Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Qupperneq 46
föstudagur 17. október 200846 Helgarblað Fáum atburðum síðari heimsstyrjald- arinnar hafa verið gerð eins góð skil á bókum og umsátrinu um Leníngrad. Við upphaf innrásar Hitlers í Sovét- ríkin 2. júní 1941 gengu áætlanir út á þrjár megin sóknir. Syðst skyldu hersveitirnar sigra Úkra-ínu og ná höfuðborginni, Kænu- garði. Um miðbikið áttu hersveitirn- ar að æða um Hvíta-Rússland í átt að Minsk og Moskvu. Í norðri átti von Leeb marskálkur að sigra Eystrasaltslönd- in áður en hann settist um Leníngrad, sem í dag heitir Sankti Pétursborg. Og þar sem borgin hét eftir stofnanda Sov- étríkjanna, Vladimír Ilitsj Lenín, hafði hún mikið táknrænt gildi. Þjóðverjar breyta um áherslur Þegar sóknin hafði staðið í viku, 1. júlí, náði þýski herinn Riga og Tallin féll 27. júlí. En 19. júlí ákvað Hitler að þunga sóknarinnar skyldi færa frá Len- ín-grad suður til Úkraínu. Bryndreka- og flugvélasveitir voru sendar suður, en þá dró úr sóknarkrafti sveita Leebs marskálks. Í norðri hélt sóknin áfram fram eft- ir sumri en þreyta tók að segja til sín í þýsku hersveitunum. Í byrjun sept- ember náðu fremstu sveitir Þjóð- verja til úthverfa Leníngrad. Nokkrar endastöðvar sporvagna borgarinnar sprengdu Þjóðverjar í loft upp en her- inn setti upp höfuðstöðvar sínar sunn- an hennar. Hitler vildi alls ekki fórna her- sveitum sínum í blóðugum götu- bardögum. Leníngrad átti að vinna með umsátri. Stórskotaliði og loftár- ásum var beint að borginni en íbú- ana átti að auki að svelta til uppgjaf- ar. Reka átti þá borgarbúa sem þetta lifðu af út í flóa og fen, þar myndu þeir fljótt týna tölunni. Sovésku stór- borginni og menningarmiðstöðinni Leníngrad skyldi eytt af yfirborði jarð- ar. Vörnin skipulögð Einn færasti herforingi Stalíns, Zhukov, kom til borgarinnar 10. sept- ember. Með hvatningarræðum, ár- angursríkum hernaðaraðgerðum og ströngum refsingum við hugleysi tókst honum að skipuleggja varn- ir borgarbúa og vinna gegn skelfing- unni sem breiðst hafði út. Sovéskir hermenn stóðu fastir fyr- ir á brúarsporði við Oranienbaum á suðurströnd Finnska flóa, enda nutu þeir stuðnings innikróaðs Eystrasalts- flotans í flotastöðinni í Kronstadt. Þýskar hersveitir höfðu náð Finnska flóa austan brúarsporðsins og lokað leiðinni þaðan til Leníngrad. Þjóð- verjar náðu strandlengjunni sunnan Ladoga-vatns og borginni Schlüssel- burg, sem Rússar nefndu Sjlisselburg. Landleiðin frá Leníngrad í austur var lokuð. Í norðri sótti finnski herinn fram. Finnar áttu harma að hefna síðan í vetrarstríðinu, þeir vildu ná aftur sín- um landsvæðum. En þegar finnsku hersveitirnar á Kirjálaeiðinu náðu að gömlu landamærunum, skammt norðan Leníngrad, námu þær staðar. Finnar kærðu sig ekki um að taka þátt í sjálfu umsátrinu um Leníngrad. Samgöngur á ísnum Þjóðverjar náðu borginni Tikhvin 9. nóvember og þá var lokað fyrir járnbrautarsamgöngur frá Rússlandi að Ladoga-vatni. Rússar náðu Tik- hvin aftur 9. desember 1941, en ekki komst lag á járnbrautarsamgöng- ur. Þess í stað var komið upp sam- gönguleið í austri að Ladoga-vatni og eftir vegi um ísilagt vatnið að Kirj- álaeiðinu. Þessa leið óku flutninga- bílar hlaðnir nauðsynjavörum alla leið inn í Leníngrad. Þýskar sprengjuflugvélarn reyndu að stöðva flutningana yfir ísinn en tókst það aldrei alveg. Leníngradbú- um stóð mun meiri ógn af stórskota- liði umsáturshersins og reglubundn- um árásum þess. Í borginni voru þrjátíu sovéskar hersveitir og voru meðlimir þeirra af ýmsu sauðahúsi. Álíka margir þýsk- ir hermenn mynduðu umsátursher- inn í suðri en þeir voru betur þjálfað- ir, agaðri og mun betur vopnaðir en heimamenn. Borgarbúar í Lenín- grad voru um 2,5 milljónir talsins. 900 dagar í Leníngrad Leníngrad 1941 Þýskir hermenn við Leníngrad 1941.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.