Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 51

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 51
131 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags evrópski rauðrefurinn Vulpes vulpes (heitið þýðir einfaldlega refur á lat- ínu) og grágæsin heitir Anser anser. Aðaltegundin, sem meðal annars verpur hérlendis, ber heitið þrisvar: Anser anser anser. – Plöntufræðingar líða ekki slíka endurtekningu í teg- undaheitum. Afbrigði á endirtekningarþem- anu er þegar orð með sömu merk- ingu, annað oftast latínu og hitt á grísku, eru sett saman. Skógar- björninn heitir Ursus arctos, sem þýðir björn á latínu og á grísku. Og þarfasti þjónninn ber tvö latnesk heiti sem bæði þýða hross, Equus caballus. Mjónashyrningurinn í Afríku („svarti nashyrningurinn“) kallast Diceros bicornis, tvíhyrndur á grísku/latínu. Brúnþerna, fugl í ætt við kríu, ber heldur niðrandi heiti, Anous stolidus, og táknar hið fyrra heimskur á grísku, hitt á latínu (2. mynd). Hnúðsvanur er Cygnus olor, og tákna bæði orðin svanur (gríska/ latína). – Sem fyrr segir líða plöntu- fræðingar enga endurtekningu. Til hagræðis má nota sama heitið á tvö dýr, með því að snúa röðinni við, einkum ef bæði nöfn tákna það sama: Asio og otus standa fyrir „hyrnd ugla“ á latínu og grísku, og tveir slíkir náttfuglar bera þessi orð í heiti sínu, Asio otus, eyruglan í Evrasíu, og Otus asio, skrækuglan í Norður-Ameríku (3. mynd). Einkennilegar merkingar Sum fræðiheiti verka furðuleg þegar þau eru þýdd. Boselaphus tragocame- lus er stór antilópa, bláuxi, sem hefur þótt minna á mörg dýr, því latneska heitið stendur fyrir „uxa-hjörtur geita-úlfaldi“. Afríkustrúturinn er líka kenndur við úlfalda, Struthio camelus, enda er það einhvers staðar þjóðtrú að fuglinn hafi orðið til við kynblöndun spörs og úlfalda. Og gorkúla ber gríska heitið Lycoperdon, eða „úlfsfretur“ (4. mynd). Lundinn heitir Fratercula arctica. Arctica vísar til hánorrænna heim- kynna en fraterculus er „litli bróðir“ á latínu og vera má að fiðurhamur lundans hafi þótt minna á kufl munks (enda er fuglinn hér nefnd- ur „prófastur“). En hvers vegna reglubróðirinn er kvenkenndur (fratercula) er torskilið. Ekki tekur alltaf betra við þegar flokkunarfræðingar sækja orð í eigið tungumál. Dworakowska gaf árið 1972 smátifu (en það eru skordýr skyld söngtifum, af ættinni Cicadel- lidae) nafnið Dziwneono etcetera. Dziwneono þýðir á pólsku „það er skrítið“, og etcetera þarf tæpast að þýða úr latínu. Heiti kennd við menn Algengt er að tegundaheiti tengist ákveðnum mönnum. Tíðast er að náttúrufræðingar heiðri kollega sína á þennan hátt. Þokkafull blómplanta, lotklukka, heitir Linnaea eftir höf- undi nafnakerfisins. Sjálfur nefndi Linné runna er vex við Miðjarðarhaf Celsia eftir landa sínum og félaga, sem hitakvarðinn er kenndur við. Og franskur 19. aldar dýrafræðing- ur valdi ættkvísl mosadýra heitið Archimedes. Verið getur að hann hafi tekið mið af gormlaga stoð- streng í þessum litlu sambúsdýrum og hugsað til hins fræga „spírals Arkimedesar“. Sníkjudýrafræðingar hljóta að sjálfsögðu sæmd við hæfi, eins og þegar nýfundin sníkjukrabbafló fékk árið 1990 heitið Bobkabata kapatabob- bus, og þar með er eftirminnilega á loft haldið nafni þekkts fulltrúa stéttarinnar, Bob Kabata. (Því miður er heitið Richteria frátekið innan dýrafræðinnar yfir rækju, að vísu útdauða, svo íslenskir sníklafræð- ingar verða að leita annarra ráða til að binda nafn Sigurðar Richters við verðugt kvikindi.) 2. mynd. Brúnþerna (Anous stolidus). Ljósm.: Glen Fergus. 3. mynd. Eyrugla (Asio otus) og skrækugla (Otus asio). Ljósm.: Mindaugas Urbonas/ Wolfgang Wander. 4. mynd. Úlfsfretur (Lycoperdon). Ljósm.: Pethan. 80 3-4#Loka_061210.indd 131 12/6/10 7:22:25 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.