Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 85

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 85
165 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags óviðbúin komu bjarndýrs og af öryggisástæðum var sú ákvörðun tekin að fella dýrið áður en menn misstu sjónar á því til sjávar eða í þoku til fjalla. Aðgerðirnar urðu strax mjög umdeildar og sitt sýndist hverjum. Þar bar hæst sjónarmið um að tryggja bæri öryggi manna annars vegar og hins vegar ómannúðlegt dráp á teg- und sem ætti undir högg að sækja í náttúrunni og nær hefði verið að bjarga dýrinu og koma til sinna réttu heimkynna. Í kjölfar atburðanna ákváðu stjórnvöld að útbúa viðbragðsáætlun sem stuðst yrði við þegar hvítabirnir kæmu á land í framtíðinni. Þegar seinna dýrið gekk á land rétt um tveimur vikum síðar var slík vinna ekki hafin. Samt sem áður var nú allt kapp lagt á að læra af fyrri reynslu og ákveðið að reyna til þrautar að fanga dýrið lifandi. Leitað var til danskra sérfræð- inga og sérhannað búr flutt með hasti norður á Skaga. Í tilraun til að nálgast dýrið og koma í það deyfilyfi tókst þó ekki betur til en svo að dýrið fældist og tók á rás til sjávar. Því fóru leikar svo, þrátt fyrir viðleitni til björgunar, að ákvörðun var tekin um að fella dýrið áður en það næði til sjávar. Athuganir á bjarndýrunum leiddu síðar í ljós að fyrra dýrið var 22 ára karldýr og seinna dýrið 12–13 ára birna. Bæði dýrin voru illa haldin og máttfarin. Surtsey á heimsminjaskrá UNESCO Merkum áfanga í sögu Surtseyjar var náð í júlí, þegar heimsminjanefnd UNESCO skráði eyna sem einstakan stað náttúruminja. Grundvöllur skráningarinnar er að Surtsey hefur verið verndað friðland frá því hún mynd- aðist í eldgosi á árunum 1963–1967. Auk þess hafa landnám og framvinda lífríkis og jarðfræðileg þróun eyjarinnar verið vöktuð og rannsökuð frá upphafi. Í árlegum rannsóknaleiðangri til Surtseyjar, sem farinn var í júlí, bar það helst til tíðinda að hrafn hafði verpt í eynni og komið upp þremur ungum. Hrafninn er því fjórtánda fuglategundin og fimmti landfuglinn sem verpir í Surtsey og trónir þar efst í fæðukeðjunni. Annar athyglisverður landnemi var mýrakönguló (Pardosa sphagnicola) en nokkur fullvaxin dýr fundust í máfavarpinu. Ekki er ljóst hvernig tegundin hefur getað borist til Surtseyjar. Athygli vakti að sveifflugur (Syrphidae) höfðu borist til eyjarinnar frá meginlandi Evrópu í umtalsverðum mæli. Andarnefja - séð frá litlu kajakbryggjunni við Nökkvahúsið á Akureyri. Ljósm.: Anna Gunnarsdóttir, 22.09.08. Mýrakönguló. Ljósm.: Erling Ólafsson. 80 3-4#Loka_061210.indd 165 12/6/10 7:22:48 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.