Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 5

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 5
5 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur Minningarorð Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur á Orkustofnun, lést 29. desember 2008 eftir stranga baráttu við krabbamein, 67 ára að aldri. Hann var einn helsti forystumaður íslenskra náttúrufræðinga um árabil, stóð í fararbroddi í félagsmálum þeirra og var heiðursfélagi í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi. Freysteinn var fæddur 4. júní 1941 á Reykjum í Lundarreykjadal og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Sigurður Ásgeirsson garðyrkjubóndi þar og kona hans Valgerður Magnúsdóttir kennari. Freysteinn lauk stúdentsprófi frá Laugarvatni 1959, þá nýorðinn 18 ára. Strax um haustið hélt hann til Þýskalands og hóf nám í jarðeðlisfræði við háskólann í Mainz (Johannes Gutenberg Universität). Þar var hann til 1963, ekki samfellt þó því árið 1961 lenti hann í alvarlegu slysi sem setti verulegt strik í námsferilinn. Á árunum 1965–1975 stundaði hann svo jarðfræðinám við háskólann í Kiel (Christian Albrechts Universität) og lauk þaðan Diploma-prófi í jarðvísindum. Freysteinn Sigurðsson starfaði hjá Raforku- málastjóra og á Orkustofnun í áratugi. Strax árið 1958 var hann ráðinn sem aðstoðarmaður við mæl- ingar og þar er líklegt að áhugi hans á jarðfræðum hafi kviknað. Á háskólaárunum var hann áfram sumarmaður við jarðhitarannsóknir og mælingar ár eftir ár og strax að námi loknu 1975 var hann ráðinn sem fastur starfsmaður á Orkustofnun. Þá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.