Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 27

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 27
27 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags votlendis, að votlendissvæðum verði ekki raskað nema brýna nauðsyn beri til og að endurheimt votlendis verði meiri en nemur árlegri röskun þess.61 Vistkerfi Íslands hafa orðið fyrir verulegri hnignun og líffræðileg fjölbreytni hefur tapast. Á næstu áratugum ætti að leggja áherslu á vistheimt, einkum að endurheimta birkiskóga og votlendi, enda fylgir endurheimtinni margvíslegur ávinn- ingur (sjá 1. töflu). Hægt er að stuðla að þessu á margvíslegan hátt, svo sem með aukinni fræðslu og um- ræðu í þjóðfélaginu um gildi þessara vistkerfa og leiðir til að endurheimta þau. Helst þurfa að vera margvís- legir hvatar til vistheimtarverkefna, þannig að margir hafi möguleika á og sjái sér hag í að vinna að þeim. Beinir efnahagslegir hvatar, svo sem styrkir til framkvæmda, eru mikil- vægir í þessu sambandi, en bent hefur verið á umhverfisstyrki sem nýjar leiðir í stuðningi við dreifbýli og landbúnað.62 Kolefnisbinding kann einnig að verða mikilvægur hvati til endurheimtar birkiskóga og votlendis í framtíðinni. Aðrir hvatar eru t.d. ráðgjöf og aðstoð við skipulagningu og utanumhald vistheimtarverkefna. Síðast en ekki síst þarf góðan þekkingargrunn, byggðan á öflugu rannsóknarstarfi, þar sem meðal annars er nýtt jafn- óðum sú þekking sem fæst við framkvæmd vistheimtarverkefna. Vistheimtarfræði (e. restoration ecol- ogy) er ört vaxandi fræðigrein26,63 sem fæst meðal annars við það flókna viðfangsefni að finna sam- virkar lausnir á sumum stærstu um- hverfismálum samtímans og tryggja mikilvæga þjónustu vistkerfa til framtíðar.4 Ör þróun fræðanna nýt- ist vistheimtarstarfi hér á landi. Innlendar vistheimtarrannsóknir, meðal annars í tengslum við fram- kvæmd og vöktun vistheimtarverk- efna, geta einnig orðið mikilvægt framlag til vistheimtarfræðanna á alþjóðavettvangi um leið og þær auka skilning á vistkerfum Íslands. Heim ild ir Millennium Ecosystem Assessment 2005. Ecosystems and Human 1. Well-being: Biodiversity Synthesis. World Resources Institute, Wash- ington, DC. 86 bls. Ólafur Arnalds, Elín Fjóla Þórarinsdóttir, Sigmar Metúsalemsson, Ásgeir 2. Jónsson, Einar Grétarsson & Arnór Árnason 1997. Jarðvegsrof á Íslandi. Landgræðsla ríkisins og Rannsóknastofnun landbúnaðarins. 157 bls. European Commission 2001. Environment 2010: Our Future, Our Choice. 3. 6th Environment Action Programme. 14 bls. http://ec.europa.eu/environ- ment/air/pdf/6eapbooklet_en.pdf (skoðað 23.11.08). Palmer, M., Bernhardt, E., Chornesky, E., Collins, S., Dobson, A., Duke, 4. C., Gold, B., Jacobson, R., Kingsland, S., Kranz, R., Mappin, M., Martinez, M.L., Micheli, F., Morse, J., Pace, M., Pascual, M., Palumbi, S., Reichman, O.J., Simons, A., Townsend, A. & Turner, M. 2004. Ecology for a crowded planet. Science 304. 1251–1252. Friðrik G. Olgeirsson 2007. Sáðmenn sandanna. Saga landgræðslu á 5. Íslandi 1907–2007. Landgræðsla ríkisins, Gunnarsholti. 250 bls. Rogers, D.L. & Montalvo, A.M. 2004. Genetically appropriate choices for 6. plant materials to maintain biological diversity. University of California, Lakewood, CO. 335 bls. http://www.fs.fed.us/r2/publications/botany/ plantgenetics.pdf (skoðað 25.08.07). Noss, R.F. 1990. Indicators for monitoring biodiversity – a hierarchical 7. approach. Conservation Biology 4. 355–364. CBD 2004. COP 7 Decision VII/30. http://www.cbd.int/decisions/8. default.shtml?m=cop-07 (skoðað 12.12.07). Danfríður Skarphéðinsdóttir, Ása L. Aradóttir, Bjarni Diðrik Sigurðsson, 9. Þröstur Eysteinsson, Skúli Björnsson, Jón Geir Pétursson, Borgþór Magnússon & Trausti Baldursson 2007. Vernd og endurheimt íslenskra birkiskóga. Skýrsla og tillögur nefndar. Umhverfisráðuneytið. 19 bls. Hlynur Óskarsson 1998. Framræsla votlendis á Vesturlandi. Bls. 121–129 10. í: Íslensk votlendi: verndun og nýting (ritstj. Jón S. Ólafsson). Háskóla- útgáfan, Reykjavík. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Jóhann Þórsson, Svafa Sigurðardóttir, Kristín 11. Svavarsdóttir & Magnús H. Jóhannsson 1998. Röskun votlendis á Suður- landi. Bls. 131–142 í: Íslensk votlendi: verndun og nýting (ritstj. Jón S. Ólafsson). Háskólaútgáfan, Reykjavík. Kristinn Haukur Skarphéðinsson 1998. Keldusvínið – fórnarlamb fram-12. ræslu og minks. Bls. 193–196 í: Íslensk votlendi: verndun og nýting (ritstj. Jón S. Ólafsson). Háskólaútgáfan, Reykjavík. Falk, D.A., Richards, C.M., Montalvo, A.M. & Knapp, E.E. 2006. Popula-13. tion and Ecological Genetics in Restoration Ecology. Bls. 14–41 í: Founda- tions of Restoration Ecology (ritstj. Falk, D.A., Palmer, M.A. & Zedler, J.B.). Island Press, Washington D.C. Ólafur Arnalds & Kimble, J. 2001. Andisols of Deserts in Iceland. Soil 14. Science Society of America Journal 65. 1778–1786. Sigurður H. Magnússon 1994. Plant colonization of eroded areas in 15. Iceland. Dissertation. Department of Ecology, Plant Ecology, Lund University. 104 bls. Ásrún Elmarsdóttir, Ása L. Aradóttir & Trlica, M.J. 2003. Microsite avail-16. ability and establishment of native species on degraded and reclaimed sites. Journal of Applied Ecology 40. 815–823. Ávinningur fyrir umhverfið Félags- og efnahagslegur ávinningur Annar mögulegur ávinningur Bættur vatnsbúskapur Auknir möguleikar til landnota, t.d. til beitar eða í tengslum við ferðamennsku Fyrir vísindi: aukin þekking Aukin framleiðni Fyrir menntun: tækifæri til að nýta vistheimtarsvæði til kennslu Stöðvun jarðvegseyðingar og annarrar landhnignunar Bætt búsetuskilyrði, m.a. vegna stöðvunar sandfoks Mótvægi gegn loftslags- breytingum (kolefnisbinding) Atvinna við vistheimtarverkefni (tímabundin) Fyrir þátttakendur: aukin tengsl við náttúruna Endurreisn líffræðilegrar fjölbreytni Nýting á afurðum, t.d. viðartekja, veiðar, ber, sveppir NáttúrufegurðAukið þol vistkerfisins gegn áföllum 1. tafla. Mögulegur ávinningur af vistheimtarverkefnum

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.