Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 68

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 68
Náttúrufræðingurinn 68 og þar af er Öxará með um 2 m3/s (3. mynd).6 Sigurjón Rist reiknaði á sínum tíma að endurnýjunartími Þingvallavatns væri um 330 dagar og rennslishraði því til jafnaðar um 43 metrar á dag frá norðri til suðurs í áttina að útfallinu.2 Hiti Þingvallavatns og hitamælingar Innstreymi lindavatns er nálægt því að vera 3,5°C að meðaltali. Þótt framlag dragánna í vatns- magni Þingvallavatns sé lítið hafa þær nokkra þýðingu fyrir hitafar vatnsins. Á veturna kæla þær vatn- ið en á sumrin hækka þær meðal- hita innstreymis. Sigurjón Rist og Guðmann Ólafsson töldu að gera mætti ráð fyrir því að innrennslið á vetrum væri nærri 3°, en 4–5°C að sumarlagi. Meðalársúrkoman á Þingvallavatni er nærri 1.350 til 1.400 mm samkvæmt úrkomumæl- ingum á Þingvöllum og Heiðarbæ í áratugi. Úrkoma skiptir ekki sköp- um fyrir varmahag vatnsins, nema þegar snjóar, því að bræðsluvarmi er talsverður og hefur nokkra þýð- ingu snemma vetrar þegar snjóar áður er vatnið leggur. Svipuð áhrif hefur skafrenningur, þegar fönn úr umhverfinu berst út á vatnið og bráðnar þar. Sérstaklega ber á skafrenningi frá Kárastöðum og út á Þingvallavatn í norðanátt sem og hjá Mjóanesi þar sem austanátt nær sér vel á strik. Skafbylurinn stendur einnig gjarnan af Miðfellshrauni og allt ofan af Lyngdalsheiði. Snjór af landi, sem berst út á vatnið, skiptir litlu fyrir vatnsmagn Þingvalla- vatns. 10 mm úrkoma sem snjór eða skafrenningur á yfirborð Þing- vallavatns samsvarar innrennsli í 15 mínútur. Ef ekki kæmi til geislun frá sólu eða varmatap til umhverfisins héld- ist vatnshiti Þingvallavatns um 3,0–4,0°C árið um kring. Snemma vors eftir að ísa leysir er hækkandi sólin furðufljót að verma yfirborðs- lög vatnsins. Vatnið hlýnar samt hægt í fyrstu, því ekki þarf nema létta golu til að koma af stað blönd- un við kaldara vatn á meira dýpi. Á endanum nær yfirborðshiti vatnsins 9–10°C en á sólríkum og hlýjum sumrum 12–13°C.3 Hlýjast verður vatnið snemma í ágúst. Á kyrr- um sólardögum er oft merkjanlega kaldara úti á miðju vatni miðað við yfirborðið í víkum og vogum, sem er heitara.2 Þar sem lindavatnið streymir fram er síðan mun kaldara. Hitamunur, bæði láréttur og með dýpi, kemur af stað straumum í vatninu. Á sumum stöðum eru þeir ágætlega þekktir og finnast vel þegar farið er um vatnið á léttum árabát í góðu veðri.a Vatnshitamælingar hafa verið strjálar, en um nokkurra ára skeið laust fyrir 1980 var hitanemi við vatnshæðarmælinn í Skálabrekku sem skráði hita á klukkustundar fresti. Þessar mælingar gáfu á sínum tíma mikilsverðar upplýsingar um hitasveiflur í yfirborðslagi vatns- ins og unnið var ítarlega úr þeim. Landsvirkjun hefur um langt skeið mælt vatnshita á kælivatnstanki fyrir vélarnar í Steingrímsstöð, en hann gefur ágæta vísbendingu um yfirborðshita við útfallið eða öllu heldur inntak virkjunarinn- ar. Strjálar hitamælingar á djúpu vatni, sem einkum voru gerðar af Sigurjóni Rist og samstarfsmönnum hans á Vatnamælingum Orkustofn- unar, gefa ágæta vísbendingu um hitadreifingu á dýpi og við botn. 3. mynd. Grunnvatnstreymi til Þingvallavatns. Úr greinargerð verkfræðistofunnar Vatnskila um rennslislíkan fyrir Þingvallavatn.6 – Main ground water flow to Lake Þingvallavatn. a Að öðrum ólöstuðum þekkir Sveinbjörn Jóhannsson á Heiðarbæ hvað best til strauma í yfirborði Þingvallavatns. Hann hefur nytjað vatnið í áratugi með veiðum á bleikju og murtu í net.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.