Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 5
85 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Vágestir í vistkerfum – Seinni hluti Framandi og ágengar tegundir á Íslandi Menja von Schmalensee Ritrýnd grein Ísland er afskekkt úthafseyja í Norður-Atlantshafi og virðast flestar inn- lendar tegundir eiga rætur sínar að rekja til Evrópu. Tegundafjölbreytni telst ekki mikil hér á landi. Þrátt fyrir það gæti líffræðileg fjölbreytni verið meiri en tegundaauðgin ein (þ.e. fjöldi tegunda) gefur til kynna, vegna mikils breytileika innan tegunda. Hér er einnig að finna stofna og vistkerfi sem hafa hátt verndargildi. Umsvif mannsins hafa haft mikil áhrif á nátt- úru landsins og getur íslenskum tegundum stafað ógn af búsvæðaeyðingu, ósjálfbærri nýtingu, mengun, loftslagsbreytingum og ágengum tegundum, ýmist svæðisbundið eða á landsvísu. Ljóst er að mörg þúsund tegundir hafa borist til Íslands af mannavöldum, en nú er að finna a.m.k. 135 fram- andi tegundir í náttúru landsins. Sjö þeirra eru flokkaðar sem ágengar, þ.e. minkur, alaskalúpína, skógarkerfill, spánarsnigill, hæruburst, húshumla og búrabobbi. Margar aðrar tegundir gætu orðið ágengar, t.d. bjarnarkló, ígulrós, stafafura, viðja og kanína. Ráðist hefur verið í aðgerðir gegn mink, alaskalúpínu og skógarkerfli til að takmarka tjón á lífríki. Mikilvægt er að auka eftirlit með tegundum sem eru eða gætu orðið ágengar og koma á fót viðbragðskerfi gegn ágengum tegundum. Styrkja þarf lagaumhverfi og efla fyrirbyggjandi aðgerðir, svo sem með því að takmarka innflutning og auka eftirlit með afdrifum nýrra tegunda. Væntanlega mun tjón af völdum ágengra tegunda aukast til muna hérlendis með aukinni útbreiðslu þeirra, en með vitundarvakningu, fræðslu, öflugu regluverki og samstilltu átaki er mögulegt að ná góðum árangri gegn þeim. Inngangur Ísland er afskekkt úthafseyja í Norð- ur-Atlantshafi. Við upphaf nýlífs- aldar, fyrir um 30–60 milljónum ára, var hún þó tengd bæði Ameríku- og Evrópuflekunum. Sú landbrú hvarf að fullu fyrir um 20 milljónum ára og Ísland hafði þannig verið einangruð eyja um milljónir ára er síðasta ísöld gekk í garð.1,2,3 Fyrir milljónum ára var því líklega mjög fjölbreytt lífríki að finna hér4 en ýmislegt bendir til þess að fáar tegundir hafi lifað af síðasta kuldaskeið ísaldar og núver- andi lífríki sé því að mestu yngra en 10 þúsund ára.5,6 Flestar upprunalegar tegundir plantna, hryggleysingja og fugla á Íslandi virðast eiga rætur sínar að rekja til Evrópu5,7,8,9 og finnast t.d. um 97% íslenskra háplantna í Vestur- Noregi. Yfir helmingur íslenskra háplantna vex hringinn í kringum Norðurheimskautið en víðáttumikið útbreiðslusvæði er almennt ein- kennandi fyrir arktísku flóruna.6 Landfræðileg einangrun, stuttur landnáms- og þróunartími og norð- læg hnattstaða hefur gert það að verkum að tegundafjölbreytni telst ekki mikil hér á landi (1. tafla).6,10 Líffræðileg fjölbreytni gæti þó verið meiri en einföld talning á tegundum gefur til kynna, vegna mikils breyti- leika innan tegunda.11,12,13 Eins og oft vill verða á úthafseyjum eru hér engin frosk- eða skriðdýr og ein- ungis eitt landspendýr, tófan (Vulpes lagopus), er upprunalegt.14 Á úthafseyjum víða um heim hafa þróast einlendar tegundir, þ.e. tegundir sem finnast hvergi annars staðar. Til dæmis eru 89% af upp- runalegri blómplöntuflóru Hawaii einlendar tegundir.15 Engin háplöntu- tegund er hins vegar almennt talin einlend á Íslandi6 og eru einlendar tegundir sjaldgæfar hér. Til þeirra teljast tvær ferskvatnsmarflær,16,17 tvær mýflugutegundir og nokkrar hverabakteríur.18 Hér má þó finna talsvert af séríslenskum deiliteg- undum, t.d. íslensku hagamúsina (Apodemus sylvaticus grandiculus)19 og íslenska stofna allnokkurra Náttúrufræðingurinn 80 (3–4), bls. 84–102, 2010 80 3-4#Loka_061210.indd 85 12/6/10 7:21:55 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.