Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 68

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 68
Náttúrufræðingurinn 68 og þar af er Öxará með um 2 m3/s (3. mynd).6 Sigurjón Rist reiknaði á sínum tíma að endurnýjunartími Þingvallavatns væri um 330 dagar og rennslishraði því til jafnaðar um 43 metrar á dag frá norðri til suðurs í áttina að útfallinu.2 Hiti Þingvallavatns og hitamælingar Innstreymi lindavatns er nálægt því að vera 3,5°C að meðaltali. Þótt framlag dragánna í vatns- magni Þingvallavatns sé lítið hafa þær nokkra þýðingu fyrir hitafar vatnsins. Á veturna kæla þær vatn- ið en á sumrin hækka þær meðal- hita innstreymis. Sigurjón Rist og Guðmann Ólafsson töldu að gera mætti ráð fyrir því að innrennslið á vetrum væri nærri 3°, en 4–5°C að sumarlagi. Meðalársúrkoman á Þingvallavatni er nærri 1.350 til 1.400 mm samkvæmt úrkomumæl- ingum á Þingvöllum og Heiðarbæ í áratugi. Úrkoma skiptir ekki sköp- um fyrir varmahag vatnsins, nema þegar snjóar, því að bræðsluvarmi er talsverður og hefur nokkra þýð- ingu snemma vetrar þegar snjóar áður er vatnið leggur. Svipuð áhrif hefur skafrenningur, þegar fönn úr umhverfinu berst út á vatnið og bráðnar þar. Sérstaklega ber á skafrenningi frá Kárastöðum og út á Þingvallavatn í norðanátt sem og hjá Mjóanesi þar sem austanátt nær sér vel á strik. Skafbylurinn stendur einnig gjarnan af Miðfellshrauni og allt ofan af Lyngdalsheiði. Snjór af landi, sem berst út á vatnið, skiptir litlu fyrir vatnsmagn Þingvalla- vatns. 10 mm úrkoma sem snjór eða skafrenningur á yfirborð Þing- vallavatns samsvarar innrennsli í 15 mínútur. Ef ekki kæmi til geislun frá sólu eða varmatap til umhverfisins héld- ist vatnshiti Þingvallavatns um 3,0–4,0°C árið um kring. Snemma vors eftir að ísa leysir er hækkandi sólin furðufljót að verma yfirborðs- lög vatnsins. Vatnið hlýnar samt hægt í fyrstu, því ekki þarf nema létta golu til að koma af stað blönd- un við kaldara vatn á meira dýpi. Á endanum nær yfirborðshiti vatnsins 9–10°C en á sólríkum og hlýjum sumrum 12–13°C.3 Hlýjast verður vatnið snemma í ágúst. Á kyrr- um sólardögum er oft merkjanlega kaldara úti á miðju vatni miðað við yfirborðið í víkum og vogum, sem er heitara.2 Þar sem lindavatnið streymir fram er síðan mun kaldara. Hitamunur, bæði láréttur og með dýpi, kemur af stað straumum í vatninu. Á sumum stöðum eru þeir ágætlega þekktir og finnast vel þegar farið er um vatnið á léttum árabát í góðu veðri.a Vatnshitamælingar hafa verið strjálar, en um nokkurra ára skeið laust fyrir 1980 var hitanemi við vatnshæðarmælinn í Skálabrekku sem skráði hita á klukkustundar fresti. Þessar mælingar gáfu á sínum tíma mikilsverðar upplýsingar um hitasveiflur í yfirborðslagi vatns- ins og unnið var ítarlega úr þeim. Landsvirkjun hefur um langt skeið mælt vatnshita á kælivatnstanki fyrir vélarnar í Steingrímsstöð, en hann gefur ágæta vísbendingu um yfirborðshita við útfallið eða öllu heldur inntak virkjunarinn- ar. Strjálar hitamælingar á djúpu vatni, sem einkum voru gerðar af Sigurjóni Rist og samstarfsmönnum hans á Vatnamælingum Orkustofn- unar, gefa ágæta vísbendingu um hitadreifingu á dýpi og við botn. 3. mynd. Grunnvatnstreymi til Þingvallavatns. Úr greinargerð verkfræðistofunnar Vatnskila um rennslislíkan fyrir Þingvallavatn.6 – Main ground water flow to Lake Þingvallavatn. a Að öðrum ólöstuðum þekkir Sveinbjörn Jóhannsson á Heiðarbæ hvað best til strauma í yfirborði Þingvallavatns. Hann hefur nytjað vatnið í áratugi með veiðum á bleikju og murtu í net.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.