Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 71

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 71
151 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags þéttleikatölum log(1+x)-umbreytt. Einsþátta fervikagreiningu var einnig beitt til að kanna samband þéttleika víðis og hæðar (log-umbreytt gildi) birkiplantna. Vegna mismunandi sáningarað- ferða á sniðum var kannað hvort munur væri á tíðni birkiplantna eftir fjarlægð frá næsta víði á sniði 1 samanborið við snið 2–3. Notað var kí-kvaðrat-próf á fjarlægðarflokka. Samband á milli fjarlægðar frá næsta víði og hæðar birkiplantna var kannað með línulegri aðhvarfs- greiningu á log-umbreytt gildi. Til þess að kanna hvort munur væri á heildarþekju, þekju hápl- antna, mosa og fléttna hlémegin og áveðurs við birkiplöntur var notuð fervikagreining fyrir pöruð gildi. Þekjutölum var log-umbreytt fyrir greiningu til að draga úr vægi skekktrar dreifingar. Pearsons-fylgnipróf var notað til að skoða samband þekju gróðurs (heildarþekju og þekju háplantna, mosa og fléttna) umhverfis birki og hæðar birkiplantna. Þekjan var með- altal þekju áveðurs og hlémegin við hverja plöntu. Öllum breytum var log-umbreytt fyrir greiningu. Einsþátta fervikagreining með Tukey „eftiráprófi“ var notuð til að kanna hvort munur væri á heildar- þekju og þekju einstakra plöntuhópa á milli sniða. Til þess að draga úr vægi skekktrar dreifingar var þekju- tölum log-umbreytt fyrir greiningu. Þekjan var meðaltal þekju áveðurs og hlémegin við hverja plöntu. Við tölfræðilega úrvinnslu var notað forritið JMP, útgáfa 6.03.19 Niðurstöður Útbreiðsla birkis, gróður og umhverfi Athugun á útbreiðslu birkis í Gára sem gerð var 17. júní 2008, vorið eftir að mælingar fóru fram, sýnir að birki finnst á öllu sáningarsvæð- inu. Það finnst einnig á mjóu belti norðan og norðvestan við sáningar- svæðið og á allstóru svæði vestsuð- vestan við það (2. mynd). Á þessum jaðarsvæðum er yfirleitt um stakar plöntur að ræða. Svæðið var allvel gróið og var heildargróðurþekja á öllum snið- um að meðaltali yfir 75% (1. tafla). Mosaþekja var mikil; að meðaltali yfir 62% á öllum sniðum. Heildar- þekja gróðurs og þekja mosa var þó marktækt frábrugðin á sniðum og langminnst á sniði 1. Þekja hápl- antna var svipuð á öllum sniðum (um 20%) og sama er að segja um fléttur (um 10%). Munur á heildarþekju áveðurs og hlémegin við birkiplöntur reyndist ekki marktækur (p = 0,98) og sama gilti um þekju háplantna (p = 0,38), mosa (p = 0,83) og fléttna (p = 0,60) (n = 35 í öllum tilvikum). Jarðvegsþykkt var minnst 45 cm en reyndist vera yfir 110 cm þar sem jarðvegur var þykkastur; miðgildi var 70 cm (n = 70). Þéttleiki birkis Alls voru 182 birkiplöntur mældar í Gára, 96 á sniði 1, 13 á sniði 2 og 73 á sniði 3. Þéttleiki birkisins var misjafn á milli sniða og voru plöntur hnappdreifðar innan þeirra (4. mynd). Þéttleiki var mestur á sniði 1, eða 510 plöntur á hektara, á sniði 3 voru 130 plöntur á hektara en aðeins 37 plöntur á hektara á sniði 2. Stærð birkis og vaxtarlag Hæsta mælda birkiplantan í Gára var 160 cm, en meðalhæð birkisins var 45±2,2 cm (5. mynd). Meðalflatar- mál blaðkrónu birkiplantna var 2194±252 cm2 og meðalheildarstofn- flatarmál 2,7±0,33 cm2. Um 20% plantna voru einstofna og um 75% voru með tvo til fjóra stofna. Engin planta var með fleiri en átta stofna. Hæð og fjöldi stofna var svipaður á sniðum, eini marktæki munurinn var sá að plöntur á sniði 3 voru að meðaltali með fleiri stofna (3,1±0,15 stofnar) en plöntur á sniði 1 (2,3±0,11 stofnar). Snið 2 (2,3±0,31 stofnar) var ekki marktækt frábrugðið hinum að þessu leyti (ANOVA d.f. = 2; F = 8,97; p < 0,001; Tukey 3 vs 1, p < 0,05; 3 vs 2, p > 0,05; 1 vs 2, p > 0,05). Fylgni milli heildarþekju gróðurs og hæðar birkis reyndist ekki mark- tæk (p = 0,84) og sama átti við um þekju háplantna (p = 0,46), mosa (p = 0,91) og fléttna (p = 0,72) (n = 35 í öllum tilvikum). Fræmyndun Aðeins 11 (6%) af 182 mældum birki- plöntum báru þroskaða rekla, þar af voru eingöngu fjórar með fleiri en 10 rekla. Meðalhæð fræmyndandi plantna var 107 cm og engin þeirra var undir 60 cm á hæð (5. mynd). 1. tafla. Meðalheildargróðurþekja og meðalþekja háplantna, mosa og fléttna (± staðal- skekkja meðaltals) á sniðunum þremur í Gára. Mismunandi bókstafir tákna marktækan mun (p<0,05) á milli meðaltala, samkvæmt Tukey-prófi. – Mean total vegetation cover and cover of vascular plants, bryophytes and lichens (± se) at three study transects in Gári. Different letters represent significant differences (p<0,05) according to Tukey test. Þekja – Cover (%) Snið 1 – Transect 1 N = 19 Snið 2 – Transect 2 N = 2 Snið 3 – Transect 3 N = 14 Heildargróðurþekja – Total cover 79±3,8b 100±0,0ab 95±1,6a Háplöntur – Vascular plants 24±1,9a 19±1,3a 23±2,6a Mosi – Mosses 62±3,7b 85±7,5ab 78±3,8a Fléttur – Lichens 11±1,3a 13±7,5a 10±1,1a 80 3-4#Loka_061210.indd 151 12/6/10 7:22:40 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.