Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Page 44
föstudagur 17. október 200844 Helgarblað DV umsjón: kolbrún pálína helgadóttir kobrun@dv.is Gómsætar muffins muffins hafa lengi vel verið vinsæll kostur þegar kemur að því að baka fyrir barnaafmæli og fleiri skemmtileg tilefni. dV tók saman nokkrar ólíkar en einfaldar muffinsuppskriftir. bananamuffins n 2 egg n 1 ½ dl sykur n 1 dl síróp n 1 dl sýrður rjómi n 5 dl hveiti n 1 msk. lyftiduft n 75 g smjör n 2 stórir bananar n 75 g suðusúkkulaði Aðferð: Þeytið egg, sykur og síróp saman í létta blöndu. bætið sýrðum rjóma út í, hrærið og sigtið hveiti og lyftidufti í. hrærið smjöri, bananabitum og súkkulaðibitum í deigið. setjið í u.þ.b. 12 form og bakið í 20 mínútur við 200 gráður. súkkulaðimuffins n 150 g sykur n 150 g smjör n 3 meðalstór egg n 160 g hveiti n 1 tsk. kanil n 2 tsk. lyftiduft n 1 hnífsoddur salt n 100 g dökkur súkkulaðispænir Aðferð: Þeytið smjör og sykur saman. bætið eggjunum í einu í einu og hrærið í u.þ.b. ½ mínútu. hrærið hveiti, kanil, lyftidufti, salti og súkkulaðispæni í. setjið í muffinsform og bakið í u.þ.b. 15 mínútur við 200 gráður, þær eiga að vera gullinbrúnar og bakaðar í gegn. jógúrtmuffins n 2 bollar sykur n 3 egg n 220 g brætt smjörlíki n 2 ½ bolli hveiti n ½ tsk. salt n ½ tsk. matarsódi n 1 dós jógúrt n 100-150 g súkkulaði (má sleppa) Aðferð: sykurinn og eggin eru hrærð saman. öllu hinu er síðan bætt varlega saman við. bakað við 170°- 180° í 15-20 mínútur. úr uppskrift- inni fást u.þ.b. 50 muffins. & ínMatur Kindakæfa Hér áður fyrr voru lambaslög mikið notuð í kæfu og smávegis af kjöti með en í dag viljum við hafa áleggið fituminna. Í þessa kæfu eru notaðar kjöt- sneiðar af lambaframparti. Sannir kæfuunnend- ur nota lambalæri í kæfuna sína og þá er hún orðin algjör sparimatur. Þessi ljúffenga kæfuupp- skrift er úr klúbbablaði Gestgjafans sem nú fæst í verslunum og er kjörin á þessum síðustu og verstu tímum þar sem kostnaðurinn við gerð hennar er ekki mikill. n 2-3 msk. salt n 2 kg lambakjötsneiðar með beini n 3 stórir laukar, smátt saxaðir n 2 tsk. pipar n salt, eftir smekk n ýmis krydd, t.d. grillblanda, lambakjötsblanda, tímían, marjoram eða hvað það sem ykkur lystir setjið 1 ½-2 l af vatni ásamt 2-3 msk. af salti í rúmgóðan pott og hitið að suðu. setjið kjötsneiðar út í þegar suðan er komin upp og látið kjötið sjóða við hægan hita í 2-2 ½ klst. eða þar til kjötið er orðið vel laust frá beinunum. fleytið froðuna sem myndast við byrjun suðunnar ofan af. takið kjötið upp úr soðinu og setjið á fat eða bakka. sjóðið lauk svolitla stund í kjötsoðinu eða þar til hann er orðinn mjúkur. sigtið laukinn frá soðinu. ekki er gott að sjóða laukinn of lengi, þá er hætt við því að hann missi bragð. losið kjötið af beinunum og fjarlægið sinar. setjið kjötið ásamt lauk og pipar í hrærivél og hrærið vel saman með hnoðaranum eða hræraran- um. smakkið til með salti og kryddi eftir smekk. setjið hræruna í form. kælið vel og skerið í hæfilega bita. pakkið bitunum inn í álpappír og frystið. Kjötsúpa að hætti Kalla „Við Íslendingar eigum svo gott hráefni hvort sem er til sjávar eða sveita, við eig- um besta vatn í heimi og svo eigum við fullar skúffur af ljúffengum uppskriftum að hollum, góðum og jafnframt ódýrum mat,“ segir Karl V. Matthíasson alþingismaður, matgæðingur vikunnar. n 1,8 l vatn n 1 kg lambasúpukjöt n 500 g kartöflur n 500 g gulrófur n 250 g gulrætur n 1½ dl hrísgrjón (má einnig setja ½ dl haframjöl með) n 100 g hvítkál n 1½ msk. súpujurtir n ½ stk. laukur n salt og pipar eftir smekk. aðferð: fyrir þá sem það vilja er gott að fituhreinsa kjötið að einhverju leyti. kjötið er síðan sett í pott með vatninu og hitað að suðu. froðan sem kemur er tekin af. saltið súpuna, setjið súpujurtirnar, laukinn og hrísgrjónin saman við og sjóðið í um 40 mín. á meðan eru gulrófurnar, kartöflurnar og gulrætur skornar í bita. sett út í og soðið í 15 mín. til viðbótar. kálið er skorið í mjóar ræmur og sett út í og soðið í 5 mín. til viðbótar eða þar til allt grænmetið er meyrt. um leið er haframjölið sett ef á að nota það. smakkað og bragðbætt með salti og pipar ef þurfa þykir. kjötið er ýmist borið fram í súpunni eða með henni á sérstöku fati. Það er svo gaman með svona súpu að þú getur notað ýmislegt annað grænmeti, t.d. blómkál, sellerí eða grænkál. Þetta er alveg ekta súpa fyrir haustafurðir, súpukjöt af nýslátruðu, nýuppteknar kartöflur og rófur. gerist ekki betra. svo er svo merkilegt með kjötsúpuna að hún verður betri með hverri upphituninni, þ.e.a.s. þangað hún verður mikið verri og þá hættir maður. í árferði eins og þessu ætti fólk einmitt að huga að því að setja niður grænmeti í vor, vera sjálfu sér nægt. í kjötsúpuna er notað ódýrt og gott hráefni. Ég skora á Grétar Mar Jónsson alþingismann. M atg æð ing ur inn uppskrift: sigríður björk bragadóttir mynd: kristinn magnússon AllrAhAndA nafn þessa krydds er að öllum líkindum til kom- ið vegna bragðsins sem ber keim margra kryddtegunda án þess þó að vera blanda úr þeim, samanber neguls, múskats og kanils. allra- handa er helst notað í alls kyns kjöt- rétti, helst karrírétti og kryddlegi, auk þess sem það er notað í bakstur. Þetta krydd er ómissandi í rúllupylsu og kæfu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.