Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 71

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 71
151 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags þéttleikatölum log(1+x)-umbreytt. Einsþátta fervikagreiningu var einnig beitt til að kanna samband þéttleika víðis og hæðar (log-umbreytt gildi) birkiplantna. Vegna mismunandi sáningarað- ferða á sniðum var kannað hvort munur væri á tíðni birkiplantna eftir fjarlægð frá næsta víði á sniði 1 samanborið við snið 2–3. Notað var kí-kvaðrat-próf á fjarlægðarflokka. Samband á milli fjarlægðar frá næsta víði og hæðar birkiplantna var kannað með línulegri aðhvarfs- greiningu á log-umbreytt gildi. Til þess að kanna hvort munur væri á heildarþekju, þekju hápl- antna, mosa og fléttna hlémegin og áveðurs við birkiplöntur var notuð fervikagreining fyrir pöruð gildi. Þekjutölum var log-umbreytt fyrir greiningu til að draga úr vægi skekktrar dreifingar. Pearsons-fylgnipróf var notað til að skoða samband þekju gróðurs (heildarþekju og þekju háplantna, mosa og fléttna) umhverfis birki og hæðar birkiplantna. Þekjan var með- altal þekju áveðurs og hlémegin við hverja plöntu. Öllum breytum var log-umbreytt fyrir greiningu. Einsþátta fervikagreining með Tukey „eftiráprófi“ var notuð til að kanna hvort munur væri á heildar- þekju og þekju einstakra plöntuhópa á milli sniða. Til þess að draga úr vægi skekktrar dreifingar var þekju- tölum log-umbreytt fyrir greiningu. Þekjan var meðaltal þekju áveðurs og hlémegin við hverja plöntu. Við tölfræðilega úrvinnslu var notað forritið JMP, útgáfa 6.03.19 Niðurstöður Útbreiðsla birkis, gróður og umhverfi Athugun á útbreiðslu birkis í Gára sem gerð var 17. júní 2008, vorið eftir að mælingar fóru fram, sýnir að birki finnst á öllu sáningarsvæð- inu. Það finnst einnig á mjóu belti norðan og norðvestan við sáningar- svæðið og á allstóru svæði vestsuð- vestan við það (2. mynd). Á þessum jaðarsvæðum er yfirleitt um stakar plöntur að ræða. Svæðið var allvel gróið og var heildargróðurþekja á öllum snið- um að meðaltali yfir 75% (1. tafla). Mosaþekja var mikil; að meðaltali yfir 62% á öllum sniðum. Heildar- þekja gróðurs og þekja mosa var þó marktækt frábrugðin á sniðum og langminnst á sniði 1. Þekja hápl- antna var svipuð á öllum sniðum (um 20%) og sama er að segja um fléttur (um 10%). Munur á heildarþekju áveðurs og hlémegin við birkiplöntur reyndist ekki marktækur (p = 0,98) og sama gilti um þekju háplantna (p = 0,38), mosa (p = 0,83) og fléttna (p = 0,60) (n = 35 í öllum tilvikum). Jarðvegsþykkt var minnst 45 cm en reyndist vera yfir 110 cm þar sem jarðvegur var þykkastur; miðgildi var 70 cm (n = 70). Þéttleiki birkis Alls voru 182 birkiplöntur mældar í Gára, 96 á sniði 1, 13 á sniði 2 og 73 á sniði 3. Þéttleiki birkisins var misjafn á milli sniða og voru plöntur hnappdreifðar innan þeirra (4. mynd). Þéttleiki var mestur á sniði 1, eða 510 plöntur á hektara, á sniði 3 voru 130 plöntur á hektara en aðeins 37 plöntur á hektara á sniði 2. Stærð birkis og vaxtarlag Hæsta mælda birkiplantan í Gára var 160 cm, en meðalhæð birkisins var 45±2,2 cm (5. mynd). Meðalflatar- mál blaðkrónu birkiplantna var 2194±252 cm2 og meðalheildarstofn- flatarmál 2,7±0,33 cm2. Um 20% plantna voru einstofna og um 75% voru með tvo til fjóra stofna. Engin planta var með fleiri en átta stofna. Hæð og fjöldi stofna var svipaður á sniðum, eini marktæki munurinn var sá að plöntur á sniði 3 voru að meðaltali með fleiri stofna (3,1±0,15 stofnar) en plöntur á sniði 1 (2,3±0,11 stofnar). Snið 2 (2,3±0,31 stofnar) var ekki marktækt frábrugðið hinum að þessu leyti (ANOVA d.f. = 2; F = 8,97; p < 0,001; Tukey 3 vs 1, p < 0,05; 3 vs 2, p > 0,05; 1 vs 2, p > 0,05). Fylgni milli heildarþekju gróðurs og hæðar birkis reyndist ekki mark- tæk (p = 0,84) og sama átti við um þekju háplantna (p = 0,46), mosa (p = 0,91) og fléttna (p = 0,72) (n = 35 í öllum tilvikum). Fræmyndun Aðeins 11 (6%) af 182 mældum birki- plöntum báru þroskaða rekla, þar af voru eingöngu fjórar með fleiri en 10 rekla. Meðalhæð fræmyndandi plantna var 107 cm og engin þeirra var undir 60 cm á hæð (5. mynd). 1. tafla. Meðalheildargróðurþekja og meðalþekja háplantna, mosa og fléttna (± staðal- skekkja meðaltals) á sniðunum þremur í Gára. Mismunandi bókstafir tákna marktækan mun (p<0,05) á milli meðaltala, samkvæmt Tukey-prófi. – Mean total vegetation cover and cover of vascular plants, bryophytes and lichens (± se) at three study transects in Gári. Different letters represent significant differences (p<0,05) according to Tukey test. Þekja – Cover (%) Snið 1 – Transect 1 N = 19 Snið 2 – Transect 2 N = 2 Snið 3 – Transect 3 N = 14 Heildargróðurþekja – Total cover 79±3,8b 100±0,0ab 95±1,6a Háplöntur – Vascular plants 24±1,9a 19±1,3a 23±2,6a Mosi – Mosses 62±3,7b 85±7,5ab 78±3,8a Fléttur – Lichens 11±1,3a 13±7,5a 10±1,1a 80 3-4#Loka_061210.indd 151 12/6/10 7:22:40 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.