Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 59

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 59
59 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags botninum (áfána eða ásæta). Hjörin hjá Mya salmonensis er eins konar millistig af hjörum smyrslings og sandskeljar (Mya arenaria); þannig líkist útskotið eða tengslaplatan (e. chondrophor) meira útskoti smyrs- lings að framan, en sandskeljar að aftan þar sem það er með meira áberandi kjöl (2. og 5. mynd). Vallarskel Árið 1846 lýsti Bretinn E. Forbes12 afbrigði af smyrslingi sem hann nefndi Mya truncata var. uddevalensis eftir Uddevalla í Svíþjóð, en þaðan hafði hann fengið skeljar af þessu afbrigði úr jarðlögum frá lokum síðasta jökulskeiðs. Líklega hefur hann ruglast svolítið í stafsetning- unni, því að hann skrifaði nafnið uddevalensis (með aðeins einu l-i) og því getum við varla breytt þó fegin vildum, sérstaklega ef við lítum á dýrið sem undirtegund eða tegund en það gera raunar fæstir. Hins vegar finnst okkur koma til greina að nefna þessa skel vallarskel á íslensku þar sem Uddevalla þýðir nesvöllur. Fræðimenn sem hafa fjallað um smyrsling og skyldar skeljar hafa hins vegar ekki verið sammála um það hvort vallarskel sé afbrigði af smyrslingi,13 sérstök undirtegund smyrslings14 eða sérstök tegund.15 Hér er farinn millivegur og skeljar- nar taldar til sérstakrar undirtegund- ar Mya truncata uddevalensis Forbes, 1846. Oft stendur í líffræðingum að viðurkenna tegundir sem byggjast á lýsingum á dýraleifum úr jarðlög- um og því hefur danski dýrafræð- ingurinn G.H. Petersen15 stungið upp á heitinu neouddevallensis í stað uddevalensis. Vallarskel ætti þá að heita Mya neouddevallensis Petersen, 1999. Vallarskel er til muna styttri en smyrslingur, þar sem afturendinn er allt að því afskorinn þannig að nefið situr töluvert aftar en hjá smyrslingi og vel aftan við miðju (2. mynd b). Afturendinn er skáskorinn þannig að kviðröndin verður mun styttri en bakröndin. Þá er möttulbugurinn á innra borði skeljarinnar áberandi styttri en á smyrslingi, sem er með töluvert þynnri skeljar. Hjörin er eins og hjá smyrslingi (5. mynd) og stærðin er svipuð. Vallarskel hefur norðlægari út- breiðslu en smyrslingur. Hún hefur fundist lifandi við Vestur- og Austur- Grænland, Frans Jósefsland, Sval- barða, Jan Mayen, Novaja Semlja, Baffinsland, Labrador, Pondeyju, Ísland og Norður-Noreg, en einnig í Barentshafi, St. Lawrenceflóa og Hudsonsundi.10 Aðeins tómar skeljar hafa fundist við Alaska og hún er óþekkt á Kyrrahafssvæðinu. Vallarskel hefur víða fundist í jarðlögum á norðlægum slóðum eftir að hún kom fram á sjónarsviðið í byrjun ísaldar, en Breiðuvíkurlög á Tjörnesi eru með allra elstu jarð- lögum sem hún hefur fundist í. Það gæti bent til þess að undirtegundin hafi myndast fyrir 2,6–2,5 milljón árum, þegar fyrsta stóra jökulskeið síðustu ísaldar skall á (3. mynd). Vallarskel virðist upprunnin í Norður-Íshafi eða norðarlega í Norður-Atlantshafi og flestum fræði- mönnum ber saman um að hún hafi þróast frá smyrslingi við aðlögun að enn lægri sjávarhita en smyrslingur kýs yfirleitt (4. mynd).10,11 Eins og áður segir grafa sum skeldýr sig dýpra niður í botninn í kaldari sjó því þar hafa þau meira skjól. Það er allvel þekkt meðal samlokna sem grafa eða bora sig djúpt niður í botninn eða langt inn í t.d. reka- við, eins og timburmaðkar (Teredo), að þær hafi frekar stuttar og litlar skeljar. Aukin þverstýfing og ská- skurður að aftan, ásamt aukinni styttingu skeljar þegar borið er saman við smyrsling, bendir því eindregið til þess að ísöld hafi verið gengin í garð þegar vallarskel myndaðist, eins og virðist mega ráða af jarðsögu hennar. 3. mynd. Jarðsöguleg dreifing miguskelja á Íslandi. – The stratigraphical range of the genus Mya in Iceland. The tide of the marine migration from the Pacific at 3.6 Ma is shown and the first extensive glaciation at 2.6–2.5 Ma. Smyrslingur – Vallarskel Afbrigði Undirtegund Tegund Mya truncata Linné, 1758 var. uddevalensis Forbes, 1846. Mya truncata uddevalensis Forbes, 1846. Mya neouddevallensis Petersen, 1999.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.