Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 33

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 33
113 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Vegna þröngs tímaramma verkefn- isins var ekki unnt að skilgreina ferðasvæði á öllu landinu og meta þau, þó svo að slíkt hefði gefið bestu og réttustu niðurstöðuna. Þess í stað var látið nægja að skoða einungis þau svæði sem verða fyrir greinileg- ustu áhrifunum. Einstök svæði, eins og t.d. Geysir og Gullfoss, líða töluvert fyrir þessa nálgun og hefðu fengið hærri einkunn ef ekki hefði þurft að nota hana. Auk Gullfoss og Geysis nær t.d. Gullni hringurinn yfir Þingvelli, Laugarvatn, Skálholt og Reykjavík en þau svæði voru ekki metin. Við matið er byggt á lýsingum á virkjunarhugmyndum að svo miklu leyti sem þær liggja fyrir. Þar skortir þó oft talsvert á, t.d. hvað varðar útlit og nákvæma stað- setningu vega, raflína og annarra mannvirkja. Áhrif virkjana á viðföng Til að meta áhrif virkjana á ferða- svæðin er notuð sama aðferð og í virðismatinu nema nú er hvert viðfang metið eins og ef búið væri að virkja og heildareinkunn svæðis- ins með virkjun fundin. Áhrif ein- stakra framkvæmda eru frá því að vera nær engin og í að vera mjög neikvæð. Einkunn fyrir sum viðföng breytist frá því sem var án virkjunar, en ekki fyrir önnur. Dæmi: Svæðið Torfajökull fékk 10 í einkunn fyrir viðfangið víðerni – náttúrulegt – mann- gert umhverfi. Við virkjun fer virði viðfangsins í 1. Mismunurinn á virði svæða fyrir og eftir framkvæmdir gefur til kynna hversu miklar afleið- ingarnar yrðu. Afleiðingarnar eru að jafnaði mestar á þeim ferðasvæðum sem framkvæmdirnar myndu hafa bein áhrif á, en mun minni á öðr- um áhrifasvæðum virkjunarinnar. Álftavatn er aðliggjandi svæði við Torfajökul og lækkar viðfangið víð- erni – náttúrulegt – manngert umhverfi líka þar, en minna, eða úr 10 í 3. Hópurinn gengur út frá þeirri for- sendu að framkvæmdir á ósnortnu svæði séu alvarlegri röskun en á svæðum sem þegar hefur verið byggt á eða hafa þegar verið nýtt á annan hátt. Dæmi: Ferðasvæðið Þórisvatn er þegar raskað og fékk 3 í einkunn fyrir viðfangið víðerni – náttúrulegt – manngert umhverfi en ef Skrokkölduvirkjun risi færi virði viðfangsins í 1, þ.e. þarna verður hlutfallslega minni skerðing á einkunn en á Torfajökli þar sem nær engin mannvirki eru fyrir og svæðið mundi því breytast úr nær ósnortnu svæði í svæði þar sem áhrifa af virkjun gætir. Um önnur viðföng gildir svipað. Ef framkvæmdin er talin raska heild- stæðu eða einstæðu svæði eða raska landslagi var einkunn viðkomandi viðfangs lækkuð. Það sama var gert við önnur viðföng í flokknum eðlis- rænir eiginleikar og við viðföngin fegurð og stórbrotið. Ef virkjun er inni á friðlýstu svæði fer virðið fyrir viðfangið í 0 eftir virkjun en ef virkjunin er ekki á friðlýsta svæðinu sjálfu heldur einungis á ferðasvæð- inu fer hún niður um einn flokk. Viðfangið þolmörk ferðamanna getur hækkað ef ferðamönnum fækkar verulega, en ef þeim fjölgar og ef umhverfið fer að láta verulega á sjá þá lækkar það. Ef framkvæmdir eru taldar hafa áhrif á ímynd svæðisins lækkar sú einkunn einnig. Afleiðingar fyrir afþreyingar- möguleika eru metnar á sama hátt. Gönguferðir liggja oft gegnum mörg ferðasvæði og áhrif virkjana á slíkar gönguferðir koma fram í því að einkunn fyrir viðfangið lækkar, bæði á framkvæmdasvæði virkjunarinnar og á öðrum þeim ferðasvæðum sem gönguleiðin nær til. Sama á við um hestaferðir, hjólaferðir og jeppaferðir. Einkunn fyrir bíltúr á fólksbíl hækkar ef fyrirsjáanlegt er að fólksbílafær vegur fylgi framkvæmdunum, en á móti rýrast oft jeppaleiðir. Ekki er gert ráð fyrir að virkjunum fylgi breytingar á öðrum innviðum fyrir ferðamenn og einkunn þeirra helst því óbreytt. Ef framkvæmdir leiða til bætts aðgengis og eyðileggja ekki helsta aðdráttarafl svæðisins er reiknað með að ferðamönnum muni fjölga, en ef aðgengi er óbreytt og/eða aðdráttaraflið eyðileggst, er ekki reiknað með að þeim fjölgi og jafnvel að þeim fækki á sumum stöðum. Á svæðum sem ferðaþjón- ustan nýtir mikið og búast má við að framkvæmdir spilli umhverfinu er einkunn fyrir ferðaþjónustu lækkuð. Framkvæmdir hafa ekki áhrif á 6. mynd. Raflínur sjást oft víða að. – Electrical power lines are often very visible. Ljósm./Photo: Rögnvaldur Ólafsson. 80 3-4#Loka_061210.indd 113 12/6/10 7:22:15 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.