Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 39
39 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Um aldur og ævi hvítabjarna Karl Skírnisson Komur hvítabjarna eða ísbjarna (Ursus maritimus) til Íslands hafa ávallt vakið mikla athygli en skriflegar heimildir greina frá komum ríflega 500 hvítabjarna til landsins. Á síðustu öld sáust hér á milli 50 og 60 dýr. Flest þeirra sáust á fyrsta þriðjungi aldarinnar, þar af 27 í 18 tilvikum frostavetur- inn mikla 1918.1,2 Mörg þessara dýra hurfu aftur, syndandi eða gangandi, út á hafísinn sem þá lá við land, en sum voru drepin. Árið 1932 var ísbjörn felldur í Drangavík og annar fannst sjórekinn í Veiðileysufirði á Ströndum.3 Eftir það liðu ríflega þrír áratugir þar til aftur varð vart við ísbirni á landinu en í júní 1963 felldu eggjatökumenn gamla birnu í Hornvík.4 Þremur árum síðar fannst sjórekinn ísbjörn með mol- aðan haus í Þaralátursfirði og 1968 fundust hræ tveggja dýra rekin á fjörur (Þórir Haraldsson, munnl. uppl.). Þrír ísbirnir til viðbótar voru felldir hér á landi til loka aldarinnar. Sá fyrsti var stór, fullorðinn björn sem felldur var í Grímsey 1969, sá næsti var felldur í Fljótavík á Hornströndum 1974 og sá þriðji var ríflega ársgamall undanvillingur sem felldur var í febrúar 1988 í Fljótum í Skagafirði. Tvö dýr til viðbótar voru drepin eftir að hafa sést á sundi; birna sem skotin var í byrjun júní 1975 á Grímseyjarsundi og karldýr á sjöunda ári sem fiskveiðimenn aflífuðu þegar þeir hífðu það um borð í bát í lok júní 1993 skammt frá ísjaðrinum 70 mílur norður af Horni. Í júní 2008 syntu tveir ísbirnir til landsins og gengu á land á Skaga. Bæði dýrin voru felld eftir skamma landvist (1. mynd) og afhent Tilraunastöð- inni á Keldum þar sem höfundi var falið að stjórna rannsóknum á þeim. Ýmsum athugunum er þegar lokið og aðrar í gangi eða á döfinni. Ald- ursgreiningar sýndu að bæði dýrin voru mun eldri en álitið var í fyrstu. Í greininni er í stuttu máli sagt frá aðferð sem beitt er við aldursgreiningu spendýra og aldur bjarnanna metinn. Einnig er gerð tilraun til að ráða í lífssögu dýranna út frá mynstri árhringja í tannrótum. Náttúrufræðingurinn 78 (1–2), bls. 39–45, 2009 1. mynd. Hvítabjörninn sem felldur var við bæinn Hraun á Skaga þann 16. júní 2008. – The polar bear, which was shot near the farm Hraun on the Skagi peninsula on 16 June 2008. Ljósm./Photo: Valgarður Gíslason. LÍFSHÆTTIR Hvítabirnir eru stærstu þurrlendis- rándýr jarðarinnar. Karldýrin eru heldur stærri en birnurnar og oft allt að helmingi þyngri, en miklar sveiflur eru í þyngd dýranna eftir árstímum. Aðalfæða ísbjarna eru kópar hringanóra (Phoca hispida) og kampsels (Erignathus barbatus) en þeir eru auðsótt fæða á rekís norðurhjarans á útmánuðum og á þeim tíma safna ísbirnir miklu spiki á fáum mánuðum, sé allt með felldu.5,6 Birnur verða heldur fyrr kyn- þroska en birnir og eignast yfirleitt tvo en sjaldnar einn eða þrjá húna í einu. Yngstar verða birnur mæður fjögurra ára en oftast eru þær orðnar fimm eða sex vetra gamlar. Húnarnir fæðast fyrri hluta vetrar, oftast í desember, í híði sem móðir- in útbýr í snjó. Yfirleitt er híðið í þykkum skafli í brekku skammt frá ströndinni, en stundum úti á rekísnum. Húnarnir vega um 0,6 kg við fæðingu en hafa oft náð 10–12 kg þyngd á útmánuðum þegar langsolt- in móðirin yfirgefur híðið og tekur húnana með sér til veiða úti á ísnum. Húnarnir fylgja mæðrunum fram á þriðja ár.6,7 Oftast eru þeir vandir undan áður en birnan makast að nýju á útmánuðum eða að vorinu.8 Birna með húna reynir að halda sig fjarri karldýrum á fengitímanum, því þá reyna birnir stundum að drepa húnana til að örva egglos hjá móðurinni. Meðgangan er seinkuð, eins og það er nefnt, þegar þroskun frjóvgaðra eggja stöðvast og kím- blöðrurnar sem þá hafa myndast eru geymdar án þess að þroskast frekar mánuðum saman, alveg fram á haust, í eggjaleiðurunum. Ef allt er með felldu eignast birnan afkvæmi Ritrýnd grein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.