Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 11

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 11
11 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags því hversu náttúrlegt eða mann- gert umhverfið er (2. tafla). Mest manngerðu svæðin eru garðar og útivistarsvæði í borgum, en þau sem mannshöndin hefur að mestu látið óáreitt eru víðerni. Hver staður höfðar þannig til mis- munandi hópa sem sækjast eftir ólíkri upplifun og hver landnýting- arflokkur hefur skilgreind þolmörk sem stjórnendur svæðanna ákveða. Í skipulagi og uppbyggingu svæðis er fyrst og fremst tekið tillit til þeirra hópa sem hafa sama markmið með heimsókn sinni og stjórnendur útivistarsvæðisins hafa skilgreint fyrir svæðið og einnig sömu viðmið og þeir gagnvart breytingum á nátt- úrunni og upplifun á svæðinu.28,30 Afþreyingarrófið er þannig notað í skipulagsvinnu til að setja eitt svæði eða hluta þess kerfisbundið í stærra samhengi. Stjórnendur ferða- mannastaða eiga alls ekki að gera til- raun til að gera öllum ferðamönnum til hæfis heldur huga að sérstöðu sinni og miða við að uppfylla óskir þeirra ferðamanna sem aðhyllast ákveðna ferðamennsku og upp- lifun í sátt við umhverfi viðkomandi svæðis.32 Mikilvægt er að stærri svæði, t.d. heilt land, hafi sem fjöl- breyttasta flokka upp á að bjóða og höfði til sem flestra. Einnig er mikilvægt að geta boðið upp á flokk sem fá önnur lönd státa af og höfða þannig til ákveðins markhóps. Mörk viðunandi breytinga Mörk viðunandi breytinga (e. lim- its of acceptable change) er önnur aðferð byggð á þolmörkum ferða- mennsku og hefur víða verið not- uð til að skipuleggja og samræma nýtingu lands til náttúruverndar og útivistar.28,29 Þá er leitast við að samræma sjónarmið þeirra sem eiga hagsmuna að gæta við nýtingu á viðkomandi landsvæði til ferða- mennsku, en það eru fyrst og fremst ferðamenn, heimamenn og yfirvöld. Sjónarmiðum hagsmunaaðilanna er safnað saman og þau höfð til hliðsjónar þegar ákvörðun er tekin um hvers konar ferðamennska sé æskileg og hvaða breytingar séu viðunandi. Á þennan hátt er leitast við að skilgreina það sem hags- munaaðilarnir telja óskastöðu fyrir svæðið og síðan reynt að ná og viðhalda þeirri stöðu og markar það þá þolmörk ferðamennskunnar.29,33 Hér eru sjónarmið heimamanna tek- in með inn í stefnumótunarferlið og þeim gefið færi á að hafa áhrif á þróun ferðamennskunnar. Litið er á samfélag heimamanna sem hluta af auðlind ferðamannastaðarins og því talið mikilvægt að atvinnugreinin þróist í sátt við samfélagið.29 Styrkur aðferðarinnar felst í því að tekið er tillit til allra þátta ferðamennsku, þ.e. náttúru, innviða, ferðamanna og heimamanna.28 Niðurstöður rannsókna Ahn o.fl.33 benda til þess að vel hafi tekist til við að ná markmiðum um sjálfbæra þróun á þeim ferðamannastöðum sem hafa verið skipulagðir með þessa hug- myndafræði til hliðsjónar. Vinnuferli aðferðarinnar skiptist í níu þrep (3. mynd). Svæðið skilgreint, eiginleikar 1. þess og möguleikar dregnir fram, viðhorf heimamanna skráð og ágreiningur um notkun svæðis- ins greindur. Möguleikar svæðisins í ljósi 2. „afþreyingarrófsins“ greindir og svæðinu skipt í minni svæði með hliðsjón af því (e. zones). Mælikvarðarnir sem lýsa best 3. stöðu auðlinda, ferðamennsku og áhrifum hennar á svæðið valdir. Upplýsingum safnað um stöðu 4. auðlinda og ferðamennsku og áhrif hennar. Sett fram viðmið fyrir viðun-5. andi stöðu á auðlindum og við- horfum. Kennsl borin á þá valkosti sem 6. eru í stöðunni, með það að markmiði að ekki sé farið yfir þau viðmið sem sett voru fram í fimmta þrepi. Greint til hvaða aðgerða hægt 7. er að grípa fyrir hvern kost. Valkostir metnir og bestu kostir 8. valdir. Stefnunni framfylgt og áhrif 9. hennar vöktuð. 3. mynd. Vinnuferill líkansins um mörk viðunandi breytinga.29 – The working process for the Limits of Acceptable Change framework.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.