Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Side 41
föstudagur 17. október 2008 41Sport Logi í beinni besti vinur aðal, Logi geirsson, og félagi hans Vignir svavarsson verða í eldlínunni um helgina þegar þeir mæta stórliði Hamburg í þýsku úrvalsdeild- inni. Logi gerði allt vitlaust í deildarleik um daginn þegar hann stríddi áhorfendum í útileik. Hann gerði svo gott betur og skoraði sigurmarkið á lokamínútunni. Lemgo hefur farið vel af stað og sama gildir um Loga. Íslendingum gefst færi á að sjá einn af silfurstrákunum okkar þar sem leikurinn er í beinni á stöð 2 sport klukk- an 12.50 á laugardaginn. Jói KaLLi mætir toppLiðinu okkar menn fara aftur af stað í ensku deildarkeppninni um helgina. Jóhannes karl guðjónsson og félagar í burnley fá ærið verkefni þegar þeir taka á móti toppliði birmingham á heimavelli. Hin Ís- lendingaliðin, reading og Coventry, eiga bæði útileiki. Ívar Ingimarsson verður örugglega í byrjunarliði reading sem heimsækir Preston um helgina en spurning er með brynjar björn eftir að hann haltraði af leikvelli með landsliðinu í vikunni. Þá heimsækir aron einar gunnarsson Úlfana með sínu liði, Coventry. Þrátt fyrir hálfvitaskap Gordons Brown og co í Englandi bíða margir spenntir eftir að þarlend úrvalsdeild hefjist aftur á morgun eftir tveggja vikna hlé. Áttunda umferð hefst á laugardaginn með sjö leikjum. Ástand liðanna misjafnt Það hefur sýnt sig undanfar- in ár að liðin koma mjög mismun- andi stemmd eftir þessi hlé og oft- ar en ekki eru það sterkari liðin sem hiksta mest enda nánast allir leik- manna þeirra búnir að leika einn eða tvo landsleiki með landslið- um sínum á meðan önnur lið hafa haldið meira af mannskap sínum, æft og safnað orku. Fjörleg byrjun Deildin hefur farið vel af stað, fjörugir leikir, dramatík og óvænt úrslit. Spútnikliðið er á sínum stað og hörmungargengi Lundúna- stórveldis vekur mikla athygli. Eitt liðið datt í billjónapott og meist- ararnir hafa hikstað með skoska landsliðasfyrirliðann sem sinn besta mann framan af móti. toppliðin taplaus Eftir sjö umferðir tróna vina- klúbbarnir Chelsea og Liverpool efst í deildinni með 17 stig. Þeir bláu hafa virkað mjög þéttir und- ir stjórn Felipes Scolari og unnið sína leiki sannfærandi. Chelsea á reyndar eftir að leika við hin stóru liðin og það styttist óðum í upp- gjör toppliðanna tveggja á Stan- ford Bridge. Rauði herinn brúkaði slatta af lukkudísum í byrjun en kláraði tvo stórleiki gegn Everton og Man.Utd. Liðið sýndi svo sinn fræga „come back-karakter“ með því að sigra Man. City í mögnuðum leik en það vantar enn nokkuð upp á stöðugleikann hjá sveinum Ben- itez. engin búlla í Hull Nýliðarnir í Hull City hafa kom- ið öllum í opna skjöldu með vaskri framgöngu sinni. Hver átti von á því að þeir yrðu fyrir ofan Arsenal og Man.Utd um miðjan október? Krakkarnir hans Wengers spila sem fyrr prýðisbolta og þrátt fyrir tvö slæm töp hafa þeir sýnt klærnar og náð góðum markasigrum á útivelli. Aston Villa og West Ham hafa einn- ig byrjað bærilega og ef svo heldur sem horfir verða liðin í baráttunni um Evrópusæti. En mótið er jú varla byrjað og allt getur gerst. Hörkuleikir Þótt ekki sé hægt að tala um neina dæmigerða stórleiki þessa helgina er fullt af áhugaverðum við- ureignum í umferðinni. Í fyrsta leik laugardagsins tekur Middlesbrough á móti Chelsea. Boro hefur undan- farin ár náð að stríða stóru liðunum en miðað við ganginn á Chelsea í síðustu leikjum eiga heimamenn von á erfiðum leik. Gareth South- gate, stjóri Boro, segist aftur á móti bjartsýnn fyrir leikinn eftir góðan sigur á Wigan í síðasta leik. bláir til London Arsenal fær Everton í heimsókn sem þarf sárlega á sigri að halda eft- ir dapurt gengi í mótsbyrjun. Moy- es stefnir að því að halda upp á nýj- an samning sinn með því að sækja stig á Emirates. Hætt er þó við því að þeir bláu verði ennþá „blue“ á leiðinni heim norður í land þar sem allir landsliðsmenn Arsenal komu heilir heim eftir góða leiki með lið- um sínum. torres meiddur? Emil Heskey fer með sínum fé- lögum í Wigan á sinn gamla heima- völl, Anfield Road í Liverpool. Enski landsliðsmaðurinn, sem er nýbúinn að lýsa því yfir að enginn fari ógrát- andi frá Liverpool, fær eflaust góðar móttökur á Anfield en þar á bæ hafa menn áhyggjur af því að Fernando Torres verði ekki klár í slaginn eft- ir að hafa verið skipt út af eftir að- eins 16 mínútur vegna meiðsla í leik með spænska landsliðinu. Rafa- el Benitez, sem varla getur hatað landleikjahléin meira, varð ekkert sérlega kátur yfir tíðindunum. rooney rjúkandi Meistararnir í Manchester fá ný- liða WBA í heimsókn sem eru sýnd veiði en ekki alveg gefin. Heims- klassamunur er á þessum liðum og mikið þarf að ganga á til að United vinni ekki öruggan sigur, sér í lagi þar sem Waine Rooney er heldur betur vaknaður til lífsins. Það mun- ar um minna. Tony Mowbray, stjóri West Brom, segir aftur á móti að hann ætli að halda upp á tveggja ára veru sína hjá félaginu með því að ná óvæntum sigri á Old Trafford. botnslagurinn Loks ber að nefna að botnliðin tvö, Stoke City og Tottenham, mæt- ast í Stoke á sunnudaginn og munu bæði lið leggja allt í sölurnar til að vinna þann leik. Bæði lið þurfa sár- lega á stigum að halda og þá sér í lagi botnliðið Tottenham sem hef- ur sjaldan séð það svartara. Dav- id Bentley, leikmaður Tottenham, hefur sagt reiði stuðningsmanna Spurs fyllilega réttmæta en ætla má að hlutirnir versni og stemningin verði álíka og hjá viðskiptavinum Icesave ef Tottenham fær ekki 3 stig úr leiknum. sveinn waage blaðamaður skrifar: sveinn@dv.is Landsleikjahlé eru ekki í uppáhaldi hjá aðdáendum enska boltans frekar en stjóru liðanna sem bíða á milli vonar og ótta eftir meiðslafréttum af leikmönnum sínum. Síðustu tvær vikur hefðu verið bærilegri fyrir marga ef við hefðum haft meira af enskum fótbolta og minna af enskum ráðamönnum. Stóru liðin fjögur leika öll á laugardaginn. Boltinn það Besta frá englandi tveir turnar Johnterry hjá toppliði Chelsea og Jonathan Woodgate hjá botnliði tottenham kljást um boltann í leik liðanna í ágúst. rísandi stjarna theo Walcott, framherji arsenal, flýgur framhjá geovanni hjá Hull. Leikir heLgarinnar Laugardagur 18. október 11.45 Middlesbrough - Chelsea 14.00 arsenal - everton 14.00 aston Villa - Portsmouth 14.00 bolton - blackburn 14.00 fulham - sunderland 14.00 Liverpool - Wigan 16.30 Man.utd - West brom sunnudagur 19. október 14.00 Hull City - West Ham 15.00 stoke City - tottenham mánudagur 20. október 19.00 Newcastle - Manchester City Hörð barátta Wes brown og alberto riera í loftköstum á anfield.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.