Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 57

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 57
57 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Smyrslingur – Sandmiga eða miguskel Latneskt heiti tegundarinnar er Mya truncata og var henni upphaflega lýst og gefið nafn af Carl von Linné árið 1758.3 Skeljarnar eru kúptari að framanverðu og allbreytilegar í lög- un, oftast egglaga eða sporbaugóttar, og gulhvítar að lit (2. mynd a). Yfir- borðið er frekar ójafnt, með allmörg- um, misstórum og lágum lengdar- hrukkum eða gárum. Hýðið er frekar þykkt, oftast með fíngerðum rákum sem skáskera lengdarhrukk- urnar. Hjá fullvöxnum dýrum gapa skeljarnar mjög að aftan. Nefið er fyrirferðarmikið og innsveigt, mið- stætt eða rétt aftan við miðju. Hjörin er tannlaus, en inntengsli eru fest á stórt útskot (plötu) í vinstri skelinni og í þeirri hægri er tilsvarandi gróp fyrir útskotið. Möttulbugurinn er stór og djúpur og neðri hlið hans liggur alveg niður við möttullín- una. Út- og innstreymispípur eru samvaxnar og klæddar hrukkóttri, móleitri húð. Möttulpípurnar geta teygt sig að minnsta kosti tvöfalda skellengdina. Skeljar við Ísland geta orðið í það minnsta 75 mm langar. Smyrslingur er í dag útbreiddur frá Frans Jósefslandi, Novaja Semlja, Karahafi, Austur-Síberíuhafi, Ber- ingssundi og höfum norðan Ameríku í norðri til Japanseyja, Washington- ríkis á vesturströnd Norður-Ameríku, Massachusetts á austurströnd Norður- Ameríku, Ermarsunds og vesturhluta Eystrasalts í suðri.4 Tegundin lifir því í sjó þar sem sjávarhitinn er allt frá -2ºC til +16ºC.5 Smyrslingur er mjög algengur umhverfis Ísland Leifur A. Símonarson og Ólöf E. Leifsdóttir Miguskeljar á Íslandi Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar1, sem fyrst kom út í Danmörku 1772, er sagt frá sandmigu og er þar augljóslega átt við samlokutegund þá sem ber latneska heitið Mya truncata, en hún er betur þekkt nú á dögum sem smyrslingur. Einnig var hún sums staðar nefnd sandmígur eða sandmeyra. Eggert furðaði sig á því að skeldýr þetta skyldi ekki vera nýtt betur því að Langnesingar væru þeir einu sem notuðu það til matar þó að möttulpípurn- ar þættu bæði seigar og harðar undir tönn. Nöfnin sandmiga og sandmígur vísa vafalítið til þess að þegar dýrið liggur niðurgrafið í fjörusand herpist möttulholið saman ef styggð kemur að dýrinu og þá dælir það sjó út úr möttulholinu yfir í aðra möttulpípuna (útstreymispípuna), sem snýr upp, og gýs þá stundum lítil buna upp úr sandinum. Sandmiga er því ef til vill meira réttnefni en smyrslingur og í sumum orðabókum má sjá að samlokur ættkvíslarinnar Mya eru einnig taldar til sandmiguættar.2 Þegar Eggert Ólafsson tók saman bók sína um ferðir þeirra Bjarna Pálssonar um Ísland var ekki vitað um aðrar miguskeljar við Ísland eða í íslenskum jarðlögum en þessa einu sem Eggert nefndi, en síðan hafa fleiri komið í ljós og er ein þeirra eingöngu þekkt úr jarðlögum. Þannig er einnig komið fyrir einni undirtegund smyrslings. Í þessari grein verður fjallað um miguskeljar við Ísland og í íslenskum jarðlögum, bæði núlifandi og útdauðar (1. mynd). Náttúrufræðingurinn 78 (1–2), bls. 57–65, 2009 Ritrýnd grein 1. mynd. Nöfn á nokkrum einkennum miguskelja sem nefnd eru í texta. – Some character- istics of myarian bivalves mentioned in the text.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.