Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Side 46
föstudagur 17. október 200846 Helgarblað Fáum atburðum síðari heimsstyrjald- arinnar hafa verið gerð eins góð skil á bókum og umsátrinu um Leníngrad. Við upphaf innrásar Hitlers í Sovét- ríkin 2. júní 1941 gengu áætlanir út á þrjár megin sóknir. Syðst skyldu hersveitirnar sigra Úkra-ínu og ná höfuðborginni, Kænu- garði. Um miðbikið áttu hersveitirn- ar að æða um Hvíta-Rússland í átt að Minsk og Moskvu. Í norðri átti von Leeb marskálkur að sigra Eystrasaltslönd- in áður en hann settist um Leníngrad, sem í dag heitir Sankti Pétursborg. Og þar sem borgin hét eftir stofnanda Sov- étríkjanna, Vladimír Ilitsj Lenín, hafði hún mikið táknrænt gildi. Þjóðverjar breyta um áherslur Þegar sóknin hafði staðið í viku, 1. júlí, náði þýski herinn Riga og Tallin féll 27. júlí. En 19. júlí ákvað Hitler að þunga sóknarinnar skyldi færa frá Len- ín-grad suður til Úkraínu. Bryndreka- og flugvélasveitir voru sendar suður, en þá dró úr sóknarkrafti sveita Leebs marskálks. Í norðri hélt sóknin áfram fram eft- ir sumri en þreyta tók að segja til sín í þýsku hersveitunum. Í byrjun sept- ember náðu fremstu sveitir Þjóð- verja til úthverfa Leníngrad. Nokkrar endastöðvar sporvagna borgarinnar sprengdu Þjóðverjar í loft upp en her- inn setti upp höfuðstöðvar sínar sunn- an hennar. Hitler vildi alls ekki fórna her- sveitum sínum í blóðugum götu- bardögum. Leníngrad átti að vinna með umsátri. Stórskotaliði og loftár- ásum var beint að borginni en íbú- ana átti að auki að svelta til uppgjaf- ar. Reka átti þá borgarbúa sem þetta lifðu af út í flóa og fen, þar myndu þeir fljótt týna tölunni. Sovésku stór- borginni og menningarmiðstöðinni Leníngrad skyldi eytt af yfirborði jarð- ar. Vörnin skipulögð Einn færasti herforingi Stalíns, Zhukov, kom til borgarinnar 10. sept- ember. Með hvatningarræðum, ár- angursríkum hernaðaraðgerðum og ströngum refsingum við hugleysi tókst honum að skipuleggja varn- ir borgarbúa og vinna gegn skelfing- unni sem breiðst hafði út. Sovéskir hermenn stóðu fastir fyr- ir á brúarsporði við Oranienbaum á suðurströnd Finnska flóa, enda nutu þeir stuðnings innikróaðs Eystrasalts- flotans í flotastöðinni í Kronstadt. Þýskar hersveitir höfðu náð Finnska flóa austan brúarsporðsins og lokað leiðinni þaðan til Leníngrad. Þjóð- verjar náðu strandlengjunni sunnan Ladoga-vatns og borginni Schlüssel- burg, sem Rússar nefndu Sjlisselburg. Landleiðin frá Leníngrad í austur var lokuð. Í norðri sótti finnski herinn fram. Finnar áttu harma að hefna síðan í vetrarstríðinu, þeir vildu ná aftur sín- um landsvæðum. En þegar finnsku hersveitirnar á Kirjálaeiðinu náðu að gömlu landamærunum, skammt norðan Leníngrad, námu þær staðar. Finnar kærðu sig ekki um að taka þátt í sjálfu umsátrinu um Leníngrad. Samgöngur á ísnum Þjóðverjar náðu borginni Tikhvin 9. nóvember og þá var lokað fyrir járnbrautarsamgöngur frá Rússlandi að Ladoga-vatni. Rússar náðu Tik- hvin aftur 9. desember 1941, en ekki komst lag á járnbrautarsamgöng- ur. Þess í stað var komið upp sam- gönguleið í austri að Ladoga-vatni og eftir vegi um ísilagt vatnið að Kirj- álaeiðinu. Þessa leið óku flutninga- bílar hlaðnir nauðsynjavörum alla leið inn í Leníngrad. Þýskar sprengjuflugvélarn reyndu að stöðva flutningana yfir ísinn en tókst það aldrei alveg. Leníngradbú- um stóð mun meiri ógn af stórskota- liði umsáturshersins og reglubundn- um árásum þess. Í borginni voru þrjátíu sovéskar hersveitir og voru meðlimir þeirra af ýmsu sauðahúsi. Álíka margir þýsk- ir hermenn mynduðu umsátursher- inn í suðri en þeir voru betur þjálfað- ir, agaðri og mun betur vopnaðir en heimamenn. Borgarbúar í Lenín- grad voru um 2,5 milljónir talsins. 900 dagar í Leníngrad Leníngrad 1941 Þýskir hermenn við Leníngrad 1941.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.