Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 79
79
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
m.a. hvort bíða skyldi eftir opin-
berum úrskurði um hver væri
eigandi Surtseyjar eða hvort Nátt-
úruverndarráð ætti að friðlýsa eyna
sem fyrst og fá síðan úrskurð um
eignarréttinn. Ráðsmenn töldu
seinni leiðina vænlegri til að fá
úrskurð um eignarréttinn, og þar
að auki væri málið það áríðandi
að ráðinu bæri að afgreiða það sem
fyrst, semja um það greinargerð og
senda menntamálaráðuneytinu til
staðfestingar.
Loks urðu stuttar umræður um
hvort ætti heldur að friðlýsa Surtsey
skv. D-lið 1. gr. laga nr. 48/1956 um
náttúruvernd, þ.e. sem þjóðvang,
eða skv. C-lið 1. gr. sömu laga, þ.e.
sem friðland. Að þeim loknum var
friðlýsing Surtseyjar sem friðlands
samþykkt samhljóða og ritara falið
að senda hana sem fyrst til ráðu-
neytisins, sem þurfti samkvæmt 3.
mgr. 12. gr. sömu laga að staðfesta
hana áður en hún kæmi til fram-
kvæmda. Einnig var ákveðið að fela
Surtseyjarnefnd umsjón með eynni.
Menntamálaráðuneytið staðfesti
tillögu ráðsins óbreytta og tók hún
gildi með birtingu auglýsingar í
Lögbirtingablaði 19. maí 1965 og
hljóðaði þannig:
„Náttúruverndarráð gerir
kunnugt: samkvæmt heimild í
C-lið 1. gr. og 3. mgr. 12. gr. laga
nr. 48/1956, um náttúruvernd,
hefur náttúruverndarráð ákveð-
ið að lýsa Surtsey sem friðland.
Friðlýsing Surtseyjar er eink-
um gerð í þeim tilgangi að
tryggja, að landnám lífs á eynni
og framvinda þess á komandi
árum verði með sem eðlilegust-
um hætti og sem minnstum
truflunum af manna völdum,
en þetta er mjög mikilvægt frá
vísindalegu sjónarmiði. Þess
vegna er hér með bannað að
ganga á land í Surtsey, nema
með leyfi Surtseyjarnefndar, en
þar sem sú nefnd hefur umsjón
með öllum vísindarannsóknum
í Surtsey, hefur náttúruverndar-
ráð ákveðið að fela henni umsjón
með eynni.
Bannað er að raska við nokkru
á eynni og að flytja þangað lif-
andi dýr, plöntur, fræ eða
plöntuhluta, einnig er bannað
að skilja þar eftir hvers konar
úrgang.
Þeim, sem kunna að fá leyfi til
landgöngu á eynni, er skylt að
fara í einu og öllu eftir þeim
reglum, sem náttúruverndarráð
mun í samráði við Surtseyjar-
nefnd setja um umgengni í
eynni.
Þeir, sem brotlegir gerast við
ákvæði þessa úrskurðar, verða
látnir sæta ábyrgð samkvæmt
33. gr. laga nr. 48/1956 um
náttúruvernd.“
Náttúruverndarlögum
breytt
Árið 1972 tóku gildi ný náttúru-
verndarlög, lög nr. 47/1971 um
náttúruvernd, en þótt margt breytt-
ist með nýju lögunum, m.a. ákvæði
um skipan náttúruverndarráðs og
að halda skyldi náttúruverndarþing
þriðja hvert ár, þá breyttist afstaða
ráðsins til Surtseyjar og friðlýsing-
ar hennar ekkert. Á næstu árum
endurskoðaði ráðið ýmsar eldri
friðlýsingar, þar á meðal friðlýs-
ingu Surtseyjar, og ný friðlýsing tók
gildi 3. apríl 1974 og birtist hún í
Stjórnartíðindum B, nr. 122/1974
(4. mynd). Þótt reglur um friðlandið
séu þar í annarri röð en áður og
orðalag sums staðar lítillega breytt
er þessi endurskoðaða friðlýsing að
öllu leyti efnislega samhljóða eldri
friðlýsingunni, nema hvað bætt er
við reglurnar um friðlandið ákvæði
um að skot séu bönnuð nær eynni
en 2 km.
Ýmsar breytingar urðu svo á
náttúruverndarmálum næstu árin;
m.a. var sett á laggirnar umhverf-
isráðuneyti árið 1990 og fluttust
öll náttúruverndarmál þangað frá
menntamálaráðuneytinu. Ný nátt-
úruverndarlög (nr. 44/1999) tóku
gildi 1. júlí 1999. Með þeim varð
sú breyting að umhverfisráðherra
friðlýsir svæði (auglýsir friðlýsingu
svæða) að tillögu Umhverfisstofn-
unar (áður Náttúruverndar ríkisins;
þar áður Náttúruverndarráðs) og
Náttúrufræðistofnunar Íslands. Ef
um er að ræða náttúrumyndanir í
hafi þarf samþykki sjávarútvegs-
ráðherra (sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra) og álit Hafrann-
sóknastofnunarinnar. Með lögum
nr. 90/2002, sem tóku gildi 1. janúar
2003, varð Umhverfisstofnun til, sem
m.a. sér um náttúruverndarmál.
4. mynd. Kortið sýnir stærð friðlands eins og það var þegar Náttúruverndarráð birti aug-
lýsingu í Stjórnartíðindum (Sérprent nr. 213) árið 1974 um friðlýsingu Surtseyjar.