Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Qupperneq 10
„Við skulum orða þetta þannig: Verk- smiðjan sem fannst í Kópavogi var sjoppa, þetta er stórmarkaður,“ sagði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, spurður hvert umfang amfetamínverksmiðjunnar hefði verið sem fannst í Hafnarfirði í gærmorgun. Fjórir menn hafa verið hand- teknir vegna málsins og hnepptir í gæsluvarðhald en tveir þeirra eru vel þekktir. Annar er Tindur Jóns- son sem var dæmdur fyrir að verða manni nánast að bana með sveðju í Garðabæ árið 2005. Hinn er athafna- maðurinn Jónas Ingi Ragnarsson sem var dæmdur í líkfundarmálinu svokallaða en þá fannst Lithái látinn í höfninni í Neskaupstað. Í líki hans voru fíkniefni en Jónas var dæmd- ur fyrir að smygla 230 grömmum af amfetamíni til landsins. Tuttugu kíló af hassi Það var á fimmtudagsmorgun- inn sem lögreglan lét til skarar skríða á iðnaðarsvæðinu við Rauðhellu í Hafnarfirði. Þar leigðu mennirnir húsnæði sem telur á annað hundrað fermetra. Í húsinu fannst hátækni- legur búnaður til þess að framleiða mikið magn af amfetamíni. Að auki fundust tuttugu kíló af hassi. Nokkr- um mánuðum fyrr höfðu fram- leiðendurnir flutt inn heilt tonn af mjólkursykri sem er notað sem íblöndunarefni. Talið er að þeir hafi ætlað að framleiða met-amfetamín sem er talsvert sterkara og hættu- legra en amfetamínið. Verksmiðjan er ekki sú fyrsta sinn- ar tegundar. Fyrir nokkrum árum var maður dæmdur fyrir framleiðslu á amfetamíni, en eins og Stefán segir, það var sjoppa miðað við það um- fang sem verksmiðjan við Rauðhellu hafði. Amfetamínuppskriftir á netinu Þó svo lögreglan hafi ekki viljað gefa upp hugsanlega framleiðslu- getu verksmiðjunnar er ljóst að hún gat framleitt ógrynni fíkniefna sé tek- ið mið af íblöndunarefninu sem flutt var inn. Magnið verður ekki talið í kílóum, heldur tonnum. Lögreglan hafði fylgst með fjór- menningunum í nokkra mánuði. Þá er ljóst að Tindur Jónsson hafi ver- ið að læra efnafræði. Þegar lögregl- an var spurð hvernig maður lærir að búa til amfetamín var svarið einfalt: Það er hægt að fletta því upp á net- inu. Einstein-aðgerðin „Við köllum aðgerðina Operation Einstein,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn og umsjónarmað- ur fíkniefnadeildar lögreglunnar. Hann segir heitið notað til þess að auðvelda samstarf við erlendar lög- gæslustofnanir en í þessu máli nýtur lögreglan liðsinnis tveggja sérfræð- inga frá Europol. Þeir eru sérfræð- ingar í að rífa niður verksmiðjur eins og þessa og hafa þegar rifið niður um þrjú hundruð slíkar. Lögreglan var með nokkurn við- búnað vegna sprengihættu en verk- smiðja sem þessi veldur stórhættu í öllu umhverfi sínu. Alls eru fjórir menn í gæsluvarð- haldi vegna málsins en lögreglan gefur lítið upp rannsóknina. Þrír menn voru handteknir á heimil- um sínum strax í gærmorgun, síðan var sá fjórði handtekinn þegar hann kom til landsins síðdegis í gær. valur@dv.is föstudagur 17. október 200810 Helgarblað Fjórir menn voru handteknir vegna aðildar að starfsemi amfetamínverksmiðju sem fannst á iðnaðarsvæði í Hafnarfirði í gær. Tveir þeirra eru þekktir glæpamenn, annar heitir Jónas Ingi Ragnarsson og varð frægur þegar hann var dæmdur fyrir þátt sinn í líkfundarmálinu árið 2003. Hinn er Tindur Jónsson en hann var dæmdur fyrir stórhættulega sveðjuárás árið 2005. vAluR gRETTIsson blaðamaður skrifar: valur@dv.is STÓRMARKAÐUR MEÐ AMFETAMÍN Blaðamannafundur Lögreglustjórinn eiríkur stefánsson, fyrir miðju, sagði aðra eins verksmiðju aldrei hafa fundist hér á landi. Amfetamínverksmiðja Lögreglan afmarkaði verksmiðj- una í gær á meðan sérfræðingar fjarlægðu tæki og efni. „Við köllum aðgerðina Operation Einstein.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.