Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 82
Náttúrufræðingurinn
82
um náttúru og umhverfismál
mikilvæga. Þess vegna stóð Nátt-
úrustofan meðal annars fyrir stofnun
Umhverfishóps Stykkishólms, hefur
fengið skólabörn í heimsókn og
leitast við að bjóða upp á fræðslu-
erindi starfsmanna eða gestafyrir-
lesara fyrir almenning að minnsta
kosti mánaðarlega yfir vetrartím-
ann. Aðsókn hefur yfirleitt verið
mjög góð og bæjarbúar og nær-
sveitungar kunnað vel að meta. Þá
hefur Náttúrustofan komið að gerð
fræðsluskilta og -bæklinga.
Meðal annarra verkefna eru
seta í Breiðafjarðarnefnd, sem er
umhverfisráðherra til ráðgjafar um
verndarsvæði Breiðafjarðar (www.
breidafjordur.is), auk þess sem
starfsmaður Náttúrustofunnar sinnir
daglegum rekstri nefndarinnar í
hlutastarfi. Þá hefur Náttúrustofan
átt fulltrúa í Framkvæmdaráði Snæ-
fellsness frá upphafi en það hefur
unnið að því að afla Snæfellsnesi
Green Globe-umhverfisvottunar og
viðhalda henni (www.nesvottun.is).
Árið 2001 var fyrsti starfsmaður
auk forstöðumanns ráðinn í hluta-
starf. Frá árinu 2004 hafa fastir
starfsmenn lengst af verið fjórir en
heildarfjöldi starfsmanna á hverjum
3. mynd. Arnarungar í breiðfirsku hreiðri. Arnarrannsóknir eru unnar í samvinnu við
Náttúrufræðistofnun Íslands o.fl. Ljósm.: Róbert A. Stefánsson.
tíma mest farið í 10 haustið 2006.
Ársstörf voru flest um 5,6 árið 2006.
Nú eru fastráðnir starfsmenn fjórir
talsins en þar fyrir utan er einn nemi
og þrír verkefnaráðnir starfsmenn.
Róbert A. Stefánsson, forstöðu-
maður, er líffræðingur. Hann lauk
meistaraprófi frá Háskóla Íslands
árið 2000 og voru ferðir, landnotkun
og fæðuval minks viðfangsefni
rannsóknar hans. Síðan hefur hann
haldið minkarannsóknum áfram
og rannsakar nú til doktorsprófs
stofngerð minksins og þá þætti
sem áhrif hafa á minkastofninn. Þar
fyrir utan hefur hann tekið þátt í
fuglarannsóknum Náttúrustofunnar,
setið í Breiðafjarðarnefnd og er nú-
verandi formaður áðurnefnds Fram-
kvæmdaráðs Snæfellsness. Menja
von Schmalensee, sviðsstjóri, er líf-
fræðingur. Hún rannsakar atferli og
landnotkun minks til doktorsprófs
en hefur að auki tekið virkan þátt
í vinnu að umhverfismálum og
fræðslu. Einnig sér hún um graf-
íska vinnu fyrir Náttúrustofuna, þar
með talið kortagerð. Sigríður Elísa-
bet Elísdóttir er ritari Náttúrustof-
unnar og sér um bókhald, rekstur
Breiðafjarðarnefndar, gagnainnslátt
og fjölmörg önnur skrifstofustörf.
Þórunn Sigþórsdóttir er umhverf-
isfulltrúi sveitarfélaganna fimm á
Snæfellsnesi og vinnur að fram-
förum í umhverfismálum þeirra.
Hún heldur utan um daglegan
rekstur Green Globe-verkefnisins
á Snæfellsnesi. Rannveig Magnús-
dóttir vinnur að rannsóknum til
doktorsprófs á fæðuvistfræði minks
og mögulegum breytingum á fæðu-
vali í kjölfar umhverfisbreytinga.
Símon Sturluson, Guðmundur G.
Símonarson og Guðmundur Hall-
grímsson eru verkefnaráðnir við
rannsóknir á minkum, refum og
glókollum.
Auk framantalinna samstarfs-
aðila er Náttúrustofan í góðu
samstarfi við aðrar náttúrustofur
í gegnum Samtök náttúrustofa
(SNS), Náttúrufræðistofnun Íslands
og fjölmarga aðra aðila.
Frekari upplýsingar um starfsemi
Náttúrustofu Vesturlands má finna
á heimasíðu hennar, www.nsv.is.
4. mynd. Almenningsfræðsla er mikilvæg. Úr fuglaskoðunarferð Náttúrustofunnar um
Snæfellsnes. Ljósm.: Róbert A. Stefánsson.