnað við lok stríðsins 1914—19, en skiptar eru skoðanir um það, hvað skuli telja upphaf hans. Árið 1917 var Mjólkurfélag Reykjavíkur stofnað til þess að koma skipulagi á mjólkursölu í höfuðstaðnum. Árið 1920 kom félagið upp lítilli mjólkurstöð við Lindargötu og var mjólkin gerilsneydd þar og sett á flöskur. Þessi mjólkurstöð er talin hafa verið fremur ófullkomin, enda reisti mjólkurfélagið aðra miklu fullkomnari mjólkurstöð, er tók til starfa í ársbyrjun 1930. En þá höfðu þegar verið reistar tvær mjólkur- vinnslustöðvar. Aðra þeirra hafði mjólkurfélagið Mjöll í Borgarfirði reist að Beigalda 1919, aðallega til niðursuðu á rjóma. Sú mjólkurstöð brann 1925, en var endurreist í Borgarnesi og tók við bæði rjóma og nýmjólk til niðursuðu og nokkurrar annarrar vinnslu. Við þeirri mjólk- urstöð tók Mjólkursamlag Borgfirðinga 1932, stækkaði hana og gerði hæfa til hvers konar mjólkurvinnslu. Hinni mjólkurstöðinni kom Kaup- félag Eyfirðinga upp, og tók sú stöð til starfa í ársbyrjun 1928. Það þótti þá mjög fullkomin mjólkurstöð og hefur oft verið talin fyrsta mjólkurstöðin, þar sem hún gat frá byrjun annazt fjölbreytta mjólk- urvinnslu. Þessi mjólkursamlög og mjólkurbú hafa verið stofnuð: Mjólkurfélag Reykjavíkur, stofnað ..................... 1917 Reisir mjólkurstöð við Lindargötu ................... 1920 Reisir mjólkurstöð við Snorrabraut ................. 1930 Afhendir þá stöð Mjólkursamsölunni .................. 1936 Rjómaniðursuðustöðin Mjöll að Beigalda, stofnuð........ 1919 Stöðin flutt til Borgarness ......................... 1925 Afhent Mjólkursamlagi Borgfirðinga .................. 1932 Mjólkurstöð KEA tekur til starfa í ársbyrjun........... 1928 Mjólkurstöð Ölfusinga. Tekur til starfa ............... 1928 Sameinast Mjólkurbúi Flóamanna ...................... 1938
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.