Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 51

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 51
51 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Æðarendur og aðrir sjófuglar farast árlega í netum við Ísland og Græn- land, auk þess sem slík dauðsföll eru þekkt frá Nýfundnalandi, Noregi, Þýskalandi og Eystrasalti.55,56 Árleg afföll á Grænlandi og Íslandi eru talin nema nokkrum þúsundum fugla.37,55,57 Stuðst var við veiði- skýrslur grásleppukarla og var áætlað að 0,3% allra æðarfugla á Breiðafirði hefðu farist í netum þar árið 1987 og 1,3% allra æðarfugla á svæðinu frá Gjögri á Ströndum að Vatnsnesi árið 1991.55 Hins vegar er erfitt að meta raunveruleg áhrif hrognkelsaveiða á æðarfugl þegar upplýsingar skortir um nýliðun og náttúrlega dánartölu og jafn- vel um raunverulegan fjölda og dreifingu fugla. Á Grænlandi er talið að afföll í grásleppunetum ógni tilvist æðarfugls á stöðum þar sem grásleppuveiðar eru stundaðar, einkum í afskekktum fjörðum sem fullorðnir æðarfuglar nota mikið.37 Flestar tegundir sjóanda eru í stöðugri hættu vegna mengunar- slysa, einkum af völdum olíuflutn- inga.1,3,17,58,59 Á Eystrasalti eru hundruð smærri olíuleka (minni en eitt tonn hver) skráðir árlega og verða þeir sjóöndum að tjóni.60 Vöruflutningar um Íshafið valda mönnum áhyggjum að þessu leyti.3 Ættu þessi mál að vekja áhuga Íslendinga, enda eru áform uppi um frekari flutninga meðfram ströndum Síberíu og Íslands með byggingu olíuhreinsunarstöðvar á Vestfjörðum og stórskipahafnar í Eyjafirði. Fyrirhuguð olíuleit á Drekasvæðinu á Jan Mayen hryggn- um vekur einnig spurningar um mengunarhættu.61 Sú aukna meng- unarhætta sem þessar framkvæmdir hefðu í för með sér gæti ógnað íslenskum dýrastofnum. Nú er unn- ið að gerð vákorta fyrir suður- og vesturströnd Íslands m.t.t. meng- unarhættu.62 Í kjölfar fækkunar æðaranda í Norður-Ameríku var styrkur þrávirkra eiturefna kannaður í teg- undunum fjórum í Alaska og Síber- íu 1991–1995.63 Magn kadmíums, kopars, blýs og selens var meira en gerist í andfuglum almennt en sjófuglar eru oft mengaðri en aðrir fuglar því eiturefni berast með hafstraumum. Þótt áhrif efnanna á heilsu fuglanna séu lítt þekkt óttast menn margvíslegar afleiðing- ar af uppsöfnun þeirra í sjóöndum, m.a. fyrir líkamsástand og varp.17 Nokkur þrávirk efni (kadmíum, kvikasilfur og selen) hafa fundist í mælanlegum styrk í æðarfuglum í Kanada, en ekki er talið að efnin nái að skaða heilsu fuglana.64 Enn- fremur breytist styrkur kvikasilf- urs og kadmíums í hlutfalli við breytingar á líkamsþyngd og varp- ástandi æðarkollna og bendir það til álags á fuglana af völdum þess- ara mengunarefna.65 Eiturefni hafa nokkuð verið könnuð í hérlendum sjófuglum.66,67 Styrkur eiturefna í íslenskum æðarkollum var svip- aður eða jafnvel hærri en þekktist á Svalbarða, í Norðvestur-Kanada og í Frans-Jósefslandi og átti það eink- um við um styrk PCB-sambanda.66 Fróðlegt væri að kanna tengsl eitur- efna við afkomu þessara tegunda í framtíðinni. 6. mynd. Blikönd, Polysticta stelleri, bliki. – Steller’s Eider male. Ljósm./Photo: Daníel Bergmann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.