Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 37

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 37
37 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Starfshópurinn lagði því ekki drög að björgunaráætlun fyrir hvíta- birni sem koma hingað til lands og taldi slíkt ekki nauðsynlegt meðan ástand hvítabjarnastofna í nágrenni Íslands er óbreytt. Ef álit hvítabjarn- aráðs IUCN og annarra sérfræðinga, varðandi þörf á björgun þeirra dýra sem hugsanlega koma hingað til lands, breytist m.t.t. stofnverndar- sjónarmiða ber að endurskoða þá ákvörðun. Starfshópurinn taldi því mikilvægt að íslensk stjórn- völd stofni til formlegs samstarfs við hvítabjarnaráð IUCN, dönsk og grænlensk yfirvöld og rann- sóknaraðila sem stýra veiðum og rannsóknum á austurgrænlenska hvítabjarnastofninum. Til að tryggja samræmd og skil- virk viðbrögð við komu hvítabjarna lagði starfshópurinn til að stofn- aður yrði sérstakur viðbragðshópur. Hópurinn hefði umsjón með og bæri ábyrgð á viðbrögðum við komu hvítabjarna, hlyti þjálfun til að bregðast við aðstæðum og vinna samkvæmt fyrirfram ákveðnu verk- lagi. Starfshópurinn taldi mikilvægt að viðbragðshópurinn væri sam- settur af sömu aðilum í öllum til- fellum. Í viðbragðshópnum skyldu vera fulltrúar ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnunar, Náttúrufræði- stofnunar Íslands og yfirdýralæknis ásamt skyttum. Aðrir sem kæmu að málinu gætu verið frá viðkom- andi landshluta eða mismunandi starfsmenn stofnana. Það var álit starfshópsins að viðbragshópurinn skyldi vera staðsettur á Norður- landi þar sem algengast er að hvítabirnir komi á land. Skynsam- legast væri að miðstöð hans yrði á Mið-Norðurlandi. Þá yrði hóp- urinn staðsettur miðsvæðis á því landsvæði þar sem líklegast er að hvítabirnir komi að landi á Íslandi og útkallstími yrði því skammur þegar atvikin gerast. Starfshóp- urinn lagði til ákveðið verkferli, eða viðbragðsáætlun, sem unnið yrði eftir við komu hvítabjarna hingað til lands (8. mynd). Álitsgjafar starfshópsins mæltu með að samið yrði við grænlensk stjórnvöld um kaup á úthlutuðum veiðikvóta úr Austur-Grænlands- stofninum ef dýr yrðu felld hér á landi. Það væri í samræmi við stefnu Kanadamanna, sem draga hvert fellt dýr frá veiðikvóta viðkomandi stofns, og styddist einnig við álit hvítabjarnaráðs IUCN um sjálfbær- ar veiðar. Starfshópurinn lagði til að komið yrði á formlegum samskiptum við sérfræðingahóp IUCN um hvíta- birni og þá sérfræðinga á Grænlandi og í Danmörku sem fara með mál- efni austurgrænlenska hvítabjarna- stofnsins. Í gegnum slík samskipti mætti fylgjast grannt með þróun mála að því er varðar ástand stofna og hugsanlegar breytingar á fyr- irkomulagi veiða úr viðkomandi stofnum og þá hvort viðhorf þessara aðila gagnvart eðlilegum viðbrögð- um við landgöngu hvítabjarna á Íslandi taki breytingum. Úr birnunni sem felld var að Hrauni náðust mikilvæg sýni sem nýtast munu erlendum rannsókn- araðilum, m.a. til að meta mengun á búsvæðum austurgrænlenskra hvítabjarna og áhrif mengunar á einstaklinga og viðkomu stofnsins. 8. mynd. Verkferli við landgöngu hvítabjarna á Íslandi. Tilkynning um komu hvítabjarnar til lögreglu Lögregla aflar upplýsinga Lögregla fer á staðinn og staðfestir að um hvítabjörn sé að ræða Lögregla kannar nákvæma staðsetningu og aðstæður, hvort dýrið sé á hreyfingu o.s.frv. Lögregla lokar vettvangi Lögregla kallar til viðbragðshóp (skyttur, dýralækni og vettvangsstjóra frá Umhverfisstofnun) Lögregluyfirvöld og umhverfisyfirvöld á vettvangi meta aðstæður Eru aðstæður til björgunar eða reynist nauðsynlegt að fella dýrið? Dýrið fellt Lögregla verður að fella dýr vegna öryggissjónarmiða, aðstæðna á vettvangi eða ástands dýrsins Dýrið afhent Náttúrufræðistofnun til athugunar og ráðstöfunar Nauðsynleg sýni tekin úr dýrinu innan 30 mínútna frá dauða þess Dýri verður bjargað Björgun í samráði við lögreglu, Umhverfisstofnun og umhverfisráðuneyti Koma hvítabjarnar tilkynnt til umhverfisráðuneytis, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands Björgunaráætlun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.