Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 15
15 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags svo sem að vori og hausti, eða um lengri eða skemmri tíma. Töluvert er um skemmdir á gróðri og jarðmynd- unum á Lakasvæðinu, sérstaklega á og við göngustíga og vegi (7., 8. og 9. mynd). Hluti skemmdanna virðist vera vegna aksturs utan vega að vetrar- og/eða vorlagi. Gróður, jarðvegur og berggrunnur svæðisins er það viðkvæmur að ástæða er til að banna alla umferð um það utan sumartíma. Einföld aðgerð eins og að koma á einstefnu á hringleiðinni við Laka kæmi í veg fyrir að fólk þyrfti að aka upp á vegkanta er það mætir umferð úr gagnstæðri átt. Slíkur hringakstur gæti jafnframt stuðlað að betri dreifingu gesta um svæðið. Hringakstur myndi einnig auka umferðaröryggi með því að minnka líkur á árekstrum á blindhæðum og í blindbeygjum. Hringakstur gæti enn fremur sparað kostnað við breikkun eða endurbætur á vegslóðanum þegar og ef umferð vex á svæðinu. Þá væru hraðatakmarkanir einföld leið til að auka öryggi ferðamanna sem ganga eftir vegslóðanum. Með uppbyggingu innviða er auðvelt að hækka þolmörk umhverfis, eins og framkvæmdirnar sem ráðist var í sumarið 2007 sýna. Með tilkomu sal- ernishússins heyrir það nú sögunni til að salernispappír sjáist á víð og dreif við Tjarnargíg. Trépallarnir við Tjarnargíg munu í framtíðinni hlífa mosanum og hann með tímanum vaxa að nýju. Þá gera áningarborðin við bílastæðið það einnig að verkum að fólk fer síður upp í hlíðar gíg- anna til að snæða nestið sitt. Við slíkar framkvæmdir er hins vegar mikilvægt að gæta þess að ásýnd svæðisins breytist sem minnst. Íslendingar eru um fjórðungur þeirra ferðamanna sem heimsækja Lakasvæðið og Þjóðverjar og Frakk- ar eru fjölmennastir erlendra gesta. Aðrir gestir eru langflestir frá Mið- og Vestur-Evrópu. Ferðamenn á Lakasvæðinu eru langflestir á eigin vegum, ýmist á eigin bíl eða bíla- leigubíl. Yfir sumarmánuðina eru daglegar áætlunarferðir á svæðið 6. mynd. Útsýnispallur við Tjarnargíg og gömul sár í mosanum umhverfis hann. – The viewing platform at Tjarnargígur and old damage to the moss. Ljósm./Photo: Rögnvaldur Ólafsson. 8. mynd. Skemmdir á lítilli en sérstakri hrauntröð. – Damage to a small but unusual lava channel. Ljósm./Photo: Rögnvaldur Ólafsson. 9. mynd. Landvörður sýnir hversu mikil skemmd hefur orðið í gíg- barmi vegna álags af ferðamönnum. – The park ranger indicates how much has been broken off the edge of a crater by tourist trampling. Ljósm./Photo: Rögnvaldur Ólafsson. 7. mynd. Ummerki um utanvegaakstur. – Signs of off-road driving. Ljósm./Photo: Rögnvaldur Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.