Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 26
Náttúrufræðingurinn 26 Landgræðsla og náttúruvernd Við lifum á tímum þegar lítið er eftir af náttúru sem ekki hefur verið raskað af mannavöldum og geta vistkerfa til að veita mikilvæga þjónustu er verulega skert.1 Í fyrstu grein laga um náttúruvernd nr. 44/199946 segir meðal annars að tilgangur þeirra sé að „stuðla að samskiptum manns og umhverfis þannig að hvorki spillist líf eða land“. Ennfremur segir að lögin eigi að „tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lög- málum…“ og „stuðla að vernd og nýtingu auðlinda á grundvelli sjálf- bærrar þróunar“. Ljóst er að vernd- unarhluti landgræðslustarfs sam- ræmist þessum markmiðum afar vel en hvað um vistheimtarhlut- ann? Gróðurframvinda á rofnum svæðum getur verið afar hæg18,47, en með viðeigandi vistheimtarað- gerðum er hægt að flýta þessu ferli um marga áratugi eða aldir þannig að vistkerfin séu fyrr í stakk búin til að veita nauðsynlega þjónustu. Vistheimtaraðgerðir sem miða að því að örva náttúrulega ferla og endurheimta líffræðilega fjölbreytni eru því einnig í fullu samræmi við markmið náttúruverndarlaga. Rætt hefur verið um að vistheimt og endurreisn vistkerfaþjónustu verði meðal mikilvægustu viðfangs- efna 21. aldarinnar.4,26,48 Þó hafa verið uppi margvísleg sjónarmið gagnvart vistheimt og ekki allir talið hana jafn æskilega. Meðal annars hefur verið bent á þá hættu að möguleikar á endurheimt verði notaðir til að réttlæta eyðingu nátt- úru sem ætti að vernda.49 Þetta er mikilvæg ábending því heilt er betra en vel gróið og vistheimt getur ekki komið í staðinn fyrir vernd- un náttúrulegra vistkerfa.50 Þessi röksemdafærsla má þó ekki verða til þess að ekki verði reynt að endur- heimta land sem skemmst hefur af manna völdum. Þá hefur verið talað um vistheimt sem lygi eða fölsun, sambærilega við málverkafölsun, þar sem verið sé að skapa tilbúin kerfi til þess að fullnægja mark- miðum og þörfum manna.51 Í þessu felst þó ákveðinn misskilningur á eðli vistheimtar, því hún miðar ekki að því að skapa vistkerfi, á sama hátt og málverk er málað, heldur því að örva náttúrulega ferla sem leiða til myndunar vistkerfa.27,52 Í þessu tilviki á það betur við að líkja þeim sem stundar vistheimt við lækni sem setur spelku við handleggsbrot til að það grói rétt saman, fremur en við stoðtækjafræðing sem býr til nýjan handlegg í stað þess brotna. Notkun framandi tegunda við landgræðslu hefur verið talsvert deiluefni hérlendis.53 Í hnotskurn má segja að þar takist á þau sjónar- mið að annars vegar sé við að etja svo brýnan umhverfisvanda að nota beri öll tiltæk ráð til að leysa hann, en á hinn bóginn að notkun framandi tegunda skapi hættu á öðrum en ekki síður erfiðum umhverfisvanda ef þær reynast ágengar. Líkur á því síðarnefnda eru raunar talsverðar vegna þess að margir eignleikar sem einkenna ágengar tegundir eru þeir sömu og leitað hefur verið eftir hjá landgræðslutegundum. Sem dæmi má nefna getu til að breiðast hratt út og mynda gróðurþekju við erfiðar aðstæður. Þar sem framandi og ágengar tegundir ná að breiðast út er hætt við að dragi úr mikilvægum þáttum líffræðilegrar fjölbreytni1 þó svo að þær geti aukið ýmsa virkni vistkerfisins, a.m.k. til skamms tíma litið. Nú er svo komið að hafin eru viðamikil vistheimtarverkefni sem snúast að meira eða minna leyti um að útrýma framandi tegundum sem upphaflega voru notaðar til jarð- vegsverndar og annarra nytja.24,54 Þetta sýnir mikilvægi þess að vanda tegundaval og annan undirbún- ing vistheimtarverkefna. Það ætti að vera meginregla að beita ekki aðferðum sem leiða til aukinnar útbreiðslu framandi og ágengra teg- unda. Afstaða mannsins til náttúrunnar hefur tekið miklum breytingum í tímans rás.55 Lengi vel hafði nátt- úran fyrst og fremst nýtingargildi og það var ekki fyrr en á nítjándu öld sem farið var að ræða um það í hinum vestræna heimi að vernda náttúruna í sem upphaflegastri mynd og til varð það sem kalla má náttúruverndargildi.55 Nú er farið að kalla eftir nýju gildi fyrir náttúruna, vistheimtargildi,55 sem felur í sér viðurkenningu á því að athafnir mannsins séu hluti af nátt- úrunni en hann hafi gengið á gæði hennar og vilji aðstoða hana við að endurheimta þau. Þetta gildi virðist raunar eiga sterkan samhljóm í ís- lenskri þjóðarsál því að í viðamikilli rannsókn á umhverfisvitund Íslend- inga skilgreindi nær þriðjungur að- spurðra sig sem landgræðslusinna.56 Margir Íslendingar taka enda þátt í landgræðslustörfum, ýmist á eigin landi sem bændur og sumarhúsa- eigendur eða sem sjálfboðaliðar.5 Þátttaka í vistheimtarverkefnum getur verið gefandi reynsla sem bætir skilning á og virðingu fyrir náttúrunni55 og eflir þannig stuðn- ing við náttúruvernd. Endurheimt lykilvistkerfa Endurheimt náttúrulegra vistkerfa er vaxandi þáttur í umhverfis- og náttúruvernd á alþjóðavísu.3,57–59 Í samningnum um líffræðilega fjöl- breytni er því beint til aðildarríkja samningsins að þau endurheimti vistkerfi sem hafa spillst.60 Sérstakar nefndir hafa fjallað um endurheimt lykilvistkerfa hérlendis, þ.e. vot- lendis61 og birkiskóga.9 Í niðurstöðum birkiskóganefndar- innar9 er lögð áhersla á að tryggja framtíð birkiskógavistkerfisins hér á landi með því að vernda þá birki- skóga sem fyrir eru og auka út- breiðslu birkis. Þar er einnig lagt til að sett verði opinbert markmið um endurheimt birkiskóga þannig að þeir þeki í framtíðinni a.m.k. 10% af flatarmáli Íslands. Þá er bent á ýmsar leiðir til að ná því marki, svo sem opinbera stefnumótun, styrkja- kerfi, bætta beitarstjórnun, auknar rannsóknir, fræðslu og leiðbeiningar um vernd, meðferð og endurheimt birkiskóga. Votlendisnefndin hefur einnig lagt til að mörkuð verði skýr opinber stefna um verndun og endurheimt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.