Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 67
67
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
grunna veturinn 2000 og þar með
dagbækur þeirra feðga og veiði-
bækur frá landi Skálabrekku.
Umhverfi og lífríki Þingvalla-
vatns hefur hvort tveggja mikið
verið rannsakað og er afraksturinn
aðgengilegur víða, m.a. í yfirlitsbók
sem Pétur M. Jónasson, vatnalíf-
fræðingur og prófessor við Kaup-
mannahafnarháskóla, ritstýrði og
kom út árið 1992. Þar er m.a. að
finna viðbætur við ísaupplýsingar
Þingvallavatns í grein þeirra Há-
konar Aðalsteinssonar, Péturs og
Sigurjóns um vatnshag Þingvalla-
vatns.3 Í glæsilegu heildarriti um
Þingvallavatn frá 2002, sem Pétur
M. Jónasson ritstýrði ásamt Páli
Hersteinssyni, er að finna gagnlega
samantekt Árna Snorrasonar um
vatnafar á vatnasviði Þingvalla-
vatns.4 Þá er einnig stuðst við
BS-ritgerð Bjarka Þórs Kjartans-
sonar við Raunvísindadeild HÍ frá
2002 um lagnaðarís á íslenskum
vötnum.5 Þar var auk annars próf-
að að beita erlendu ísspárlíkani á
Þingvallavatn. Bjarki Þór skoðaði
m.a. dagbækur vélgæslumanna í
Steingrímsstöð og skráði þær stop-
ulu athuganir á ísafari Þingvalla-
vatns sem þar eru.
Vatnshagur
Þingvallavatns
Yfirborð Þingvallavatns án eyja og
hólma er 83 km2, meðaldýpi vatnsins
er 34 m en mesta dýpi í Sandeyjar-
djúpi er 114 m (2. mynd). Þar sem
meðalhæð vatnsborðs Þingvalla-
vatns er rétt rúmlega 100 m y.s.
nær vatnsskálin niður fyrir sjáv-
armál. Heildarrúmtak Þingvalla-
vatns er gríðarmikið í samanburði
við flest önnur stöðuvötn á Íslandi.
Í vatnsskálinni eru að jafnaði
2.873 Gl (milljónir rúmmetra).2 Til
samanburðar er tíundi hluti þessa
vatnsmagns í Kleifarvatni. Þegar
hæst stendur í miðluninni er Þóris-
vatn bæði stærra að flatarmáli og
rúmtaki en Þingvallavatn, þó mun-
urinn sé lítill. Í Þingvallavatn rennur
lindavatn að mestu undir yfirborði
jarðar og berst sumt að um langa
vegu, jafnvel frá Langjökli, og renn-
ur það úr öllum áttum þó svo að
meginstraumurinn sé að norðan.6
Hitastig lindavatnsins er jafnt
árið um kring, svolítið breytilegt
eftir lindum, frá 2,9 til 3,8°C.2 Að
vetrinum þegar ís hefur legið á
vatninu í örfáa daga má vel sjá
hvar lindir streyma í vatnið, en
þar verða vakir eða afætur, eins og
íbúar Þingvallasveitar kalla opnur á
ísnum, nærri þeim stöðum þar sem
kaldavermsl streyma fram. Þekktust
er Vellankatla í fjöruborði Vatns-
viks í norðausturhorni Þingvalla-
vatns. Bullaugað er vel greinilegt
á öllum árstímum, meira að segja
af bílveginum sem liggur þarna
steinsnar frá vatnsbakkanum. Lítill
hluti innstreymis í Þingvallavatn
er yfirborðsvatn, sem er einkum
Öxará en einnig aðrar vatnslitlar
dragár eins og Ölfusvatnsá og Vill-
ingavatnsá. Vatnshiti þeirra sveiflast
með veðurfarinu; hiti á veturna
er fast að 0°C en innrennsli þess-
ara vatnsfalla getur náð 15–16°C á
bestu sumardögum. Rennslishættir
Þingvallavatns um Sog hafa verið
mældir í áratugi, bæði fyrir og eftir
að útfallinu var breytt árið 1959 með
tilkomu Steingrímsstöðvar, efstu
virkjunarinnar í Sogi. Afrennsli
Þingvallavatns er mjög nærri því að
vera 100 m3/s. Um 91 m3/s er linda-
vatn, 4 m3/s úrkoma og það sem
upp á vantar annað yfirborðsvatn
2. mynd. Dýptarkort af Þingvallavatni ásamt nokkrum örnefnum sem tengjast vatninu
og umhverfi þess. Kortið er byggt á bergmálsdýptarmælingum Vatnamælinga og útfært
frekar af Einari Á.E. Sæmundsen starfsmanni Þingvallaþjóðgarðs. – Bathemetric map of
Lake Þingvallavatn.