Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 11

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 11
91 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags ingarlaust allar læður ársgamlar og eldri með fang að vori. Meðalfjöldi hvolpa við got er 6–7. Minkurinn er fremur skammlífur, þar sem aðeins um tíundi hluti dýra nær tveggja ára aldri og hæsti skráði aldur er 7 ár.40 Neikvæð áhrif minks á lífríki eru vegna afráns og samkeppni en minkur er ósérhæfður í fæðuvali og étur jafnan það sem er aðgengilegast og algengast á hverjum stað og tíma. Á Íslandi er fiskur uppistaðan í fæð- unni stóran hluta ársins en að vori og sumri eru fuglar mikilvægir, sér í lagi ungar og egg.42,43,44 Það sem helst einkennir þau dýr sem verða fyrir neikvæðum áhrifum af afráni minks er mikil skörun búsvæða við mink- inn. Einkum verða fuglategundir sem verpa í holum, á flothreiðrum eða í þéttum vörpum í eyjum, þar sem önnur landrándýr ná ekki til, illa fyrir barðinu á minknum. Erlendis hafa rannsóknir sýnt að afrán minks hefur haft neikvæð áhrif á máfa og þernur á skoskum eyjum45 og á suma votlendisfugla, t.d. sefhænur (Gallinula chloropus) og bleshænur (Fulica atra).46 Í skerjagarði í Eystrasalti hafði fækkun minka þær afleiðingar að fuglalíf jókst og stofnar nagdýra og froska (Rana temporaria) stækk- uðu. Álka (Alca torda) og teista (Cepphus grylle) höfðu horfið úr eyjunum en námu land að nýju eftir að minkurinn hvarf.47 Afrán minks hefur einnig valdið mikilli fækk- un vatnsnörtu (Arvicola terrestris) í Englandi.48 Minna er vitað um áhrif minks á fiska en sýnt hefur verið fram á talsverð neikvæð áhrif minks á nýliðun laxfiska í norskum lækjum, sérstaklega þar sem felu- staðir voru fáir.49 Talið er mögulegt að minkurinn hafi átt þátt í útdauða keldusvíns (Rallus aquaticus) sem varpfugls hér- lendis50 og fækkun flórgoða (Podi- ceps auritus).51 Gríðarleg framræsla votlendis hefur þó vafalaust auk- ið mjög á vanda þessara tegunda. Þá er talið að minkurinn hafi haft áhrif á varpútbreiðslu og mögulega einnig stofnstærð teistu, a.m.k. á vestanverðu landinu.52 Einnig varð breyting á varpútbreiðslu lunda (Fratercula arctica)53 og sumra anda- tegunda, t.d. við Mývatn, við komu minksins.54 Minkur hefur líklega frekar haft áhrif á útbreiðslu en stofnstærð æðarfugls (Somateria mollissima), en engu að síður hafa æðarræktendur iðulega orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna afráns minks í æðarvarpi.55 Minkurinn á ekki í teljandi sam- keppni við önnur dýr hér á landi, en í Evrópu er aukin útbreiðsla hans talin eiga stóran þátt í að evrópski minkurinn (vatnavíslan, Mustela lutreola) er í bráðri útrýmingarhættu, þótt aðrir þættir spili þar inn í.56 Fljótt eftir að minkar sluppu út í náttúruna hófust veiðar. Frá árinu 1949 hafa ríki og sveitarfélög borið nær allan kostnað af þeim, sem að núvirði nemur á annan milljarð króna. Undanfarin ár hafa veiðst 5–7 þúsund minkar á ári og hefur árleg- ur kostnaður ríkis og sveitarfélaga verið um 40 milljónir. Stærð íslenska minkastofnsins er óþekkt en fjöldi dýra hleypur á mörgum þúsundum að haustlagi.57 Ef veiðitölur gefa vísbendingu um þróun í stærð minkastofnsins, þá virðist stofninn hafa farið stækkandi allt til árs- ins 2003 en minnkað nokkuð eftir það vegna minnkaðrar frjósemi og aukinna náttúrulegra vanhalda.58 Veiðar undanfarinna áratuga virðast ekki hafa haft mikil áhrif á heildar- stofnstærð en hafa að líkindum haft verndandi áhrif, t.d. á fugla, a.m.k. staðbundið. Á árunum 2007–2009 stóð yfir til- raunaverkefni umhverfisráðuneytis- ins um svæðisbundna útrýmingu minks á Snæfellsnesi og við Eyjafjörð, þar sem könnuð voru áhrif þess að stórauka veiðisókn. Mink fækkaði verulega á báðum svæðunum, sér- staklega við Eyjafjörð, en útrýming tókst ekki.58 Útrýming á landsvísu væri æskileg en virðist vera nokkuð fjarlægur möguleiki vegna kostn- aðar við núverandi aðferðir. Ein af forsendum útrýmingar væri bann við minkaeldi. 5. mynd. Minkur. – A feral American mink (Neovison vison). Ljósm./Photo: Skarphéðinn G. Þórisson. 80 3-4#Loka_061210.indd 91 12/6/10 7:22:03 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.