Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 61

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 61
61 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags (meira egglaga) afturenda.11 Árið 1931 benti H. Schlesch17 á að ekki væri unnt að nota nafnið ovata þar sem það væri þegar frátekið fyrir aðra tegund af miguskeljaætt, þ.e. Mya ovata Donavan, 1802. Hann taldi raunar að hér væri um sér- staka tegund að ræða og nefndi hana því Mya pseudoarenaria þar sem hún líkist nokkuð sandskelinni (Mya arenaria eða Arenomya arenaria). Því er hún hér nefnd sandgerviskel. Schlesch notaði bæði eintök úr krók- skeljalögum á Tjörnesi og úr Húna- flóa í rannsókn sinni, en eintakið úr krókskeljalögum líkist mjög kamb- skel (Mya schwarzbachi) og tilheyrir líklega henni og þar með annarri tegund, enda hefur sandgerviskel ekki fundist í krókskeljalögum. Hún kemur fyrst um það bil milljón árum seinna inn í íslenska jarðsögu. Schlesch taldi eintakið úr Húnaflóa ef til vill komið úr jarðlögum á sjáv- arbotni, en það hafði hann fundið sjálfur. Engin jarðlög eru þekkt á svæðinu umhverfis Húnaflóa eða í botni flóans þar sem sandgerviskel kemur við sögu og gæti hún allt eins verið af dýri sem lifði þar, ekki síst á fyrstu áratugum 20. aldar þegar sjávarhiti var lægri við Norður- land en nú er. Við sjáum því ekki ástæðu til þess að gefa henni nýtt nafn á latínu eins og Petersen15 hefur stungið upp á, en hann vildi nefna hana Mya neovata vegna þess að hann var ekki sáttur við að nefna núlifandi skeldýr eftir eintaki úr jarðlögum. Schlesch var um tíma lyfsali á Seyðisfirði og skrifaði nokkrar greinar um íslensk skeldýr bæði núlifandi og útdauð, m.a. alllanga grein um skeldýr í Tjörneslögum en hún birtist í þýsku tímariti árið 1924.18 Eftir að Schlesch lýsti sand- gerviskel sem sérstakri tegund hafa allmargir fræðimenn fjallað um hana og nokkrir talið hana afbrigði af smyrslingi, eins og Jensen gerði upphaflega,4,19 en aðrir litið á hana sem undirtegund smyrslings (Mya truncata ovata eða pseudoarenaria).14 Hins vegar hafa miklu fleiri fylgt Schlesch og talið hana til sérstakrar tegundar (Mya pseudoarenaria).5,9,10, 13,20,21 Hér verður eins og áður farinn millivegur og við lítum á sandgervi- skel sem undirtegund smyrslings (Mya truncata pseudoarenaria). Í fljótu bragði líkist sandgerviskel meira sandskel en smyrslingi, eink- um þegar litið er til skeljalögunar. Skelin hefur lengri og ávalari (meira egglaga) afturenda en smyrslingur og líkist að því leyti sandskel (2. mynd c–d). Skeljarnar gapa því lítið að aftan. Sandgerviskel er töluvert lengri en smyrslingur, en enginn sjónarmunur er á möttullínu og möttulbug. Í hjörinni er útskotið ennþá afturdregnara en hjá smyrs- lingi og mun lengra en í sandskel þar sem fremri hryggurinn nær út fyrir plöturöndina og myndar hnúð eða tönn (5. mynd). 5. mynd. Líklegasta þróun útskots (chondrophor) í hjör miguskelja. Lítillega breytt frá Strauch 1972.10 – Phylogeny of the chondrophors in myarian species and subspecies found in Iceland. Slightly modified from Strauch 1972.10 Smyrslingur – Sandgerviskel Afbrigði Undirtegund Tegund Mya truncata Linné, 1758 forma ovata Jensen, 1900. Mya truncata ovata Jensen, 1900. Mya ovata Jensen, 1900. Mya pseudoarenaria Schlesch, 1931.Mya truncata pseudoarenaria Schlesch, 1931. Mya neovata Petersen, 1999.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.