Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 47
föstudagur 17. október 2008 47Helgarblað Á flótta Íbúar í Leníngrad á flótta með eigur sínar eftir að Þjóðverjar höfðu sprengt hús þeirra í loft upp í einni af fjölmörgum sprengjuárásum á borgina. Margir frusu í hel En Vegur lífsins yfir ísinn nægði ekki og matarbirgðir í borginni voru af skornum skammti. Strax 2. september 1941 var mjög hert á brauðskömmtun og það var bara byrjunin. Í helgreipum vetrarkuld- anna lögðu borgarbúar sér hvað sem var til munns; hundar borg- arinnar og kettir hurfu fljótt, aðrir suðu sér veggfóðurslím og skinn- bita. Og í kuldunum varð eldsneyt- isskorturinn enn afdrifaríkari. Margir frusu í hel aðframkomnir af hungri. Vetrarklæðnaður og brauð- molar urðu gulls ígildi á svarta markaðnum. Í verksmiðjum lifðu menn á söltuðu vatni með kál- blaði. Veturinn 1941-1942 var erf- iðasti vetur þessa umsáturs. Í nóv- ember létust 300 manns á dag og í desember dóu 52.000 íbúa borg- arinnar úr hungri. Tveimur mán- uðum síðar, í febrúar 1942, urðu 73. 000 borgarbúa hungurmorða. Sögur um mannát breiddust út og vopnaðir verðir gættu kirkjugarða og fjöldagrafa til að koma í veg fyr- ir að örvinglað fólk græfi líkin upp í leit að fæðu. Þeir sem stöðu sinnar vegna eða starfa höfðu greiðari aðgang að nauðsynjum tóku að falla í valinn. Ótal sögur eru til af verkamönn- um í Kirov-vopnaverksmiðjunni og læknum sjúkrahúsanna sem hreinlega dóu úr hungri við störf sín. Grindhoruð börn sem drógust á sleðum sínum á leið í kirkjugarð- ana voru dagleg sjón, ekki síður en börn á vergangi sem misst höfðu alla ættingja sína. Járnagi flokksins Meðan á umsátrinu stóð hélt kommúnistaflokkurinn uppi járnaga í borginni. Íbúum af þýsk- um eða finnskum ættum var smal- að saman á íþróttavöllum borgar- innar. Yfirmönnum og óbreyttum í hernum sem grunaðir voru um linkind í garð óvinarins var refsað grimmilega, suma tóku sérsveitir af lífi. Og flokksmeðlimir sluppu ekki heldur. Rétt eins og í hreins- unum á fjórða áratugnum var hreinsað til meðal flokksmanna svo styrkja mætti forustuna. Ógn- arstjórnin þurfti ekki að svara til saka, hvorki fyrir hernaðarlegum eða borgaralegum dómstólum. Um þriðjung íbúanna töldu borgaryfirvöld undirmálsfólk, þeirra fjölmennastir voru atvinnu- leysingjar. Skammtar þeirra af nauðsynjum voru skornir enn frek- ar niður og ljóst var að þeim var ekki ætlað að lifa af. Enda litu yfir- völd á þetta fólk sem fórnarkostn- að, það mátti farast svo aðrir íbúar borgarinnar lifðu af. Árið 1942 var hálf milljón borgarbúa flutt á brott, í ágústmánuði náði fjöldi borgar- búa ekki milljón og í maí 1943 voru 643. 000 óbreyttir íbúar í Lenín- grad. En mitt í þessari eymd og ógn reyndi fólk af fremsta megni að lifa eðlilegu lífi. Borgarbúar komu dúðaðir saman til tónleikahalds og bókmenntaupplestra í ísköld- um samkomusölum, og reyndu að greina tal og tóna í sprengjufalli og skotárásum á götum borgarinnar. Sovésk gagnsókn Stórsókn hófst 15. janúar 1944 með látlausri skothríð; 220. 000 sprengjum var varpað á þýsku herdeildirnar á einum og hálfum klukkutíma. Sovéskar hersveitir réðust svo fram úr austri og sveit- ir í Leníngrad og Oranienbaum börðust grimmilega. Þýsku hersveitirnar neydd- ust til að hörfa. Í lok janúar árið 1944 voru þær komnar svo langt frá Leníngrad að fallbyssukúlur þeirra náðu ekki til borgarinnar. Umsátrinu var aflétt en það hafði staðið í tæpa 900 daga. Leníngrad stóðst áhlaup og umsátur en fórn- arkostnaður var hár. Að minnsta kosti 600. 000 manns, ef til vill ein milljón íbúa, lágu í valnum. Meira en 60.000 þeirra höfðu fallið fyrir Þjóðverjum, hinir fórust úr hungri og kulda. Í ágúst 1941 settist þýski herinn um rússnesku borgina Leníngrad. Í janúar 1944, nærri 900 dögum síðar, tókst Rauða hernum að létta umsátrinu. Þá höfðu meira en 600.000 íbú- anna dáið úr sulti og sjúkdómum. ef tir L ars ericson WoLk e 900 dagar í Leníngrad Í umsátrinu einangraðist Lenín- grad. Eina leiðin inn og út úr borginni var yfir Ladoga-vatn. sv a n t e st r ö m FinnLand Viborg SovétrÍkin Leníngrad Lednevo Nýja Ladoga Sjlisselburg Oranienbum brúin Kronstadt undir stjórn öxulvelda Þýska umsáturslínan sovéska sóknin Ladoga vatn Finnski flói Pétursborg kemur að sjálfsögðu mjög við sögu í rússneskum bókmenntum og mörg helstu skáld rússa gerðu borgina að þungamiðju verka sinna. Þar má ekki aðeins nefna ljóðskáldið Púskjin heldur líka smásagnahöfundinn nikolæ Gogol og þó umfram allt Fjodor dostoévskí. Frægasta og áhrifa- mesta skáldsaga hans, Glæpur og refsing, gerist í Pétursborg og segir frá stúdentinum raskolnikov sem grípur til örþrifaráða til að leysa peninga- vandræði sín og réttlætir glæp sinn með því að hann sé ekki bundinn af hefðbundnum siðferðislögmálum. En hann sleppur þó ekki undan refsingunni. auk siðferðilegra vangaveltna og stórskorinna persóna er bók- in ógleymanleg fyrir lýsinguna á hinu þrúgandi andrúmslofti í borginni sjálfri. Pétursborg í bókmenntum rússneska tónskáldið dmitrí Shostakovítsj (1906 –1975) þótti bæði auðmjúkur liðsmaður ógnarstjórnar Stalíns og skarpskyggn gagnrýnandi einræðisins. Þekktasta verk hans, sjöundu sinfóníuna eða Leníngrad- sinfóníuna, mátti túlka sem óð til stríðandi borgarbúa um leið og stjórn- völd notuðu hana í áróðursskyni. Shostakovítsj samdi sinfóníuna í upphafi umsátursins . Hann starfaði þá við brunavarnir í borginni en fluttist með fjölskyldunni sinni til Moskvu í október 1941. nótnablöð hans voru ljósmynduð og afritum komið til Bretlands og Bandaríkjanna. Sinfónían var frumflutt í Lundúnum 29. júní 1942 og í útsendingu nBC-útvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum 19. júlí. Í Leníngrad varð að gera hlé á frumflutningnum 9. ágúst 1942 vegna sprengjuárása Þjóðverja og bæði hljómsveit og áheyrendur urðu að leita skjóls. En sinfónían var svo send út til þýska umsáturshersins í hátölurum. Sterk andspyrna með tónlistinni dómkirkja heilags Ísaks sovéskir hermenn marsera fram hjá dómkirkju heilags Ísaks í Leníngrad í mars 1943.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.