Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 32
Náttúrufræðingurinn 32 stoppaði það hins vegar og má full- yrða að það hafi orðið tveimur ein- staklingum til lífs. Það er þó ekki að fullu vitað hvers vegna dýrið stopp- aði í stað þess að ráðast á mennina. Dýrið sneri síðan til suðvesturs og gekk norðurhlíð Miðmundarfjalls í átt að Melrakkagili, sem liggur rétt austan við eyðibýlið Herjólfsstaði. Meðan á öllu þessu stóð hafði farið fram umræða um hvort og þá hvernig mætti ná dýrinu lifandi. Það var samdóma álit að slíkt væri ekki framkvæmanlegt við þær aðstæður sem upp voru komnar. Ekki var til staðar nauðsynlegur búnaður til að svæfa dýrið, né heldur búr sem hægt hefði verið að flytja það í og ekki lá fyrir hvert ætti þá að flytja það. Í ljósi þessa og einnig þess að dýrið var komið á hreyfingu og stefndi til fjalla var ekki talið ráðlegt að taka neina áhættu vegna fólksins sem hafði safnast saman á Þverárfjalls- vegi né á því að missa dýrið inn í þokuna og týna því. Ómögulegt væri að segja til um hvar það kæmi niður næst. Öryggisins vegna var sú ákvörðun tekin að fella dýrið og var það gert í Melrakkagili og tók fljótt af. Þegar þarna var komið var ekki um aðra möguleika að ræða. Starfsmenn Náttúrustofu Norður- lands vestra, auk fjölda annarra aðila, leituðust við að gefa eins góðar upp- lýsingar og unnt var um atburða- rásina. Starfsemi náttúrustofunnar riðlaðist öll við þessa uppákomu og má segja að sólarhringsvakt hafi verið næstu tvær vikurnar. Svara þurfti fyrirspurnum, flá dýrið og kryfja, taka sýni úr því og síðan koma dýrinu og sýnunum suður til Reykjavíkur. Þessu var öllu lokið föstudaginn 13. júní. Mikil umræða varð, bæði innan- lands og utan, um komu dýrsins til landsins og þá ákvörðun að fella það og skiptust menn í tvær fylkingar hvað það varðar. Mörg símtöl komu frá fréttamönnum og almenningi, sum á jákvæðum nótum, þar sem fólk vildi einfaldlega ræða málin og koma skoðunum sínum á framfæri, önnur því miður á neikvæðum nót- um. Á óvart kom hversu mikil heift var hjá sumu fólki út í þá aðgerð að fella dýrið. Vanþekkingin á eðli og hegðun hvítabjarna – og ekki síst þeirri aðstöðu sem upp var komin á vettvangi – birtist í mörgum mynd- um og þeir voru oft háværastir sem minnsta höfðu þekkinguna. „Hraunabirnan“ Öllum að óvörum barst lögregl- unni á Sauðárkróki tilkynning um að annar hvítabjörn hefði sést við bæinn Hraun II á utanverðum Skaga mánudaginn 16. júní (1. og 3. mynd). Heimasætan á bænum hafði verið úti við og orðið dýrsins vör í einungis 100 m fjarlægð. Benda má á að hvíta- björn getur farið þessa vegalengd á innan við 10 sekúndum. Í þessu tilfelli var lögreglunni tilkynnt fyrst um atburðinn og gat lokað svæðinu með hjálp björgunarsveita og tryggt öryggi ábúenda og þess fólks sem síðar var kallað til. Náttúrustofu Norðurlands vestra var tilkynnt um atburðinn og kom hún upplýsing- unum til umhverfisráðuneytisins og Umhverfisstofnunar. Kallað var til fólk frá Náttúrustofu Norðurlands vestra, fjórar skyttur og sjúkrabíll auk björgunarsveita og lögreglu frá Skagafirði og Húnavatnssýslum. Hvítabjörninn var vaktaður og mikill viðbúnaður settur upp. Hvítabjörninn hafði komið sér fyrir í lægð einni inni í miðju æðar- varpi rétt norðan við bæinn Hraun II (3. og 4. mynd). Þar var hann nánast allan daginn í hvarfi, en einstaka sinnum rak hann upp hausinn eða 2. mynd. Einungis voru um 20 m á milli hvítabjarnarins og hluta hópsins. Ljósm.: Þorsteinn Sæmundsson 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.