Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Side 14
föstudagur 17. október 200814 Helgarblað
„Ég get ekki borgað húsaleiguna og
verð því á götunni um næstu mán-
aðamót. Ég er öryrki og fæ bæturnar
mínar frá Íslandi. Dönsku bankarn-
ir vilja hins vegar ekki sjá íslensku
krónuna og því geri ég ekki ráð fyr-
ir að fá neinar bætur,“ segir Kristín
Gunnarsdóttir sem býr í Vejle í Dan-
mörku.
„Mér þykir vænt um landið mitt:
Mér þykir því rosalegt að svona sé
komið fyrir Íslandi því þetta þurfti
ekki að fara svona. Ég skammast mín
fyrir að vera Íslendingur. Ég skamm-
ast mín virkilega,“ segir hún.
Kristín flutti til Danmerkur fyrir
tuttugu árum ásamt þáverandi eig-
inmanni sínum og þremur börn-
um. „Á sínum tíma langaði okkur að
prófa eitthvað annað. Við héldum
aldrei að við yrðum hér til eilífðar en
nú er ljóst að ég flyt aldrei aftur til Ís-
lands. Það er ekki fræðilegur mögu-
leiki á að ég geti lifað þar. Húsaleig-
an er há og matvaran dýr. Þetta er
bara glæpur. Við flúðum ástandið á
Íslandi. Aumingja fólkið sem býr á
þessu blessaða skeri núna. Ég vildi
ekki vera í þeirra sporum í dag.“
Hún hefur örsjaldan heimsótt Ís-
land á liðnum árum. „Ég hef ekki efni
á að koma í heimsókn. Ég kom síðast
fyrir þremur árum þegar pabbi minn
varð áttræður en ég hef ekki haft efni
á því síðan. Ég sé heldur ekki fram á
að komast aftur á næstu árum.“
Kristín er lærður nuddari en hef-
ur verið öryrki síðustu tvo áratugina.
„Ég hef ekkert getað nuddað. Ég er
með ónýtar axlir og er komin með
skemmd í liðina á hægri hendi. Það
er því takmarkað hvað ég get gert.“
Hún hefur gaman af því að sauma
út og föndra en á núorðið erfitt með
það vegna liðskemmda, auk þess
sem það kostar sitt að sinna áhuga-
málum.
Orðspor Íslendinga ónýtt
Kristínu svíður efnahagsástand-
ið á Íslandi og finnst stjórn landsins
hafa horft á aðgerðalaus á meðan
allt fór í vaskinn. „Orðspor Íslend-
inga er hugsanlega orðið ónýtt. Sem
er ekkert skrýtið. Ég held að umfjöll-
un fjölmiðla sé álíka neikvæð í öðr-
um löndum um Ísland og hún er
hér. Ég myndi ekki kynna mig sem
Íslending hérna ef ég yrði spurð. Það
er alveg á hreinu.“
Hún hefur leitað til danskra fé-
lagsmálayfirvalda til að fá aðstoð en
kemur að lokuðum dyrum. Kristín
er íslenskur ríkisborgari og hefur því
ekki réttindi til að fá fullar örorkubæt-
ur frá Dönum. „Ég talaði við komm-
únuna hérna í vikunni og sýndi þeim
útskrift frá bankanum sem sýnir að
ég er þar í mínus. Mér var sagt að ég
fengi enga aðstoð.“ Kristín á þó von
á símtali frá dönskum félagsmálayf-
irvöldum á mánudag. „Ég vona auð-
vitað að þau finni einhverja leið en
ég býst ekki við því að það komi neitt
jákvætt út úr þessu. Þegar ég er búin
að tala við kommúnuna aftur ætla ég
að leita til íslenska sendiráðsins. Þau
hljóta að eiga að hjálpa mér. Ég hélt
að í dag þyrfti enginn að svelta.“
Henni finnst staða sín gagnvart
íslenskum yfirvöldum veik vegna
þess að hún er öryrki. „Á Íslandi hef-
ur alltaf verið litið niður á öryrkja.
Þeir eru bara eitthvert pakk sem á
ekki skilið að lifa. Þessar bætur sem
við fáum eru til skammar. Ég gæti
ekki heldur lifað af þessu á Íslandi
og tel ég mig mjög sparsama. Ég eyði
engu í vitleysu. Ég kaupi allan mat á
tilboði. Allan,“ segir hún. „Þennan
mánuðinn hef ég borðað það sem ég
átti í frystinum en sá matur er bráð-
um búinn.“
Kvíðir jólunum
Kristín hefur verið mjög niður-
dregin að undanförnu vegna þeirr-
ar erfiðu stöðu sem hún er í. „Þetta
er gjörsamlega búið að fara með
mig. Ég bý ein og hef afskaplega lít-
ið annað að gera en að hugsa um
þetta hrikalega ástand á Íslandi.
Þetta étur mann upp að innan. Jólin
koma bráðum. Ég á börn og barna-
börn og tengdabörn. Ég sé enga leið
út úr þessu.“
Hún er stolt og vill sjá um sig sjálf.
„Það var orðið svo slæmt að bróð-
ir minn sem býr á Íslandi sendi mér
evrur sem hann átti og smá danskan
pening. Mér fannst ég vera að þiggja
ölmusu og það er það versta sem ég
get gert. Mér hefur aldrei liðið eins
illa á ævinni,“ segir Kristín en vinir
bróður hennar voru á leið til Dan-
merkur og sendi hann þá með pen-
ingana að henni forspurðri. „Ég bið
ekki um hjálp.“
Dagarnir eru heldur tilbreyting-
arlausir hjá Kristínu. „Ég loka mig
bara inni. Ég vil ekki fara út. Ástand-
ið er orðið það slæmt að ég á hvorki
fyrir bensíni né öðru. Ég get ekki einu
sinni keypt mér vetrarjakka. Þetta er
orðið það slæmt.“
Vegna líkamlegra veikinda má
Kristín ekki bera innkaupapoka úr
búðinni og heim til sín, jafnvel þótt
aðeins sé um fimm mínútna gang-
ur þar á milli. Hún þarf því að fara á
bílnum í matvörubúðina.
Þarf róandi lyf
Dóttir Kristínar hefur dvalið hjá
henni undanfarna daga til að sýna
henni stuðning. „Það sem heldur
mér uppi þessa dagana er að yngsta
dóttir mín og tengdasonur komu til
mín. Ég er búin að vera með hrika-
legan hjartslátt og titra öll og skelf.
Þau halda mér uppi með því að vera
hérna hjá mér. En það verður ekki
nema fram á laugardag. Þá fer ég
niður aftur. Þau búa í Kaupmanna-
höfn og eru í skóla þar. Þau þurfa því
að fara aftur í skólann á mánudag-
inn. En vera þeirra hér heldur mér
frá því að verða biluð. Þau komu sér-
staklega til að vera hjá mér því mér
líður svo illa.“
Kristín er reið út í íslensk stjórn-
völd og segir þau hafa sofið á verð-
inum. „Ég er ofboðslega reið. Ég er
reið út í þá sem stjórna þessu bless-
aða landi. Það er engum öðrum að
kenna hvernig komið er. Eflaust eiga
þessir nýríku karlar einhvern þátt í
þessu en ég segi að ráðamenn á Ís-
landi hefðu átt að taka í taumana
fyrir löngu. Það var varað við þessu
en það var ekki hlustað. Þeir ættu að
skammast sín.“
Hún segist vera búin að fá nóg af
íslenskum ráðamönnum. „Þeir hafa
örlög fjölda manns á samviskunni.
Ég er ansi hrædd um að það eigi eftir
að verða aukin sjálfsmorðstíðni á Ís-
landi, ef sú hrina er ekki þegar hafin.
„ÉG SKAMMAST
MÍN FYRIR
AÐ VERA
ÍSLENDINGUR“
Kristín Gunnarsdóttir er öryrki og býr í Danmörku. Hún er í skuld við bankann og býst ekki við að fá örorku-
bæturnar frá Íslandi um næstu mánaðamót því dönsku bankarnir vilja ekki sjá íslensku krónuna. Kristín sér
fram á að missa húsnæði sitt um mánaðamótin og enda á götunni. Hún er afar niðurdregin vegna ástandsins
og ætlar að leita sér læknishjálpar.
Hvað getur þú sjálfur gert?
einhverjir kunna að finna fyrir einkennum depurðar eða þunglyndis vegna þeirra hamfara sem orðið hafa í efnahagslífinu
á undanförnum vikum. Á vefsíðunni persóna.is er að finna gagnlegar upplýsingar um orsakir, einkenni og úrræði
þunglyndis. greinin er eftir sálfræðinginn rúnar Helga andrason og geðlækninn engilbert sigurðsson. Hér fyrir neðan eru
nokkur ráð úr greininni sem mikilvægt er að hafa hugföst ef fólki finnst það vera úrvinda, einskis virði, hjálparvana eða
vonlaust:
n setja þér raunsæ markmið og axla ekki of mikla ábyrgð.
n skipta stórum verkefnum í smærri, forgangsraða og gera það sem þú getur þegar þú getur.
n Vera innan um fólk og trúa einhverjum fyrir líðan þinni, það er yfirleitt betra en tilfinningaleg einangrun.
n taka þátt í öllu sem lætur þér líða betur, og hafa hugfast að þótt þú njótir þess ekki eins og áður sé þetta hluti af því sem
þú ert að gera til að ná betri líðan.
n Létt líkamsrækt, bíóferð eða þátttaka í hvers konar félagslegum athöfnum gæti hjálpað.
n Vera viðbúinn því að betri líðan kemur hægt á nokkrum vikum og að það geti komið slæmir dagar inn á milli.
n fresta stórum ákvörðunum þar til þunglyndinu léttir. Áður en þú gerir miklar breytingar - skilur eða skiptir um starf -
skaltu ræða það við einhvern sem þekkir þig vel og hefur hlutlausari afstöðu til þinna mála.
n reyna ekki að hrista þunglyndið af þér og mundu að með meðferð og sjálfshjálp aukast líkurnar á betri líðan dag frá
degi.
n Muna að jákvæður hugsunarháttur leysir í vaxandi mæli hinn neikvæða af hólmi þegar meðferð fer að hafa áhrif.
n Leyfa vinum og vandamönnum að hjálpa þér.
Erla Hlynsdóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
„Mér fannst ég vera
að þiggja ölmusu og
það er það versta sem
ég get gert. Mér hefur
aldrei liðið eins illa á
ævinni.“