Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 23
23
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
getur orðið til þess að stofnar líf-
vera einangrast, og ef stofnarnir eru
smáir getur erfðabreytileiki glatast
vegna genaflökts.13 Allmörg þeirra
svæða sem eftir eru af hinum fornu
birkiskógum landsins eru lítil og
strjál.9 Því er mögulegt eða jafnvel
líklegt að uppbrot birkiskóganna
hafi dregið úr erfðabreytileika birk-
isins og ef til vill fleiri tegunda sem
bundnar eru við þá.
Jarðvegseyðing leiðir ekki aðeins
til taps á búsvæðum heldur hefur
hún einnig áhrif á margvíslega virkni
vistkerfa, svo sem vatnsmiðlun,
frjósemi, framleiðni og jafnvel lífs-
ferla einstakra tegunda. Jarðvegur á
auðnum og rofnum melum einkenn-
ist af takmarkaðri vatnsheldni
og skorti á plöntunæringarefnum,
auk þess sem jarðvegsyfirborðið er
óstöðugt vegna frosthreyfinga og
rofs.14 Landnám flestra plöntuteg-
unda er því takmarkað á slíkum
svæðum og vöxtur lítill.15–17 Þetta
getur valdið því að melar og auðnir
haldist gróðursnauð áratugum18 og
hugsanlega öldum saman.
Mikilvægir jarðvegseiginleikar,
svo sem frjósemi, vatnsheldni og
bygging jarðvegs, ráðast að miklu
leyti af lífrænum efnum í jarðvegi.19
Íslensk mold, bæði á þurrlendi og
í mýrum, er yfirleitt kolefnisrík og
getur innihaldið á bilinu 20–100 kg C
á m2 en jarðvegur auðna og mela er
hins vegar kolefnissnauður, með að
meðaltali rétt rúmlega 2 kg C á m2.20
Jarðvegseyðing á Íslandi síðustu
þúsund árin hefur leitt til gífurlegs
taps á lífrænu kolefni, sem hefur
verið metið á bilinu 120–500 milljón
tonn.20 Um helmingur þess kolefnis
hefur líklega oxast og tapast út í
andrúmsloftið.20 Þannig leiðir jarð-
vegseyðing ekki aðeins til myndunar
eyðimarka og dregur úr líffræðilegri
fjölbreytni, heldur hefur hún mikil
áhrif á kolefnisbúskap og styrk gróð-
urhúsalofttegunda og þ.a.l. á loftslag
jarðar. Loftslagið hefur síðan áhrif á
ástand landsins og líffræðilega fjöl-
breytni21,22 (5. mynd). Þetta sýnir að
samningar Sameinuðu þjóðanna um
umhverfismál: um verndun líffræði-
legrar fjölbreytni (CBD), varnir gegn
eyðimerkurmyndun (UNCCD) og
loftslagssamningurinn (UNFCCC),
tengjast allir jarðvegi og ástandi
vistkerfa. Sjálfbær landnýting og
aðgerðir til að varna landhnignun
hafa því mikilvægu hlutverki að
gegna í umhverfisvernd nútímans.
Landgræðsla og
líffræðileg fjölbreytni
Sem fyrr sagði er landgræðsla sam-
heiti yfir margvíslega starfsemi sem
miðar að verndun gróður- og jarð-
vegsauðlinda og vistheimt. Sjálfbær
landnýting er í mörgum tilfellum
árangursríkasta leiðin til gróður- og
jarðvegsverndar. Uppgræðsla (e.
revegetation), þ.e. aðgerðir til að auka
gróðurhulu á lítt grónu landi, og
aðrar sértækar aðgerðir eru þó oft
nauðsynlegar til að stöðva land-
hnignun og hefta jarðvegseyðingu.5
Kostnaður við vistheimt eykst eftir
því sem hnignunin er meiri23,24 og
ekki er mögulegt að endurheimta að
fullu tapaðan fjölbreytileika.25 Því
eru aðgerðir til að snúa hnignun við
mikilvægar til að tryggja komandi
kynslóðum aðgang að auðlindum
jarðvegs og gróðurs. Eftir því sem
4. mynd. Rofabarðasvæði á Norðausturlandi. Jarðvegseyðing hefur leikið þetta svæði grátt.
Ljósm.: Ása L. Aradóttir, 2002.
5. mynd. Landhnignun leiðir til eyðimerkurmyndunar, taps á líffræðilegri fjölbreytni og
losunar gróðurhúsalofttegunda og hefur þ.a.l. áhrif á loftslagsbreytingar. Þannig tengist
landhnignun öllum helstu umhverfissamningum Sameinuðu þjóðanna: samningnum um
líffræðilega fjölbreytni (CBD), rammasamningi um loftslagsbreytingar (UNFCCC) og
samningi um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun (UNCCD) (byggt á Millennium Ecosystem
Assessment, Desertification Synthesis).22