Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 5

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 5
5 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur Minningarorð Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur á Orkustofnun, lést 29. desember 2008 eftir stranga baráttu við krabbamein, 67 ára að aldri. Hann var einn helsti forystumaður íslenskra náttúrufræðinga um árabil, stóð í fararbroddi í félagsmálum þeirra og var heiðursfélagi í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi. Freysteinn var fæddur 4. júní 1941 á Reykjum í Lundarreykjadal og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Sigurður Ásgeirsson garðyrkjubóndi þar og kona hans Valgerður Magnúsdóttir kennari. Freysteinn lauk stúdentsprófi frá Laugarvatni 1959, þá nýorðinn 18 ára. Strax um haustið hélt hann til Þýskalands og hóf nám í jarðeðlisfræði við háskólann í Mainz (Johannes Gutenberg Universität). Þar var hann til 1963, ekki samfellt þó því árið 1961 lenti hann í alvarlegu slysi sem setti verulegt strik í námsferilinn. Á árunum 1965–1975 stundaði hann svo jarðfræðinám við háskólann í Kiel (Christian Albrechts Universität) og lauk þaðan Diploma-prófi í jarðvísindum. Freysteinn Sigurðsson starfaði hjá Raforku- málastjóra og á Orkustofnun í áratugi. Strax árið 1958 var hann ráðinn sem aðstoðarmaður við mæl- ingar og þar er líklegt að áhugi hans á jarðfræðum hafi kviknað. Á háskólaárunum var hann áfram sumarmaður við jarðhitarannsóknir og mælingar ár eftir ár og strax að námi loknu 1975 var hann ráðinn sem fastur starfsmaður á Orkustofnun. Þá

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.