Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Side 10
„Við skulum orða þetta þannig: Verk- smiðjan sem fannst í Kópavogi var sjoppa, þetta er stórmarkaður,“ sagði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, spurður hvert umfang amfetamínverksmiðjunnar hefði verið sem fannst í Hafnarfirði í gærmorgun. Fjórir menn hafa verið hand- teknir vegna málsins og hnepptir í gæsluvarðhald en tveir þeirra eru vel þekktir. Annar er Tindur Jóns- son sem var dæmdur fyrir að verða manni nánast að bana með sveðju í Garðabæ árið 2005. Hinn er athafna- maðurinn Jónas Ingi Ragnarsson sem var dæmdur í líkfundarmálinu svokallaða en þá fannst Lithái látinn í höfninni í Neskaupstað. Í líki hans voru fíkniefni en Jónas var dæmd- ur fyrir að smygla 230 grömmum af amfetamíni til landsins. Tuttugu kíló af hassi Það var á fimmtudagsmorgun- inn sem lögreglan lét til skarar skríða á iðnaðarsvæðinu við Rauðhellu í Hafnarfirði. Þar leigðu mennirnir húsnæði sem telur á annað hundrað fermetra. Í húsinu fannst hátækni- legur búnaður til þess að framleiða mikið magn af amfetamíni. Að auki fundust tuttugu kíló af hassi. Nokkr- um mánuðum fyrr höfðu fram- leiðendurnir flutt inn heilt tonn af mjólkursykri sem er notað sem íblöndunarefni. Talið er að þeir hafi ætlað að framleiða met-amfetamín sem er talsvert sterkara og hættu- legra en amfetamínið. Verksmiðjan er ekki sú fyrsta sinn- ar tegundar. Fyrir nokkrum árum var maður dæmdur fyrir framleiðslu á amfetamíni, en eins og Stefán segir, það var sjoppa miðað við það um- fang sem verksmiðjan við Rauðhellu hafði. Amfetamínuppskriftir á netinu Þó svo lögreglan hafi ekki viljað gefa upp hugsanlega framleiðslu- getu verksmiðjunnar er ljóst að hún gat framleitt ógrynni fíkniefna sé tek- ið mið af íblöndunarefninu sem flutt var inn. Magnið verður ekki talið í kílóum, heldur tonnum. Lögreglan hafði fylgst með fjór- menningunum í nokkra mánuði. Þá er ljóst að Tindur Jónsson hafi ver- ið að læra efnafræði. Þegar lögregl- an var spurð hvernig maður lærir að búa til amfetamín var svarið einfalt: Það er hægt að fletta því upp á net- inu. Einstein-aðgerðin „Við köllum aðgerðina Operation Einstein,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn og umsjónarmað- ur fíkniefnadeildar lögreglunnar. Hann segir heitið notað til þess að auðvelda samstarf við erlendar lög- gæslustofnanir en í þessu máli nýtur lögreglan liðsinnis tveggja sérfræð- inga frá Europol. Þeir eru sérfræð- ingar í að rífa niður verksmiðjur eins og þessa og hafa þegar rifið niður um þrjú hundruð slíkar. Lögreglan var með nokkurn við- búnað vegna sprengihættu en verk- smiðja sem þessi veldur stórhættu í öllu umhverfi sínu. Alls eru fjórir menn í gæsluvarð- haldi vegna málsins en lögreglan gefur lítið upp rannsóknina. Þrír menn voru handteknir á heimil- um sínum strax í gærmorgun, síðan var sá fjórði handtekinn þegar hann kom til landsins síðdegis í gær. valur@dv.is föstudagur 17. október 200810 Helgarblað Fjórir menn voru handteknir vegna aðildar að starfsemi amfetamínverksmiðju sem fannst á iðnaðarsvæði í Hafnarfirði í gær. Tveir þeirra eru þekktir glæpamenn, annar heitir Jónas Ingi Ragnarsson og varð frægur þegar hann var dæmdur fyrir þátt sinn í líkfundarmálinu árið 2003. Hinn er Tindur Jónsson en hann var dæmdur fyrir stórhættulega sveðjuárás árið 2005. vAluR gRETTIsson blaðamaður skrifar: valur@dv.is STÓRMARKAÐUR MEÐ AMFETAMÍN Blaðamannafundur Lögreglustjórinn eiríkur stefánsson, fyrir miðju, sagði aðra eins verksmiðju aldrei hafa fundist hér á landi. Amfetamínverksmiðja Lögreglan afmarkaði verksmiðj- una í gær á meðan sérfræðingar fjarlægðu tæki og efni. „Við köllum aðgerðina Operation Einstein.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.