Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 67

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 67
67 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags grunna veturinn 2000 og þar með dagbækur þeirra feðga og veiði- bækur frá landi Skálabrekku. Umhverfi og lífríki Þingvalla- vatns hefur hvort tveggja mikið verið rannsakað og er afraksturinn aðgengilegur víða, m.a. í yfirlitsbók sem Pétur M. Jónasson, vatnalíf- fræðingur og prófessor við Kaup- mannahafnarháskóla, ritstýrði og kom út árið 1992. Þar er m.a. að finna viðbætur við ísaupplýsingar Þingvallavatns í grein þeirra Há- konar Aðalsteinssonar, Péturs og Sigurjóns um vatnshag Þingvalla- vatns.3 Í glæsilegu heildarriti um Þingvallavatn frá 2002, sem Pétur M. Jónasson ritstýrði ásamt Páli Hersteinssyni, er að finna gagnlega samantekt Árna Snorrasonar um vatnafar á vatnasviði Þingvalla- vatns.4 Þá er einnig stuðst við BS-ritgerð Bjarka Þórs Kjartans- sonar við Raunvísindadeild HÍ frá 2002 um lagnaðarís á íslenskum vötnum.5 Þar var auk annars próf- að að beita erlendu ísspárlíkani á Þingvallavatn. Bjarki Þór skoðaði m.a. dagbækur vélgæslumanna í Steingrímsstöð og skráði þær stop- ulu athuganir á ísafari Þingvalla- vatns sem þar eru. Vatnshagur Þingvallavatns Yfirborð Þingvallavatns án eyja og hólma er 83 km2, meðaldýpi vatnsins er 34 m en mesta dýpi í Sandeyjar- djúpi er 114 m (2. mynd). Þar sem meðalhæð vatnsborðs Þingvalla- vatns er rétt rúmlega 100 m y.s. nær vatnsskálin niður fyrir sjáv- armál. Heildarrúmtak Þingvalla- vatns er gríðarmikið í samanburði við flest önnur stöðuvötn á Íslandi. Í vatnsskálinni eru að jafnaði 2.873 Gl (milljónir rúmmetra).2 Til samanburðar er tíundi hluti þessa vatnsmagns í Kleifarvatni. Þegar hæst stendur í miðluninni er Þóris- vatn bæði stærra að flatarmáli og rúmtaki en Þingvallavatn, þó mun- urinn sé lítill. Í Þingvallavatn rennur lindavatn að mestu undir yfirborði jarðar og berst sumt að um langa vegu, jafnvel frá Langjökli, og renn- ur það úr öllum áttum þó svo að meginstraumurinn sé að norðan.6 Hitastig lindavatnsins er jafnt árið um kring, svolítið breytilegt eftir lindum, frá 2,9 til 3,8°C.2 Að vetrinum þegar ís hefur legið á vatninu í örfáa daga má vel sjá hvar lindir streyma í vatnið, en þar verða vakir eða afætur, eins og íbúar Þingvallasveitar kalla opnur á ísnum, nærri þeim stöðum þar sem kaldavermsl streyma fram. Þekktust er Vellankatla í fjöruborði Vatns- viks í norðausturhorni Þingvalla- vatns. Bullaugað er vel greinilegt á öllum árstímum, meira að segja af bílveginum sem liggur þarna steinsnar frá vatnsbakkanum. Lítill hluti innstreymis í Þingvallavatn er yfirborðsvatn, sem er einkum Öxará en einnig aðrar vatnslitlar dragár eins og Ölfusvatnsá og Vill- ingavatnsá. Vatnshiti þeirra sveiflast með veðurfarinu; hiti á veturna er fast að 0°C en innrennsli þess- ara vatnsfalla getur náð 15–16°C á bestu sumardögum. Rennslishættir Þingvallavatns um Sog hafa verið mældir í áratugi, bæði fyrir og eftir að útfallinu var breytt árið 1959 með tilkomu Steingrímsstöðvar, efstu virkjunarinnar í Sogi. Afrennsli Þingvallavatns er mjög nærri því að vera 100 m3/s. Um 91 m3/s er linda- vatn, 4 m3/s úrkoma og það sem upp á vantar annað yfirborðsvatn 2. mynd. Dýptarkort af Þingvallavatni ásamt nokkrum örnefnum sem tengjast vatninu og umhverfi þess. Kortið er byggt á bergmálsdýptarmælingum Vatnamælinga og útfært frekar af Einari Á.E. Sæmundsen starfsmanni Þingvallaþjóðgarðs. – Bathemetric map of Lake Þingvallavatn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.