Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 43

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 43
43 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 5. mynd. Ljósmynd af þunn- sneið úr beinlímslagi framtannar bjarnar sem synti til Íslands í júní 2008. Rauð punktalína sýnir mörk tannbeins og beinlímslags- ins. Hvítar örvar (22 talsins) benda á líklegustu vetrarlínur- nar en bókstafirnir a–f merkja sex viðbótarlínur sem flestar eru tald- ar vera aukalínur frá hlýju mán- uðum ársins en gætu sumar endurspeglað vetrarlínur. Björn- inn var því talinn vera kominn á 23. ár hið minnsta. – Photograph of a stained thin-section showing growth layer groups in the ce- mentum region of I1 of a male polar bear which swam ashore in Skagi, N-Iceland, on June 3, 2008. The segregation between the den- tary and the cementum layers is shown with a dotted red line. The age of the male was estimated to be 22½ years. White arrows point to dark-staining, dense bands that are suggested to be incremental lines. Further six lines, probably most of them ac- cessory lines formed during the warmer parts of the year, are in- dicated with the letters a–f. Ljósm./Photo: Karl Skírnisson. aldursgreiningu dýra sem voru fönguð og merkt. Leitast var við að merkja öll dýr sem sáust og því má ætla að aldur dýranna endurspegli þokkalega aldurssamsetningu í stofninum eða að minnsta kosti þeim hluta hans sem heldur til ná- lægt ströndum Svalbarða á þeim tíma sem rannsóknin var unnin. Varðandi aldurssamsetningu í grænlenska úrtakinu er varhugavert að túlka hana sem aldurssamsetn- ingu í stofninum. Þessi gögn sýna aldurssamsetningu veiddra dýra og þarna vantar greinilega yngstu árgangana. Í báðum tilvikum má hins vegar áætla líklegan hámarks- aldur og draga þær ályktanir að Skagabjörninn hafi sannanlega verið öldungur og birnan hafi verið komin af léttasta skeiði. Ályktanir Raunverulegur aldur og lífssaga Skagabjarnanna var í báðum tilvik- um óþekkt þannig að taka ber tilgát- unum sem varpað var fram hér að framan með fyrirvara. Þó er ljóst að Skagabjörninn var gamall og kom- inn í hóp allra elstu karldýra sem rannsökuð hafa verið úr hvítabjarn- arstofnum Norður-Atlantshafs á síðustu áratugum. Birnan var greini- lega nokkru yngri, en engu að síður komin langt yfir meðalaldur dýra í stofninum. Álitið er að hún hafi þegar verið búin að gegna mikils- verðu hlutverki fyrir stofninn með því að ala, að því er virtist, þrisvar sinnum upp húna og koma þeim á legg. Birnur á þessum aldri eru þó enn í blóma lífsins og tímgun- arárangur þeirra og líkamsástand nálægt hámarki.23 Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram í ræðu og riti um ástæður þess að Skagadýrin syntu til Íslands. Sumir hafa viljað tengja komu þeirra hlýnun loftslags, minnkandi þekju hafíss, versnandi fæðuskilyrðum eða jafnvel leit að áður ónumdum búsvæðum. Sá möguleiki hefur einnig verið nefndur að birnina hafi borið frá ísröndinni á jökum sem síð- an bráðnuðu undan þeim mun nær landi en hafísröndin var á þessum tíma. Ekki skal lítið gert úr þessum tilgátum meðan þekkingin er ekki betri en raun ber vitni. Rétt er þó í þessu samhengi að skoða nokkrar staðreyndir. Sú fyrsta er að roskið karldýr og birna sem komin er yfir miðjan aldur synda til Íslands á árs- tíma þegar fengitíminn hefur nýlega náð hámarki. Á fengitímanum ná átök milli karldýra hámarki þegar fullorðnir birnir keppa um rétt til mökunar við margfalt færri birnur í stofninum. Jafnframt er staðreynd að bæði dýrin voru komin út á jað- ar útbreiðslusvæðis tegundarinnar þegar lagt var af stað. Og bæði syntu þau í burtu frá búsvæðinu þar sem þau höfðu varið ævinni, svæði sem dýrin gjörþekktu örugglega eftir að hafa eytt þar árangursríkri ævi – sé mið tekið af því sem ályktað hefur 
 1 
 a 
 Tannbein 
 
 
Beinlím 
 3 
 c 
 b 
 d 22+ 
 e 
 f 
 8 
 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.