Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 60

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 60
Náttúrufræðingurinn 60 Bárðarskel Árið 1972 lýsti þýskur steingervinga- fræðingur, F. Strauch10, nýrri undir- tegund smyrslings úr lögum frá plíósentíma (Coralline Crag) í Austur- Englandi og krókskeljalögum á Tjör- nesi og gaf henni nafnið Mya truncata gudmunduri í höfuðið á Guðmundi G. Bárðarsyni, en hann hafði skrifað grundvallarrit um setlög á Tjörnesi og var það gefið út af Vísindafélagi Dana árið 1925.16 Hér verður þessi undirtegund nefnd bárðarskel. Bárðarskel svipar til smyrslings en er töluvert lengri og mjórri (minni hæð) og með áberandi skástýfðan afturenda þar sem kviðhliðin er til muna lengri en bakhliðin (2. mynd g–h). Því er þessi skástýfing öfug við stýfinguna hjá vallarskel. Hjá bárðar- skel er hlutfall lengdar og hæðar að meðaltali 0,63 en hjá smyrslingi 0,70. Þá er nefið ögn framar (nær framenda) hjá bárðarskel. Stærðin er svipuð og hjá smyrslingi. Á ytra borði er skelin með meira áberandi gára (langfellingar) en smyrslingur og hýðið virðist hafa verið þykkara. Hjörin líkist þeirri sem er í smyrslingi, en þó er útskotið ögn afturteygðara í bárðarskelinni og eins konar milli- form smyrslings og sandgerviskeljar (5. mynd). Möttullínan er með álíka bug og hjá smyrslingi. Bárðarskel er þekkt úr jarðlögum frá plíósentíma, m.a. Coralline Crag- lögunum í austanverðu Englandi, en virðist hverfa úr jarðsögunni um miðbik Tiglianskeiðs þar í landi, fyrir um það bil 2 milljónum ára, og úr jarðlögum af svipuðum aldri í Hollandi og Belgíu.10 Óvíst er hvort hún hefur fundist í jarðlögum frá sama tíma norðarlega á Japanseyj- um og í Alaska. Hér á landi kemur þessi undirtegund inn í næstneðstu lageiningu krókskeljalaga (lagein- ingu 14) fyrir tæplega 3,6 milljón árum og hún virðist hverfa um miðbik krókskeljalaganna (í lagein- ingu 20) fyrir tæpum 3 milljónum ára (3.–4. mynd). Bárðarskel virðist ekki hafa fund- ist núlifandi, en sumir smyrslingar sem lifa í frekar hlýjum sjó, í suður- hluta útbreiðslusvæðis tegundarinn- ar, hafa tekið á sig form sem líkist allmikið formi bárðarskeljar.10 Því er nærtækt að ætla að bárðarskel hafi klofnað frá smyrslingum við aðlög- un að hærri sjávarhita en smyrs- lingar kjósa yfirleitt (4. mynd). SANDGERVISKEL Upphaflega var skel þessari lýst árið 1900, af danska dýrafræðingnum A.S. Jensen árið 1900 sem taldi hana afbrigði af smyrslingi og nefndi því Mya truncata forma ovata þar sem hún hefur lengri og ávalari 4. mynd. Líklegasta þróun miguskelja sem fundist hafa lifandi við Ísland og í íslenskum jarðlögum. Rauðu örvarnar benda til þess að bárðar- skel og sandskel hafi lifað og lifi í frekar hlýjum sjó, en þær bláleitu eiga við um miguskeljar í frekar svölum eða jafnvel köldum sjó. Tímaskali er ekki í réttum hlutföllum. Lítillega breytt frá MacNeil 1965 og Strauch 1972.9,10 – Phylogeny of myarian species and subspecies found in Iceland. Species and subspecies marked with red arrows are more thermophilic than those marked with the blue ones. The time scale is not proportional. Slightly modified from MacNeil 1965 and Strauch 1972.9,10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.