Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 70
Náttúrufræðingurinn
70
einkum framan af því tímabili.
Fyrir árin 1996–2000 eru hins vegar
engar upplýsingar um dagsetningar
ísalagna, að öðru leyti en þær
að vatnið lagði alla þá vetur. Við
athugun þessa voru lesnar veður-
athugunarbækur á Þingvöllum og
síðar Heiðarbæ allt frá 1934. Veður-
athugunarmenn lýsa stundum tíð-
arfari hvers mánaðar. Stundum er
þar minnst á ís á vatninu, en með
örfáum undantekningum er ekki
getið um dagsetningu eða tímabil
ísalagna Þingvallavatns.
Ísalögnum seinkar fram eftir
vetri af tveimur allólíkum orsökum.
Í fyrsta lagi vegna hlýinda og í öðru
lagi vegna storma sem brjóta sífellt
nýmyndað ísskæni upp. Heimildir
eru fyrir því að veturna 1922/23
og 1928/29 hafi Þingvallavatn alls
ekki lagt. Árni Snorrason telur að
enginn ís hafi verið á vatninu vetur-
inn 1956/57.4 Þeir Sigurjón Rist og
Guðmann minnast hins vegar ekki
einu orði á þann vetur en geta þess
sérstaklega að þrjá vetur í röð frá
1958 hafi ísinn staðið við óvenjustutt,
eða í einn mánuð.
1. tafla sýnir þekktar dagsetningar
ísalagna og ísabrota Þingvallavatns.
Nokkrar eyður eru í töflunni, en
þrátt fyrir það má segja að reglan
hafi verið sú að vatnið leggi oftast í
janúar og stundum í febrúar. Yfirleitt
er ís á Þingvallavatni í tvo til þrjá
mánuði, en stundum aðeins í örfáar
vikur. Til undantekninga heyrir að
veðrátta sé svo hlý að vetrinum að
vatnið nái ekki að leggja.
Frá aldamótum hefur orðið
greinileg breyting á ísafari Þingvalla-
vatns. Veturnir 2002/03 og 2005/06
voru íslausir með öllu. 2003/04 kom
ísskæni á vatnið síðast í janúar, en
brotnaði upp tveimur vikum síðar.
Aftur lagði vatnið nokkrum dögum
síðar en aðeins um skamma hríð.
Veturinn 2006/07 var ís á vatninu
í aðeins fjóra daga eftir miðjan
janúar og að hluta lagði það aftur
um tíma í febrúar. Veturnir 2001/02
og 2007/08 (5. mynd) geta talist
hefðbundnir hvað ísafar á vatninu
snertir þó svo að í bæði skiptin hafi
vatnið ekki lagt fyrr en komið var
fram í febrúar.
Flestir veturnir á árunum 1988–
1995 voru skakviðrasamir og storm-
ar tíðir. Hitafarið var aftur á móti í
stórum dráttum ekki fjarri því sem
það er til jafnaðar (sjá t.d. 9. mynd).
Ástæða þess að vatnið lagði seint
marga þessa vetur var ekki sú
að vatnið væri orðið nægjanlega
kalt heldur hamlaði vindánauð
og öldugangur sífellt ísmyndun.
Veturinn 1990/91 lægði um stund
með frosti 11. og 12. janúar og
þá var þunnt ísskæni sagt vera á
vatninu.5 Í kjölfarið hvessti og ísinn
1. tafla. Ísalagnir og ísabrot á Þingvallavatni. Gögn allt til 1986 eru frá Sigurjóni Rist og
Guðmanni Ólafssyni.2 Frá 1987 til 1993 eru ísupplýsingar komnar frá Sigurjóni3 að hluta
og eins úr dagbókum Steingrímsstöðvar. Frá aldamótum hefur Hörður Guðmannsson skráð
upplýsingar um ísafar á vatninu, en skráningarbækur áranna þar á undan töpuðust þegar
bærinn á Skálabrekku brann árið 2000. Þó er vitað að Þingvallavatn lagði öll þessi ár. Dag-
setningar og athugasemdir á árunum 1993–2000 eru að mestu byggðar á skráningum Árna
B. Stefánssonar í viðburða- og gestabók sumarhúss í Hestvík. – Observed data of ice forma-
tion and ice melting on Lake Þingvallavatn. No ice was formed 2002/3 and 2005/6.
Vetur Ísalagnir Ísabrot Athugasemdir
1951/52 10. jan. 28. apríl
1952/53
1953/54
1954/55 15. jan. 13. apríl
1955/56 20. jan. 24. apríl
1956/57 Óljósar heimildir um ísleysi
1957/58 5. jan. 16. apríl
1958/59 15. jan. 15. feb.
1959/60 15. feb. 15. mars
1960/61
…..
…..
1973/74
1974/75 22. des 19. mars
1975/76 13. jan. 12. mars
1976/77 18. jan. 12. apríl
1977/78 2. jan. 15. april
1978/79 3. jan. 15. maí
1979/80 2. jan. 13. mars
1980/81 2. jan. 3. maí
1981/82 13. des. 18. apríl
1982/83 19. jan. 11. maí
1983/84 13. jan. 26. apríl
1984/85 23. jan. 8. mars
1985/86 19. jan. 23. apríl
1986/87 12. feb. 3. maí Dags. ísabrota ekki nákvæm
1987/88 20. jan. 8. maí Dags. ísabrota ekki nákvæm
1988/89 16. feb. 13. maí Dags. ísabrota ekki nákvæm
1989/90 20. feb. 12. maí Dags. ísabrota ekki nákvæm
1990/91 12. jan. Ís í örfáa daga, varla mannheldur
1991/92 13. mars Ís á hluta vatnsins í jan. og feb.
1992/93 6. jan.
1993/94 22. des. Enn ís 20. mars
1994/95 Vita a vatni var ísilagt ann 28. feb.
1995/96 21. des.
1996/97 7. jan. 13. apríl Vatni hálflagt e a ótraustur ís frá byrjun feb.
1997/98 17. jan.
1998/99 8. jan.
1999/00 6. apríl
2000/01 27. des.
2001/02 5. feb. 20. apríl Rek á ísnum og miklar vakir
2002/03 Vatni íslaust
2003/04 31. jan. 16. feb. Aftur ís 23. feb.–2. mars
2004/05 7. jan. 10. feb.
2005/06 Vatni íslaust
2006/07 22. jan 26. jan. Ís í fjóra daga. Aftur ís 6.–17. feb
2007/08 3. feb. 22. apríl